<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 18, 2005

Bloggleysi; ritstífla eða leti? 

Já já kæru vinir ég veit að jólin eru löngu búin og áramótin líka og að páskarnir nálgast hratt o.s.frv o.s.frv. Og ég veit líka að það er langt síðan nokkuð hefur heyrst af okkur Danmerkurbúum undanfarinn misseri og er þetta orðið svo slæmt að fólk er farið að hringja í okkur til að athuga hvort að við séum á lífi. Viljið þið gjöra svo vel að hætta því ;)

En málið er að þegar maður bloggar svona sjaldan eða hefur ekki bloggað um þónokkurt skeið finnst manni alltaf að maður þurfi að skrifa svo mikið, allt um það hvað á daga okkar hefur drifið, hvernig skólin gengur og lífið sjálft. Vissulega gerist alltaf eitthvað á hverjum degi, þó mismikið en þegar maður dregur að skrifa það þá einhvern vegin virkar það þannig að manni finnst maður þurfa að segja frá því seinna og svo er maður allt í einu komin með nóg af sögum til að skrifa doktrsritgerð en auðvitað myndi enginn heilvitamaður nenna að lesa slík ósköp.

Á þessu ári hefur nú margt gerst ég og Fríða höfum farið til Berlínar, fengið þó nokkuð af vinum og kunningjum í heimsókn, beðið í röð í 4 tíma í 5 stiga frosti til að fá miða á U2 tónleika, án árangurs þó, farið á söfn, út að borða, í bíó, verslað föt og þannig mætti lengi telja. Spurningin er samt hvað á maður að skrifa um og hvað ekki. Ætti maður að blogga á hverjum degi og segja t.d.

“Í dag vaknaði ég kl 9 og fékk mér að borða fyrir framan sjónvarpið eins og ég er orðinn vanur að gera. Því næst fór ég að hugsa um ritgerðarsmíði og las mbl.is og visi.is í nokkra tíma. Svo fórum ég og Fríða að versla þar sem við keyptum mjólk, brauð, frosið lasagne og hvítlauksbrauð. Svo fórum við heim að elda og kúrðum svo fyrir framan sjónvarpið.”

Þegar maður er námsmaður að skrifa ritgerð og hefur í raun eginlegar engar aðrar skyldur en að vinna að ritgerðinni verða mjög margir dagar svona og maður nennir hreinlega ekki að skrifa um þá. Svo gerist það nú stundum að maður lyftir sér upp og þá er maður of slappur daginn eftir til að blogga. Og daginn þar á eftir er maður einfaldlega búinn að gleyma því sem gerðist um helgina þannig að þá þíðir heldur ekkert að blogga.

Einn góður vinur minn glímir líka við þetta vandamál hversdagsleikans og nennti eiginlega ekki að blogga um sjálfan sig þannig að tók uppá því að blogga um vini sína bara segja svona slúður og svoleiðis og er það mjög skemmtileg lesning. Kannski ætti maður að taka uppá svipuðu enda hafa jú allir mjög gaman að því að lesa slúður t.d.

“Heyrst hefur að Þorgeir og Rúnar hafi málið kaupmannahöfn rauðu, fengið danskt kvennfólk til að kikna í hnjáliðunum og drukkið alla karlmenn undir borðið. Var þetta svo slæmt að Magnús gestgjafi þeirra hringdi í neyðarþjónustu AA samtakana eina miðvikudagsnóttina þegar þeir höfðu slátrað heilli bacardi, heilli fishermann, 2 long island Ice tea, white russian, kassa af bjór, og heilum helling af skotum til viðbótar. “

Þetta gæti nú reyndar verið skemmtileg leið bara skrifa um einhverja allt aðra heldur en mann sjálfan. Kannski ég ætti bara að taka uppá þessu hvað finnst fólki annars hvað gerir blogg áhugavert er það slúður, leiðinlegur hversdagsleikinn eða kannski bara hreinn uppspuni.

Þangað til næst:

Maggi
Skilaboð

föstudagur, desember 24, 2004

Svona í tilefni jólanna. 

Góðan dag öll sömul.

