mánudagur, október 27, 2003
Góð helgi
Það er ekki annað hægt að segja en að dagurinn í dag sé bara ljómandi góður dagur þar sem að helgin öll var hinn besta. Þórdís og Tommi eignuðust lítinn prins, ég og Fríða kláruðum TOEFL prófið og svo unnu Team Amager leikinn í gær og kallinn var útnefndur maður leiksins með 20+ bolta varða og eftir leikinn þá fengum ég og Fríða að vita að við fáum lyklana að íbúðinni okkar á laugardaginn næstkomandi. Þannig að það voru eintómir plúsar alla helgina.
Á laugardaginn fór ég í bíó á Kill Bill og verð ég að segja að mér finnst svo mikil snilld að hérna pantar maður bara miða á netinu velur sér sæti og svo ekkert stress maður mætir bara 5 mín fyrir mynd engin troðningur og sest í sitt sæti. Ég hef alltaf fílað myndirnar hans Tarantinos vel og þessi var engin undantekning og get ég mælt eindregið með henni þó svo að hún sé kannski full blóðug fyrir suma og get ég ekki beðið eftir að framhaldið komi.
Á sunnudeginum spiluðum við svo við HIK sem er lið sem féll úr 1 deildinni síðasta tímabil og var því spáð toppnum í okkar deild þar sem að þeir eru með sama mannskap og í fyrra. Við áttum hins vegar fínan leik og leiddum leikinn allan tímann og endaði hann 25-24 eftir að staðan var orðin 25-20 fyrir okkur en við náðum að halda þessu út allan leikinn þannig að sigur var staðreynd.
Eftir leikinn fóru svo ég og Fríða (nýkominn úr lestinni) Binni og Ásta og Árni öll saman út að borða á veitingastað í götunni hjá okkur og þar fékk ég líka þetta ljómandi fína naut í matinn og svo var farið heim og horft á X-men í sjónvarpinu. En nú er helgin búin og alvaran tekin við nóg að læra og verður maður örugglega fram eftir öllum kvöldum þessa vikuna en þetta er það sem maður vill.
Bless í bili.
P.s. svo breyttist tíminn um helgina þannig að núna erum við bara klukkutíma á undan.
Skilaboð
Á laugardaginn fór ég í bíó á Kill Bill og verð ég að segja að mér finnst svo mikil snilld að hérna pantar maður bara miða á netinu velur sér sæti og svo ekkert stress maður mætir bara 5 mín fyrir mynd engin troðningur og sest í sitt sæti. Ég hef alltaf fílað myndirnar hans Tarantinos vel og þessi var engin undantekning og get ég mælt eindregið með henni þó svo að hún sé kannski full blóðug fyrir suma og get ég ekki beðið eftir að framhaldið komi.
Á sunnudeginum spiluðum við svo við HIK sem er lið sem féll úr 1 deildinni síðasta tímabil og var því spáð toppnum í okkar deild þar sem að þeir eru með sama mannskap og í fyrra. Við áttum hins vegar fínan leik og leiddum leikinn allan tímann og endaði hann 25-24 eftir að staðan var orðin 25-20 fyrir okkur en við náðum að halda þessu út allan leikinn þannig að sigur var staðreynd.
Eftir leikinn fóru svo ég og Fríða (nýkominn úr lestinni) Binni og Ásta og Árni öll saman út að borða á veitingastað í götunni hjá okkur og þar fékk ég líka þetta ljómandi fína naut í matinn og svo var farið heim og horft á X-men í sjónvarpinu. En nú er helgin búin og alvaran tekin við nóg að læra og verður maður örugglega fram eftir öllum kvöldum þessa vikuna en þetta er það sem maður vill.
Bless í bili.
P.s. svo breyttist tíminn um helgina þannig að núna erum við bara klukkutíma á undan.
Skilaboð
sunnudagur, október 26, 2003
Leiðrétting á misskilningi
Við Svandís hringdum í Hugrúni í gærkveldi til að óska henni til hamingju með útskriftina. Ég fór að spyrja hana um hana Helgu Ágústdóttur sem Svandís hafði sagt mér að byggi á Egilsstöðum með Marco. Sem sagt vinkona okkar Helga Ágústdóttir en ég er mikið búin að vera að velta það fyrir mér hvað hún væri eiginlega að gera þar en það kom í ljós að þetta var ekki okkar Helga Ágústdóttir heldur hin Helga Ágústdóttir sem var með okkur í MS og er búin að vera að læra sjúkraþjálfum. Ekki að ég trúi nú alveg minni Helgu til að gera eitthvað svona en vil bara hér með leiðrétta þennan misskilning. ;)
Jæja komin með nóg af því að blogga. Best að ég kíki bara niður og reyni að taka aðeins til og finna mér kannski eitthvað að borða. Fólkið hlýtur bráðum að fara að vakna.
