<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 30, 2003

Jæja þar sem Maggi sér um handboltahlutann á þessari síðu verð ég víst að skrifa bara um eitthvað annað! Aumingja ég ;-). Á föstudaginn fórum við með honum Óla í bíó á myndina The League of Extraordinary Gentlemen. Fín mynd! Síðan eru bíósalirnir hérna svo flottir og það besta er að það eru númeruð sæti. Það mundar virkinlega því þá þarf maður ekki að standa í neinum troðningi. Eftir myndina, þar sem undirrituð vildi fara í sjö bíó (ég er orðin svo mikill Dani í mér), fórum við á pöbbarölt. Vísu varð nú ekki mikið úr drykkjunni því þó við ætluðum bara að stoppa á næsta bar var enginn bar nógu góður, ódýr eða með nógu mikið af fólki eða nógu lítið af því!!!!! En í staðin þá röltuðum við um allan miðbæinn sem var bara fínt og jú við stoppuðum auðvita á nokkrum börum. Enda var s.s. ekki ætlunin að vera fara á djammið þar sem handboltastrákurinn var að fara að spila á sunnudag.

Því vaknaði ég snemma á laugardag að læra og ótrúlegt en satt þá lærði ég allan laugardaginn á meðan Maggi og restin af húshaldinu fór á handboltaleik. Eins og þið hafið líklegast séð núna út þá gengur lífið hér aðallega bara um handbolta. Ég segi bara guð sé lof að það séu 2 sjónvörp á heimilinu :)

Ég þarf nú að skrifa seinna ítarlegra um hvernig hagur okkar er hérna út er en núna þarf ég að fara að drífa mig í tíma. Næstu3 mánuðir eiga eftir að vera strembnir.

Kv. Fríða

P.s. Maggi stóð sig virkinlega vel á sunnudaginnað mínu mati.
Skilaboð
Jæja þá er maður búinn að henda inn Comment kerfi á þessa guðdómlegu síðu... ég er ekki viss um að ég nenni samt að vera mikið að vinna í henni fyrr en ég fæ netið heim þá getur maður fiktað í þessu eitthvað á kvöldin.

Annars er bara allt gott að frétta héðan við spiluðum okkar fyrsta leik á sunnudaginn og fór hann vel endaði hann 30-21 og hefði hann átt að vera stærri ef eitthvað er. Ég byrjaði í markinu og spilaði í 50 mín og varði eitthvað yfir 20 skot þannig að mér gekk nokkuð vel. Annars má segja að þetta hafi verið mikil handboltahelgi hjá mér núna þar sem að ég fékk frímiða á FCK - Helsingi á laugardaginn og fór ég á hann en hann Steini FH-ingur er einmitt að spila með þeim en FCK rúllaði þeim upp og skoraði hann Steini ekki neitt reyndar fékk hann aldrei að fara yfir miðju veslings drengurinn en hann skiptir í vörn og Sókn en hann hefur nú samt verið duglegur í lyftingunum hérna úti því verður ekki á móti mælt. Svo þegar ég kom heim þá horfði ég á upptöku frá Kolding - Århus. Djöfulli var þetta góður leikur en Kolding vann með einu eftir að hafa verið undir allann leikinn en mestur var munurinn 18 -12 fyrir Århus. Robbi var markahæstur að vanda en mér fannst vörnin hjá þeim vera að klikka soldið það eru náttúrulega hrottalegar skyttur í þessu Kolding liði 4 eða 5 danskir landsliðsmenn.


Skilaboð

fimmtudagur, september 25, 2003

Jæja þá er þessi síða að komast í loftið vonandi höfum við svo tíma til að setja inn comment kerfi og myndasíðu í næstu viku.

En markmiðið með þessari síðu er að leyfa ykkur heima sem hafið snefil af áhuga á því sem að ég og Fríða erum að bardúsast hér í Köben að fylgjast með.

Í gær var síðasti æfingaleikur fyrir mót og var hann í Slagelse en það eru svona ca. 95 km þangað eða 45 -50 mín akstur á hraðbrautinni. Ég settist upp í bíl með þjálfurum liðsins og til að gera langa sögu stutta þá vorum við komnir til Slagelse 3 tímum seinna búnir að keyra 290 km. Málið er að við tókum víst vitlausa hraðbraut og í staðinn fyrir að keyra til Selfoss þá enduðum við í borgarnesi keyrðum svo þaðan í gegnum þingvelli til Laugarvatns og loks til Selfoss. Og það besta var að Paw geðsjúklingurinn sem var að keyra bílinn var í Slagelse fyrir 2 vikum síðan en rataði bara ekki núna. Jæja við komum á svæðið þegar leikurinn var nýbúinn og því fékk ég ekki að spila neitt í síðasta æfingaleiknum fyrir mót :( Leikurinn endaði 26-20 fyrir Slagelse.
En góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég fékk að sjá mikið af Sjálandi í staðinn og rata núna 2 leiðir til Slagelse.

Kv. Maggi
Skilaboð

miðvikudagur, september 24, 2003

Jæja þá erum ég og Fríða að fara að keyra þessa síðu í loftið þurfum bara aðeins að fínstilla nokkra hluti áður en allavega þá er ég að fara til Slagelse í dag sem er einhversstaðar hinum megin á sjállandi til þess að spila æfingaleik. Þetta er síðasti æfingaleikurinn okkar fyrir mótið sem byrjar á Sunnudaginn með leik við Ajax.

Læt heyra fljótlega í mér.

Kv Maggi
Skilaboð

föstudagur, september 19, 2003

Hæ þetta er prufa. Ætluni er að koma um síðu þar sem vinir og vandamenn geta fylgst með lífi okkar Magga hér í Kaupmannahöfn. Sem stendur búum við á Amagerbro gade 184, 2 sal 2300 Kaupmannahöfn í Amagerhverfinu. Þess vegna heitir þessi bloggsíða Amager.

Við erum bæði að læra í CBS í mastersnámi svo ætlunin er að vera hérna í 2 ár.

Bes tað prufa að blogga og sjá hvernig gengur

Kv
Fríða Hrönn
Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?