Er ekki dagurinn í dag alveg tilvalinn í það að láta heyra aðeins í sér aftur eftir langa (mjög langa) þögn. En hér í Danaveldi er jólaundirbúningurinn bara búinn að ganga ljómandi vel og aðeins minna um jólastress hér heldur en heima. Þar sem að við vissum að við færum ekki heim fyrir jól þá vorum við löngu búin að kaupa allar jólagjafir og skrifa jólakortin til allra. Þannig að síðasta vika hefur bara farið í að þrífa, skreyta og svo auðvitað að finna mikilvægustu gjöfina.

Í gærkvöldi þegar við höfðum klárað að þrífa skelltum við okkur út að borða og fórum svo að keyra út í jólakort (í stóra gula bílnum okkar með einkabílstjóra og öllu) og kíktum í heimhsókn til Braga og Erlu og svo til Sverris og Steffí en við komum ekki heim fyrr en klukkan tvö í nótt þannig að það var bara mjög næs.

Fríða er núna að sjóða hamborgarahryggin fyrir kvöldið og er ilmurinn um alla íbúð og svo er líka snjókoma úti þannig að þetta er eins fullkomið og hugsast getur. Hlakka mikið til kvöldsins en við ákváðum að borða ekki fyrr en klukkan 7 í kvöld svo við getum hlustað á messuna heima klukkan 6 á íslenskum tíma þannig að við höldum okkar jól á sama tíma og familien.

Ég óska öllum vinum, kunningjum og fjölskyldum okkar beggja gleðilegra jóla.Skilaboð

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Lítið er betra en ennþá minna 

Sælir Kútar

Þó svo að ég sé byrjuð að kvarta undan kuldanum hérna úti þá verð ég að viðurkenna að ég er ansi sátt við mín 4+ stig en þau 12- stig á Íslandi. Greyið þið frjónar búar!!!!

Annars sit ég bara í skólanum og er reyna að læra en ég er föst hérna þar til Maggi er búin í skólanum. En það vill svo til að í dag er hann í tíma til klukkan 20:00 í kvöld. Kennari hans getur ekki kennt í næstu viku svo hann ákvað í staðinn að kenna í 8 tíma samflett í staðin í dag. Og til að bæta fyrir óánægju nemendana þá bauðst hann til að kaupa pítsur og kók. Ekki að mér veitir hvort sem er að lærdómstímanum en nóvember álagið er að fara að byrja.

Smá yfirlit hvað hefur verið að gerast hérna úti hjá okkur í Danmörku seinsta mánuðu til að bæta fyrir lélega blogg frammistöðu.

Próf voru í miðjan október og gekk og Magga bara ágætilega að við teljum en ekki allar einkunnir eru komnar. Helgina eftir það komu Mamma og pabbi í heimsókn. Það var alveg frábært að sjá þau en þau voru hérna yfir helgi. Það var voða stuð en ég og Maggi þurftum varla að borða neitt vikuna eftir það sökum ofeldis að mömmu og pabba hálfu. Síðan koma Diddi í heimsókn helgina eftir það og að því tilefni komu Maggi og Eva María yfir frá Odense. Úr var þetta stórmatarboð en að auki komu Óli og Sunna kærasta hans og Fanney Rós sem endaði á karokey bar kl. 6 morguninn eftir. Eftir það hefur það verið frekar rólegt í kotinu en við erum búin að vera einbeita okkur að kaupa jólagjafir og sinna öðrum jólaundirbúning en allt þarf helst að vera búið fyrir 1 des. Reyndar er ég byrjuð að vinna með skólanum en ég fékk vinnu á Hóteli á Íslandsbrygge sem heitir því virðulega nafni 'Hótel Copenhagen' hvorki meira né minna og er á Egilsgötu. Ég er að vinna í móttökunni sem gengur bara ágætilega fyrir utan að danskan mín er ekki enn upp á marga fiska. En þetta er bara hvati fyrir læra hana enda er ég búin að skrá mig í dönskunám eftir áramót. Síðan var auðvita afmælið hans Magga á mánudaginn en matur var allt í lagi en mæli ekki neitt endilega með staðnum. En til að bæta fyrir slakan afmælisdag þá ákvað ég að halda bara aftur upp á hann á þriðjudaginn með því að gefa kallinum blóm, þrífa húsið og elda góðan mat sem beið hans þegar hann kom að æfingu.