Skilaboð
Jæja komin með nóg af því að blogga. Best að ég kíki bara niður og reyni að taka aðeins til og finna mér kannski eitthvað að borða. Fólkið hlýtur bráðum að fara að vakna.
Skilaboð
Bumbubúinn lítur dagsins ljós
24. október 2003 leit Bumbubúinn dagsins ljós. Aðeins 9 merkur em lítill rauðhærður engill. Til hamingju Tommi og Þórdís. Þið sem viljið skoða heimasíðuna hans þá er linkurinn www.barnaland.is/barn/13170
Skilaboð
Skilaboð
Toefl og Horsen
Hæ hæ
Ég er stödd í Horsen og klukkan er rúmmlega 9 um morguninn. Allir eru ennþá sofandi en ég hef þann leiðinda vana að vakna alltaf snemma daginn eftir djamm. Í gær tókum við Maggi Toefl-prófi. Ég get nú ekki sagt hvernig okkur gekk en reikna fastlega með því að við höfum náð minnsta kosti lámarkskröfunum. Það er erfitt að segja með svona próf því allt prófið er við tíman en við Maggi vorum gjösamlega búin á því eftir það. Því var ákveðið að kapphlaup fara á MacDonalds eftir á og safna orku. Eftir að hafa byggt orkuna upp dreif ég mig upp á lestarstöð til að fara til Odense þar sem ég ætlaði að verða samferða Magga og Evu Maríu til Horsen.
Lestarferðinn gekk nú ekkert allt of vel. Fyrst beið ég á vitlausum palli og missti því af einni lest. Síðan sagði enginn mér frá því maður þyrfti að taka frá sæti í lestinni og ég færði mig fram og til baka um lestina á meðan á ferinni stóð þar sem ég var rekinn úr sætunum í trekk þegar stoppað var á nýrri stöð og einhver kom inn sem átti það sæti. Að lokum endaði ég á reykvagninum þar sem ég reyndi að lesa fjármálabókina mína í gengum svæluna. En ég klikka ekki á þessu næst skal ég segja ykkur.
En það var virkinlega gaman að hitta Evu Maríu og Magga en það er aldur og ævi sem ég sá þau seinast. Eftir það lá svo leiðin á drossíunni þeirra á hraðbrautina sem endaði, að vísu eftir nokkrar auka snúninga, í Horsen. Það var rosanlega gaman að fara að heimsækja þau Svandísi og Snorra en raðhúsið sem þau búa í er ekkert smá flott. Á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum. Eftir að hafa borðað þá stærstu pizzu sem ég hef nokkurntíman kynnst, vorum 6 og náðum ekki að klára hana, fór fólkið að streyma inn í partíið sem endaði bara að verða svona svakanlega skemmtilegt. Meðal þeirra sem komu voru Helga sem ég var að vinna með í RR-varahlutum og Kristján kærastinn hennar. Buddi og Gunnþóra sem voru í svaka stuði og var hún Gunnþóra hvatinn að því að við stelpurnar tjúttuðum það bara svona svakanlega við fortíðarnostalgíu tónlist. Grétar og Karen mætti líka. Grétar með mætti með stæl. Kastet á hausnum og alles en þau fóru að vísu í fyrra lagi því þau vildu ná lestinni heim. Auk þess var úrval að þessum eðal dönum og íslendingum sem ég mun ekki fara út í að telja hér en áttu sinn þátt í þessu fína partí. Vil ég bara nota tækifærið og þakka þeim Snorra og Svandísi fyrri gestrisina sem var til fyrirmyndar.
Skilaboð
Ég er stödd í Horsen og klukkan er rúmmlega 9 um morguninn. Allir eru ennþá sofandi en ég hef þann leiðinda vana að vakna alltaf snemma daginn eftir djamm. Í gær tókum við Maggi Toefl-prófi. Ég get nú ekki sagt hvernig okkur gekk en reikna fastlega með því að við höfum náð minnsta kosti lámarkskröfunum. Það er erfitt að segja með svona próf því allt prófið er við tíman en við Maggi vorum gjösamlega búin á því eftir það. Því var ákveðið að kapphlaup fara á MacDonalds eftir á og safna orku. Eftir að hafa byggt orkuna upp dreif ég mig upp á lestarstöð til að fara til Odense þar sem ég ætlaði að verða samferða Magga og Evu Maríu til Horsen.
Lestarferðinn gekk nú ekkert allt of vel. Fyrst beið ég á vitlausum palli og missti því af einni lest. Síðan sagði enginn mér frá því maður þyrfti að taka frá sæti í lestinni og ég færði mig fram og til baka um lestina á meðan á ferinni stóð þar sem ég var rekinn úr sætunum í trekk þegar stoppað var á nýrri stöð og einhver kom inn sem átti það sæti. Að lokum endaði ég á reykvagninum þar sem ég reyndi að lesa fjármálabókina mína í gengum svæluna. En ég klikka ekki á þessu næst skal ég segja ykkur.
En það var virkinlega gaman að hitta Evu Maríu og Magga en það er aldur og ævi sem ég sá þau seinast. Eftir það lá svo leiðin á drossíunni þeirra á hraðbrautina sem endaði, að vísu eftir nokkrar auka snúninga, í Horsen. Það var rosanlega gaman að fara að heimsækja þau Svandísi og Snorra en raðhúsið sem þau búa í er ekkert smá flott. Á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum. Eftir að hafa borðað þá stærstu pizzu sem ég hef nokkurntíman kynnst, vorum 6 og náðum ekki að klára hana, fór fólkið að streyma inn í partíið sem endaði bara að verða svona svakanlega skemmtilegt. Meðal þeirra sem komu voru Helga sem ég var að vinna með í RR-varahlutum og Kristján kærastinn hennar. Buddi og Gunnþóra sem voru í svaka stuði og var hún Gunnþóra hvatinn að því að við stelpurnar tjúttuðum það bara svona svakanlega við fortíðarnostalgíu tónlist. Grétar og Karen mætti líka. Grétar með mætti með stæl. Kastet á hausnum og alles en þau fóru að vísu í fyrra lagi því þau vildu ná lestinni heim. Auk þess var úrval að þessum eðal dönum og íslendingum sem ég mun ekki fara út í að telja hér en áttu sinn þátt í þessu fína partí. Vil ég bara nota tækifærið og þakka þeim Snorra og Svandísi fyrri gestrisina sem var til fyrirmyndar.
Skilaboð
fimmtudagur, október 23, 2003
Hugrún útskrift, partí haldið í Horsen
Hæhæ
Hún Hugrún mun ná þeim merka áfanga að útskrifast úr sagnfræðinni á laugardag. Til hamingju með það en því miður kemst ég ekki í partíið en í staðinn mun ég fara til Svandísar í Horsen að halda upp á það þar. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ HUGRÚN MÍN OG GANGI ÞÉR VEL MASTERINUM.
Við Maggi erum að fara í Toefl -prófið (enskupróf) á laugardaginn sem við verðum að ná til að geta haldið áfram í skólanum en eftir það mun ég yfirgefa hann Magnús minn og heimsækja krakkana á Arhus og Horsen. Maggi kemst ekki því hann er að keppa á sunnudaginn.
Annars allt fínt að frétta en lítið og ég er að verða of sein í yoga.
Heyrumst
Fríða
Skilaboð
Hún Hugrún mun ná þeim merka áfanga að útskrifast úr sagnfræðinni á laugardag. Til hamingju með það en því miður kemst ég ekki í partíið en í staðinn mun ég fara til Svandísar í Horsen að halda upp á það þar. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ HUGRÚN MÍN OG GANGI ÞÉR VEL MASTERINUM.
Við Maggi erum að fara í Toefl -prófið (enskupróf) á laugardaginn sem við verðum að ná til að geta haldið áfram í skólanum en eftir það mun ég yfirgefa hann Magnús minn og heimsækja krakkana á Arhus og Horsen. Maggi kemst ekki því hann er að keppa á sunnudaginn.
Annars allt fínt að frétta en lítið og ég er að verða of sein í yoga.
Heyrumst
Fríða
Skilaboð
Til hamingju með afmælið Margrét mín!
Hæ hún Margrét átti afmæli þann 17. okt og því miður mundi ég ekki eftir því. Því innilega til hamingju með 25 ára afmælið Margrét. Þú heyrir bráðum frá mér en ég frétti að þú værir á Egilsstöðum þessa dagana. Þú ert víst ekki eina vinkonan mín sem er það þar sem hún Helga ásamt honum Marco, sem ég hef ekki enn hitt, fann hjarta sitt þar og ákvað að setjast þar að. Bara þú Helga, bara þú, nema e.t.v. hún Hugrún.
Skilaboð
Skilaboð
þriðjudagur, október 21, 2003
Þynka og skóli
Hæhæ
Þá er kartöflufríið búið og skólinn byrjaður. Ég fór einmitt í fyrsta fjármálatímann minn í morgunn og komst að því að það er nærri enginn reikningur. Ég varð ekkert smá svekkt því ég var byrjuð að hlakka til þess......ég veit að margir hugsa um að ég sé eitthvað klikkuð en þegar maður gerir ekkert annað en að lesa allan daginn væri gott að fá einhver dæmi til að leysa sér til tilbreytingar.