Annars erum við bæði ný búin í klippingu en við fórum til hennar Sólu en ég mæli eindregið með henni fyrir ykkur Kaupmannahafnarbúana. Maggi er voða stuttklipptur en hann var orðin svo vanur að hafa lubba hylja eyrunum hans að hann fékk snertingu að eyrnabólgu þann sama dag. Mér finnst hann persónulega rosa sætur svona en það er mikil viðbrigði en strákarnir í liðinu spurðu hann hvort hann væri nýbúin að fermast....:). Mitt hár styttist líka töluvert og er ég komin með topp. Er rosa sátt við klippinguna nema hvað að ég hef löngu talist líkjast henni múttu (sem ég lít á sem hól) og þegar ég leit í spegilinn í morgun þá gat ég svarið að ég væri hún. En það var reynar mikið rökkur og ég nývöknuð.

Það er nú ekki mikið síðan framundan. Læra og síðan er ég að vinna um helgina. Það er reyndar fríhelgi í boltanum hjá honum Magga og kannski skreppir hann eitthvað út á lífið en þeir sem hafa verið að fylgjast með handboltanum hans að loksins seinustu helgi þá unnu þeir leik í langan tíma.

Síðan styttist ófluga að hún Fríða Frænka fer að eiga svo maður bíður spenntur eftir nýjasta ættingjanum.

KV
Fríða

Skilaboð

mánudagur, nóvember 15, 2004

Hann a afmæli i dag, hann a afmæli i dag 

Ja ástin mín hann Maggi á stórafmæli í dag en haldid tid ekki af hann sé ordin 25 ára. Óska ég honum hér med innilega til hamingju med afmælid.

Tví midur tá verdur afmælisdagurinn hjá honum ekki upp á marga fiska. Ég er ad vinna frá 8-18 og greyid verdur tví einn heima. En í kvöld ætlum vid hjúin á ´Hereford´ad borda.

En annars tá erum vid komid med 'Skypid' svo teir sem vilja heyra í honum geta nýtt sér tæknina (eda bara gamaldags síma)

Knus
Frída

Skilaboð

þriðjudagur, október 12, 2004

Góð helgi. 

Jæja ég vildi aðeins óska systkinum mínum til hamingju með afmælið en hún Harpa systir varð 12 ára á fimmtud. sl. og hann Gunnar Kári er 2 ára í dag til hamingju með það.

Annars er soldið síðan ég bloggaði síðast þannig að ætli það sé ekki ágætt að ég þylji svona aðeins upp hvað hefur gerst undanfarið ekki að það sé neinir stór atburðir.

Þar sem að það var fríhelgi í boltanum þessa helgi var ákveðið að lyfta sér aðeins upp og má segja að helgin hafi byrjað á miðvikud. sl þegar við kíktum á djammið með Fanney vinkonu hennar Fríðu, Árna kærastanum hennar og Gunnu Finnu vinkonu hennar. Á fimmtudeginum var svo Fríða að klára hópvinnu þannig að ég skellti mér yfir til Svedda og var þar tekin smá smökkun. Á föstudeginum var svo menningarnótt en þá fórum við í bæinn (þegar Fríða var loksins vöknuð eftir erfiða törn í skólanum) og var það mjög gaman. Við byrjuðum á að kíkja í Þinghúsið og á vopnasafn þar sem búið var að breyta hluta af garðinum þar í þorp frá miðöldum, því næst kíktum við í svarta demantin, svo í ráðhúsið og enduðum svo á að horfa á flugeldasýningu. Mjög gott kvöld.

Á laugardagsmorgninum ákvað Fríða að stinga mig af og skella sér til Århus með Fanney til djamma með liðinu þar. En ég ákvað að taka smá piparsveinadjamm í borginni í staðinn. Ég fór í partý til Árna (markmanns) og var drukkið þar í einhverja stund áður en haldið var niðrí bæ. En til að gera langa sögu stutta þá var djammað fram að lokun og svo haldið heim.

Svo var gærdagurinn tekinn í afslöppun þar sem ég skellti mér í Svedda og Steffí að hjálpa þeim að tengja nokkur ljós. Náði reyndar að sprengja hjá þeim öryggi um leið og ég reynda að gefa sjálfum mér gott raflost (gleymdist óvart að slökkva á tenglinum). Svo var bara farið heim, hangið yfir sjónvarpinu þar sem ég festist yfir einhverju stórmóti í póker ( hörku spenna) og svo var farið að sofa.