Annars þá áttum við Maggi smá sambandsafmæli í gær og ákváðum þar sem hann kláraði líka próf í gær að fara aðeins út að borða. Við fórum á Jensen Buffhouse og fengum þar þessar ágætis steikur og drukkum svo eina rauðvínsflösku með. Síðan eftir það ákváðum við að kíkja aðeins á Sam´s bar sem er karokystaður til að horfa á fólkið gaula út úr sér garnirnar og var það ekki nema við hæfi að fá sér einn bjór með. Síðan drífum við okkur bara heim um 11 leitið eins og góð gamalmenni en þegar ég vakna í morgun þá er ég bara þetta vel þunn. Skil ekkert í þessu og Maggi var líka frekar slappur. Er maður virkinlega orðin svona lélegur!!!! Þannig að ég er búin að vera að staulast í dag í skólanum með seiðing í höfðu og ólgu í magi og ætla bara heim í joggingallan og skríða fyrir framan sjónvarpið.
Ég sé að ég þarf að laga síðuna eitthvað en það verður bara að bíða annars þynnkulaus tíma.
Kv. Fríða
Skilaboð
Þá er kartöflufríið búið og skólinn byrjaður. Ég fór einmitt í fyrsta fjármálatímann minn í morgunn og komst að því að það er nærri enginn reikningur. Ég varð ekkert smá svekkt því ég var byrjuð að hlakka til þess......ég veit að margir hugsa um að ég sé eitthvað klikkuð en þegar maður gerir ekkert annað en að lesa allan daginn væri gott að fá einhver dæmi til að leysa sér til tilbreytingar.
Annars þá áttum við Maggi smá sambandsafmæli í gær og ákváðum þar sem hann kláraði líka próf í gær að fara aðeins út að borða. Við fórum á Jensen Buffhouse og fengum þar þessar ágætis steikur og drukkum svo eina rauðvínsflösku með. Síðan eftir það ákváðum við að kíkja aðeins á Sam´s bar sem er karokystaður til að horfa á fólkið gaula út úr sér garnirnar og var það ekki nema við hæfi að fá sér einn bjór með. Síðan drífum við okkur bara heim um 11 leitið eins og góð gamalmenni en þegar ég vakna í morgun þá er ég bara þetta vel þunn. Skil ekkert í þessu og Maggi var líka frekar slappur. Er maður virkinlega orðin svona lélegur!!!! Þannig að ég er búin að vera að staulast í dag í skólanum með seiðing í höfðu og ólgu í magi og ætla bara heim í joggingallan og skríða fyrir framan sjónvarpið.
Ég sé að ég þarf að laga síðuna eitthvað en það verður bara að bíða annars þynnkulaus tíma.
Kv. Fríða
Skilaboð
mánudagur, október 20, 2003
Fríið búið.
Jæja þá er kartöfluvikunni eins og hún er kölluð hér í Danmörku lokið og tekin er við alvara lífsins. Þessi frívika var nú ekki mikil frívika fyrir mig og Fríðu þar sem að ég var í prófi í dag og Fríða að vinna í ritgerðinni sinni.
Um helgina spiluðum við leik við KFUM og vegna mannfæðar og meiðsla vorum við nú bara 11 á skýrslu en það er skemst frá því að segja að við létum gjörsamlega taka okkur í bólinu og steinlágum. Ég man ekki hvernig þetta endaði í tölum en við vorum undir frá fyrstu til síðustu mínútu. Annars var ekkert annað gert um helgina en að læra og sofa þannig að kannski maður taki það bara rólega og fari að sinna heimilishaldinu og versla í matinn. Þetta er nefnilega alveg magnað þetta bæklingaflóð sem kemur hérna um helgar inn til okkar frá öllum stórmörkuðunum hvernig ætli þetta sé þegar maður fer í sumarfrí þá er örugglega ekki hægt að opna dyrnar fyrir þessu þegar maður kemur aftur heim.
Annars var ég í prófi áðan í Corporate Finance (þetta sem öll síðasta vika fór í að læra fyrir) og verð ég að segja að þetta hafi verið frekar nasty próf. Hann var með mikið af þungum dæmum og allsstaðar möguleikann á að velja að engin að niðurstöðunum eru réttar. Manni er aldrei vel við að merkja í þann reit en ég held að allir sem ég talaði við hafi þurft að merkja 3 sinnum ef ekki oftar í þennan möguleika við spurningu. En ég held að mér hafi bara gengið ágætlega í þessu prófi og miðað við hraðan í Danmörku fæ ég vonandi niðurstöðurnar fyrir jól.
Bless í bili
Skilaboð
Um helgina spiluðum við leik við KFUM og vegna mannfæðar og meiðsla vorum við nú bara 11 á skýrslu en það er skemst frá því að segja að við létum gjörsamlega taka okkur í bólinu og steinlágum. Ég man ekki hvernig þetta endaði í tölum en við vorum undir frá fyrstu til síðustu mínútu. Annars var ekkert annað gert um helgina en að læra og sofa þannig að kannski maður taki það bara rólega og fari að sinna heimilishaldinu og versla í matinn. Þetta er nefnilega alveg magnað þetta bæklingaflóð sem kemur hérna um helgar inn til okkar frá öllum stórmörkuðunum hvernig ætli þetta sé þegar maður fer í sumarfrí þá er örugglega ekki hægt að opna dyrnar fyrir þessu þegar maður kemur aftur heim.
Annars var ég í prófi áðan í Corporate Finance (þetta sem öll síðasta vika fór í að læra fyrir) og verð ég að segja að þetta hafi verið frekar nasty próf. Hann var með mikið af þungum dæmum og allsstaðar möguleikann á að velja að engin að niðurstöðunum eru réttar. Manni er aldrei vel við að merkja í þann reit en ég held að allir sem ég talaði við hafi þurft að merkja 3 sinnum ef ekki oftar í þennan möguleika við spurningu. En ég held að mér hafi bara gengið ágætlega í þessu prófi og miðað við hraðan í Danmörku fæ ég vonandi niðurstöðurnar fyrir jól.
Bless í bili
Skilaboð
föstudagur, október 17, 2003
Smá vandræði
Það virðist vera smá vandræði með bloggið. Stundum hleður það sér einungis inn að hluta. Finna ekki villuna ( veit ekki einu sinni hvort villa sé hjá okkur) er prufði að láta inn sumt af upprunalega kóðunum, ef skildi að ég hefði óvart breytt einhverju. Þetta skírir hið frábæra litaval á síðuni núna. Ef þið lendið í vandræðum prufið þá að hlaða síðunni aftur inn en ekki "refresh" því það gerir hana bara verri. Prufið annað hvort að slá inn www.amager.blogspot.com eða http://amager.blogspot.com. Þetta virðist þó fara eftir tölvum.
En eins og með allt annað þá vona ég bara að þetta lagist að sjáfum sér ;)
kv. Fríða
Skilaboð
En eins og með allt annað þá vona ég bara að þetta lagist að sjáfum sér ;)
kv. Fríða
Skilaboð
Hvernig þið getið komist í dýrlingatölu hér á blogginu!!
Já meðan Maggi er að læra er ég að skrifa ritgerð og er að reyna að breyta eitthvað blogginu. Ritgerðin gengur ágætilega nema hvað að ég er að skrifa um Pharmaco en ég hef heima fullt af upplýsingum um fyrirtækið en ég hélt að ég hefði meira í tölvunni. Pharmaco er búið að taka heilmikið út úr heimasíðunni eins og fréttabréf starfsmanna. En þar var meðal annars grein sem ég vildi hafa notað. Puhpuh.
Jæja eins og þið heyrið er mjög lítið að frétta héðan svo ég ætla ekki að blaðra meira. En ef einhver getur sagt mér hvernig ég bæti við vinstri dálki á bloggið þá mun ég láta hann í dýrlingatölu hér á blogginu. Ég er orðin rangeygð að reyna að búa hann til en ég er nú ekki svo góður forritari. Svona tækifæri gefst nú ekki á hverjum degi og ef vel gengur þá getur vel verið að ég mun láta mynd af dýrlinginum á síðuna. Úfff!!!!! ;)
Annars læt ég gott heita í bili.
Kv.
Fríða
Skilaboð
Jæja eins og þið heyrið er mjög lítið að frétta héðan svo ég ætla ekki að blaðra meira. En ef einhver getur sagt mér hvernig ég bæti við vinstri dálki á bloggið þá mun ég láta hann í dýrlingatölu hér á blogginu. Ég er orðin rangeygð að reyna að búa hann til en ég er nú ekki svo góður forritari. Svona tækifæri gefst nú ekki á hverjum degi og ef vel gengur þá getur vel verið að ég mun láta mynd af dýrlinginum á síðuna. Úfff!!!!! ;)
Annars læt ég gott heita í bili.
Kv.
Fríða
Skilaboð
fimmtudagur, október 16, 2003
Fjármál, Fjármál, Fjármál!!!!
Úfff.. já nú er gaman að lifa, fjármálapróf á mánudaginn og ekki nema 5-600 bls af lesefni fyrir það. Sem betur fer er stór hluti af því upprifjun úr B.S. náminu en samt frekar strembið. Plúsinn er samt sá að þetta verður krossapróf og ekki dregið frá fyrir röng svör... húrra fyrir því.