Jæja þetta er nú þegar orðið alltof langt bið að heilsa í bili.

Kv. Maggi.

P.s. ég nenni ekki að lesa þetta yfir þannig að ég bið alla að afsaka ef ég hef gert stórar stafsetningarvillur.

Skilaboð

þriðjudagur, október 05, 2004

Along came a spider! 

Sæl og blessuð
Áðan fór ég inn í stofu til að taka mér stutta pásu frá verkefnavinnunni minni. Nema hvað að ég sé þessa risa stóru kónguló skríða þvert yfir. Ég tek fram að ég er nú ekki pempía í þessu málum og sá aðili í sambandinu sem sér um að drepa þær en þessi var rosaleg. Svört, með feitan stóran búk, reyndar sem ég get þolað, en með feitar stórar fætur. Sem er óvanalegt því vanalega eru þær með langar mjóar fætur sem ég er ekkert hrædd við..... En til að snúa okkur aftur að sögunni þá hófst smá panik hjá mér. Fyrst gríp ég lítinn auglýsinga snepil til að drepa hana með, nema hvað að mér finnst hann ekki nógu stór svo ég fer inn eldhús til að sækja fjall að eldhúspappír. Nema hvað þegar ég kem til baka, segir skræfan í mér að ég þarf eitthvað betra vopn. Svo ég hleyp fram og næ í næsta sprey sem ég finn. Nema hvað að það vill svo til að það er klósett ilmsprey sem sú svarta virðist líka bara ágætilega, því hún kom bara í áttina til mín. Svo ég hleyp fram og næ í kústinn til að dreypa hana. En þegar ég stekk inn í stofuna með bareflið ógurlega er kóngsa horfinn og þrátt fyrir hugrakka leit finn ég hana ekki. Svo ég sit, skíthrædd og sigruð inn í litla hergbergi og bíð því að Maggi kemur heim af æfingu, því ég ei þori ég að fara fram ein fram..... og nóttinn er framundan :)

Annars er allt ágætt að frétta héðan. Helgin var frekar tíðindalaus. Fór reyndar til Svíþjóðar á laugardeginu til að vinna að hópverkefninu með Stine og Helene. Á sunnudeginu var Maggi svo að keppa en liðið tapaði með einu marki. Ekki ánægður og það er líklegast ástæðan fyrir því að hann hefur ekkert bloggað síðan. Næstu helgi, ætlum við Fanney að kíkja líklegast til hennar Svandísar í Århus og kannski í leiðinni að líta til stutt innlit til Fríðu & Binna og Magga & Evu í Odense (ekki að ég hef ekkert haft samband við þau enn svo ég veit ekki hvort þau geta tekið við mér í einn kaffibolla).

Kveðja frá hinum fallna stríðsmanni
Fríða

Skilaboð

þriðjudagur, september 28, 2004

Tyrkland og steinakast 

Sælir bossar, gamlir og ungir!

Eftir ansi rólega helgi hófst vikan á þvotta- og lærdómsdegi! Síðan ákvað ég að vera rosadugleg og búa til 'lasagne al Fríða'. Að því tilefni komu Steffí, Sverrir, Beggi og Bragi yfir í mat í gærkvöldi. Þetta var nú ekki mjög formlegt boð en það lág bara ansi vel á mannskapnum. Umræðurnar fóru frá inngöngu Tyrklands inn í EU, að atferli handboltafólks í búningsklefum, að kynatferlum stráka á táningsaldrinum!!

Í morgun svaf ég þó yfir mig í tíma þar sem nóttin var ansi svefnlítil því ég drakk nokkra kaffibolla um kvöldið áður! Maður ætti nú að vita betur.....

Eftir tíma (sem ég mætti ekki í) hitti ég stelpurnar sem eru með mér í hóp! Við erum að skrifa um hvort Tyrkland ætti að fá að hefja samningaviðræður við Evrópubandalagið um inngöngu! Við vorum einmitt að hlægja að eftir að við ákvaðum umræðuefnið, höfum við lennt í því að rökræða um það við flestar samkomur sem við höfum farið í á seinustu 2. vikum. Maggi ranghvoldi augunum í gær þegar það bar upp... En allir sem við ræðum við virðast hafa ansi sterka, undantekningarlaust mjög neikvæða skoðum á inngöngu Tyrklands ólíkt því sem hópurinn minn er að komast að.... En við erum sammála að það sé ágætur undirbúningur fyrir munnlega prófið.. það að þræta við vini og ættingja.

Eftir fundinn fór ég svo niður í málaskólann, LOKSINS, og skráði mig á dönskunámskeið en ég fer í viðtalið 25 okt. Síðan hitti ég hana Fanney Rós eftir það og við skelltum okkur á kaffihús. Voða næs að hitta hana en við erum búnar að hittast skammarlega lítið síðan hún flutti út. En þegar ég að að hjóla heim í dag lennti ég í því að tveir strákar, líklegast um 8 ára aldurinn, fóru að leika sér að reyna að hitta mig með steinum þegar ég hjólaði fram hjá þeim. Sem betur fer náðu þeir ekki að hitta mig, heldur bara í stýrið og framdekkið og veltust svo um að hlátri því þeim fannst þetta svo fyndið!!!! DAAAAAA, ef ég hefði ekki vera svona mikið brugið og sjokkeruð og kunnað eitthvað í dönsku að ráði hefði ég nú stoppað og tekið í hnakkabarðið á pjökkunum en í staðinn náði ég að festa hælinn af hægra stígvélinu mínu í einum pedalanum og var nærri dottin af hjólinu (sem hefði ekki verið skemmtilegt þar sem ég var í stuttu pilsi). Sem betur fer sáu árasarmennirnir illræmdu það ekki þar sem ég náði að beygja fyrir hornið áður. Nógu var stolt mitt sært fyrir að geta ekki svarað fyrir sig. En það góða sem kom út úr þessu er að nú er komin extra hvati til að læra dönsku..

Svo konur eru ekki bara grýttar í Tyrklandi......

Annars er stíf lærdómsvika framundan svo best að koma sér í bælið.
Kona nótt snúllurnar mínar
Fríða

Skilaboð

Fyrsti leikur tímabilsins. 

Jæja þá er vika 40 gengin í garð og því ekki nema 12 vikur eftir af árinu. Það sem einkennir seinni hluta ársins er það að ég og öll systkinin mín 6 eigum afmæli þá. Dagný varð einmitt 18 ára föstud. síðastl. og svo eiga Ástrós og Harpa systur mínar og Gunnar brósi afmæli innan næstu 2 vikna. Verð að reyna að muna eftir að hringja.

En við spiluðum okkar fyrsta leik um helgina gegn Team Helsinge og þar sem við höfum ekki ennþá spilað æfingaleiki við lið í okkar deild eða úr deild fyrir ofan okkur vissum við í raun ekkert hvar við stóðum miðað við hin liðin. Leikurinn byrjaði ágætlega við skoruðum fyrsta markið og svo fóru menn í ruglið og áður en ég vissi af vorum við komnir 8-3 undir. En Þá loksins hrukku menn aftur í gang og við unnum nokkra bolta í röð og fórum að salla mörkum úr hraðaupphlaupum en sóknarleikurinn var samt frekar slakur í fyrri hálfleik en við náðum að minka muninn niðrí eitt mark fyrir hálfleik 14-13. Fengum reyndar 2var færi á að jafna en klikkuðum í bæði skiptin. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og nýtt lið kæmi á völlinn við byrjuðum seinni hálfleik af miklum krafti og skoruðum fyrstu 3 mörkin í hálfleiknum og jukum svo forskotið jafnt og þétt og leiddum mest með 12 eða 13 mörkum í hálfleiknum. En lokatölur voru 36-25 fyrir okkur og hefði sigurinn getað orðið stærri. Ég spilaði ágætlega, byrjaði reyndar illa en náði svo að verja 2 víti með stuttu millibili og komst aðeins í gang við það. Binni og Sverrir voru báðir mjög sterkir eins og allt liðið í seinni hálfleik.
En við erum semsagt efstir í deildinni eins og er og getur fólk fylgst með okkur með því að smella á úrslit og staða hérna í hliðardálknum.

Kv. Maggi

Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?