Annars verð ég soldið að hlæja að mínu ástkæra liði Liverpool sem í gær vann fínan sigur á Olimpija Lubljana sem eru frá Slóveníu. Ég verð að játa það að ég sá ekki leikinn en fyrri leikurinn fór 1-1 í slóveníu. Svo var ég að lesa viðtal við hann Houllier knattspyrnustjóra Liverpool þar sem að lýsingarorðin sem hann notar fá mann til að halda að þeir hafi unnið Real Madrid 3-0 ég meina við orð eins og "Við lékum stórkostlega knattspyrnu" og "Við létum þá líta út eins og miðlungsleikmenn inná vellinum" eiga ekkert svakalega við þegar lið sem á að vera topplið í Englandi spilar við lið frá Slóveníu sem er örugglega bara skipað miðlungsleikmönnum sem kæmust ekki í Úrvalsdeildina í Englandi. En svona virðist því miður standartinn á mínum ástkæra klúbb hafa hrapað. Ég meina Barcelona vann 8-0 í sínum leik þeir mega vera ánægðir.
Annars hef ég ekkert meira að segja í bili og ætla að halda áfram að læra gott samt að Fríða sé búinn að taka Bloggið aftur í sátt og er kominn á fullt við að endurbæta það.
Kv. Maggi
Skilaboð
Annars verð ég soldið að hlæja að mínu ástkæra liði Liverpool sem í gær vann fínan sigur á Olimpija Lubljana sem eru frá Slóveníu. Ég verð að játa það að ég sá ekki leikinn en fyrri leikurinn fór 1-1 í slóveníu. Svo var ég að lesa viðtal við hann Houllier knattspyrnustjóra Liverpool þar sem að lýsingarorðin sem hann notar fá mann til að halda að þeir hafi unnið Real Madrid 3-0 ég meina við orð eins og "Við lékum stórkostlega knattspyrnu" og "Við létum þá líta út eins og miðlungsleikmenn inná vellinum" eiga ekkert svakalega við þegar lið sem á að vera topplið í Englandi spilar við lið frá Slóveníu sem er örugglega bara skipað miðlungsleikmönnum sem kæmust ekki í Úrvalsdeildina í Englandi. En svona virðist því miður standartinn á mínum ástkæra klúbb hafa hrapað. Ég meina Barcelona vann 8-0 í sínum leik þeir mega vera ánægðir.
Annars hef ég ekkert meira að segja í bili og ætla að halda áfram að læra gott samt að Fríða sé búinn að taka Bloggið aftur í sátt og er kominn á fullt við að endurbæta það.
Kv. Maggi
Skilaboð
miðvikudagur, október 15, 2003
Vandræði með comment kerfi
Tvö furðuleg atvik
Eitt sem ég dýrka við Kaupmannahöfn er þegar maður er að hjóla fram hjá Ráðhústorginu á morgnanna þá stendur alltaf fólk frá Metro og Urban, sem eru ókeypis dagblöð í hér, og eru að keppast við að reyna að rétta manni þetta á fer. Maður réttir bara fram hendina á fer og fær blaðið í hendina. Mér finnst þetta eitthvað svo súrrelískt!!!!
Annars hafa allavega tveir skrítnir hlutir komið fyrir mig í vikunni. Annarsvegar var ég að labba hjá ráðahústoginu í strætó eftir bíó-ið á sunnudagskvöldið. Við erum að labba yfir gangbraut en ég geng ekki alveg á henni heldur við hliðina á henni. Ég tek upp mánaðarstrætókortið mitt sem er í svona litlu veski eins og vísakortin. En það vill svo til að ég er með vettlinga og kortið rennur úr höndunum á mér og dettur niður en ég er einmitt í þeirri stundu að ganga fyrir niðurfall og það dettur beint það ofan í. Hugsið ykkur óheppni. Því verð ég víst að hjóla allt fram að mánaðarmótum því fjárhagsáætlunin okkar gerði ekki ráð fyrir þessu :(
Síðan á mánudaginn eftir yoga var ég að ná í yfirhafnirnar mínar í sem ég hafði látið í bakpokann minn en þegar ég geri það kastastr frá þeim einhver smáhlutur. Ég tek hann upp og þá er það gullhringur sem ég týndi fyrir 3 sumrum síðan. Þetta var hringur með þremur fílum sem ég hafði fengið frá konunum í Osta- og smjörsölunni í stúdentsgjöf. Mér þótti rosanlega vænt um hann og var með hann alltaf á mér og gerði dauðaleit af honum þegar ég týndi honum. Eina flíkin sem ég átti á þessum tíma sem ég var útivistargalli en sá galli hef ég notað margoft síðan og hann hefur verið þveginn nokkrum sinnum. Ég geri mér grein fyrir því að hann hefur leynst í einhverjum af vösunum en samt finnst mér þetta stórfurðuegt. Ég segi bara að það sé verið að jafna út tapaða strætókortið :)
Jæja best að hefja skriftir.
Kv. Fríða
Skilaboð
Annars hafa allavega tveir skrítnir hlutir komið fyrir mig í vikunni. Annarsvegar var ég að labba hjá ráðahústoginu í strætó eftir bíó-ið á sunnudagskvöldið. Við erum að labba yfir gangbraut en ég geng ekki alveg á henni heldur við hliðina á henni. Ég tek upp mánaðarstrætókortið mitt sem er í svona litlu veski eins og vísakortin. En það vill svo til að ég er með vettlinga og kortið rennur úr höndunum á mér og dettur niður en ég er einmitt í þeirri stundu að ganga fyrir niðurfall og það dettur beint það ofan í. Hugsið ykkur óheppni. Því verð ég víst að hjóla allt fram að mánaðarmótum því fjárhagsáætlunin okkar gerði ekki ráð fyrir þessu :(
Síðan á mánudaginn eftir yoga var ég að ná í yfirhafnirnar mínar í sem ég hafði látið í bakpokann minn en þegar ég geri það kastastr frá þeim einhver smáhlutur. Ég tek hann upp og þá er það gullhringur sem ég týndi fyrir 3 sumrum síðan. Þetta var hringur með þremur fílum sem ég hafði fengið frá konunum í Osta- og smjörsölunni í stúdentsgjöf. Mér þótti rosanlega vænt um hann og var með hann alltaf á mér og gerði dauðaleit af honum þegar ég týndi honum. Eina flíkin sem ég átti á þessum tíma sem ég var útivistargalli en sá galli hef ég notað margoft síðan og hann hefur verið þveginn nokkrum sinnum. Ég geri mér grein fyrir því að hann hefur leynst í einhverjum af vösunum en samt finnst mér þetta stórfurðuegt. Ég segi bara að það sé verið að jafna út tapaða strætókortið :)
Jæja best að hefja skriftir.
Kv. Fríða
Skilaboð
Seinasta helgi
Hæ allir
Ég er búin að vera mjög léleg að skrifa upp á síðkastið en í seinustu viku þá var ég búin að skrifa örugglega hálftíma blogg sem eyddist út áður en ég náði að pósta það svo ég fór í fílu. Síðan hef ég eiginlega ekkert komist á netið. Én margt hefur skeð síðan svo best að ég skipti þessu upp í nokkra hluta. Ég var búin að skrifa allt um íbúðina okkar en ég ætla bara að bíða með það þar til að við flytjum en hún er mjög góð 54 fermetrar eina sem hægt er að segja út á hana er að sturtan er í eldhúsinu...... en það virkar samt að vera allt í lagi.
Nú er frívika í skólanum eins og Maggi hefur minnst á og við höfðum ætlað okkur að vera voða duglega að læra. Það hefur gengið svona upp og ofan því ekkert varð um lærdómin seinstu helgi. En helgin varð samt voða skemmtilegi. Á laugardaginn fórum við einhversstaðar lengst upp í sveit (að mér finnst) til að horfa á landsleikinn en það var víst erfitt að finna stað til að horfa á hann. En það vildi svo skemmtilega til að Grétar Már og Karen voru í heimsókn í Kaupmannahöfn um helgina og höfðu líka endað þar en þau höfðu verið búin að reyna árangurslaust að redda númerinu mínu. Þannig að við ákvaðum að eyða kvöldinu með þeim sem endaði í eitt skemmtilegasta djammi sem ég hef farið í síðan í kom út. Með okkur var líka Begga frænka karena og Anna vinkona hennar svakalega hressar stelpur. Eftir að hafa farið út á borða fórum við á koktelbar sem ég verð að fara með Gunnu og Svandísi þegar þær kíkja í heimsókn. Lítill, skemmtilegur, ódýr og frábærir koktelar. Eftir þar enduðum við inn á þessum skemmtstað sem náði að narra okkur inn á ókeypis bjór ( Íslendingurinn í okkur gat bara ekki staðist það) en síðan reynist vera svo gaman að við enduðum þar. Það var farið í skotkeppni og fleira en Grétar hafði komið með þá yfirlýsingu að hann hreyfði ekki mjaðmirnar fyrr en eftir 10 drykk svo stefnan var að koma honum út á dansgólfið. Ekki hafðist það en hann Maggi minn virðist hafa tekið það í sig og undir lok kvöldis tók hann mig í þessa svakalega danssveiflu við þá allra mestu Astrótónlist sem ég hef upplifað. Ég hló svo mikið að lokum fór hann í fýlu út í mig. Það var þá merkið um að tími væri til að fara heim ;). Ekki að Maggi er alveg eins og hann Gaui vinur sinn. Þeir viðurkenna aldrei að þeir hafa verið vel í glasi........ Hann var bara að leika þetta.
Á sunnudaginn vaknaði ég bara nokkuð hress en Maggi var aðeins miður hressari svo fyrri parturinn fór í það að hjúkra honum. En klukkan fjögur fórum við að hitta krakkana á Dubliners á Strikunum en með þeim var líka Fríða frænka og Binni. Það var voða gaman að hitta þau. Skammarlegt að hafa ekki haft samband fyrr en nú höfum við báðar símanúmerin. Við fórum saman á Burger King en eftir það fórum Fríða og Binni heim en við ákváðum að fara með Grétari, Kareni og Beggu í bíó á Bad Boys 2. Því hefum við geta betur sleppt því það fór 2 og hálfur tími í of mikið af of miklu. Mæli ekki með þessari mynd.
En yfir höfuð var helgin alveg frábær og þakka ég krökkunum fyrir góða skemmtum.
Kv. Fríða
P.s. Ætla að láta inn link á blogg krakkanna!
Skilaboð
Ég er búin að vera mjög léleg að skrifa upp á síðkastið en í seinustu viku þá var ég búin að skrifa örugglega hálftíma blogg sem eyddist út áður en ég náði að pósta það svo ég fór í fílu. Síðan hef ég eiginlega ekkert komist á netið. Én margt hefur skeð síðan svo best að ég skipti þessu upp í nokkra hluta. Ég var búin að skrifa allt um íbúðina okkar en ég ætla bara að bíða með það þar til að við flytjum en hún er mjög góð 54 fermetrar eina sem hægt er að segja út á hana er að sturtan er í eldhúsinu...... en það virkar samt að vera allt í lagi.
Nú er frívika í skólanum eins og Maggi hefur minnst á og við höfðum ætlað okkur að vera voða duglega að læra. Það hefur gengið svona upp og ofan því ekkert varð um lærdómin seinstu helgi. En helgin varð samt voða skemmtilegi. Á laugardaginn fórum við einhversstaðar lengst upp í sveit (að mér finnst) til að horfa á landsleikinn en það var víst erfitt að finna stað til að horfa á hann. En það vildi svo skemmtilega til að Grétar Már og Karen voru í heimsókn í Kaupmannahöfn um helgina og höfðu líka endað þar en þau höfðu verið búin að reyna árangurslaust að redda númerinu mínu. Þannig að við ákvaðum að eyða kvöldinu með þeim sem endaði í eitt skemmtilegasta djammi sem ég hef farið í síðan í kom út. Með okkur var líka Begga frænka karena og Anna vinkona hennar svakalega hressar stelpur. Eftir að hafa farið út á borða fórum við á koktelbar sem ég verð að fara með Gunnu og Svandísi þegar þær kíkja í heimsókn. Lítill, skemmtilegur, ódýr og frábærir koktelar. Eftir þar enduðum við inn á þessum skemmtstað sem náði að narra okkur inn á ókeypis bjór ( Íslendingurinn í okkur gat bara ekki staðist það) en síðan reynist vera svo gaman að við enduðum þar. Það var farið í skotkeppni og fleira en Grétar hafði komið með þá yfirlýsingu að hann hreyfði ekki mjaðmirnar fyrr en eftir 10 drykk svo stefnan var að koma honum út á dansgólfið. Ekki hafðist það en hann Maggi minn virðist hafa tekið það í sig og undir lok kvöldis tók hann mig í þessa svakalega danssveiflu við þá allra mestu Astrótónlist sem ég hef upplifað. Ég hló svo mikið að lokum fór hann í fýlu út í mig. Það var þá merkið um að tími væri til að fara heim ;). Ekki að Maggi er alveg eins og hann Gaui vinur sinn. Þeir viðurkenna aldrei að þeir hafa verið vel í glasi........ Hann var bara að leika þetta.
Á sunnudaginn vaknaði ég bara nokkuð hress en Maggi var aðeins miður hressari svo fyrri parturinn fór í það að hjúkra honum. En klukkan fjögur fórum við að hitta krakkana á Dubliners á Strikunum en með þeim var líka Fríða frænka og Binni. Það var voða gaman að hitta þau. Skammarlegt að hafa ekki haft samband fyrr en nú höfum við báðar símanúmerin. Við fórum saman á Burger King en eftir það fórum Fríða og Binni heim en við ákváðum að fara með Grétari, Kareni og Beggu í bíó á Bad Boys 2. Því hefum við geta betur sleppt því það fór 2 og hálfur tími í of mikið af of miklu. Mæli ekki með þessari mynd.
En yfir höfuð var helgin alveg frábær og þakka ég krökkunum fyrir góða skemmtum.
Kv. Fríða
P.s. Ætla að láta inn link á blogg krakkanna!
Skilaboð
föstudagur, október 10, 2003
Jæja jæja það verður að játast að maður er búinn að vera latur við að Blogga í þessari viku enda búið að vera mikið að gera og netsambandið í skólanum hefur verið mjög hverfult en nóg um það.
Á miðvikudaginn fórum ég og Fríða að skoða íbúðina sem við eigum að fá í byrjun nóvembers þó að þetta sé ekki íbúðin sem okkur var lofað fyrst þá var þetta mjög fín tæplega 60 fm íbúð og vel með farin. Þar að auki er leigan á þessari mun lægri og staðsetningin fín og vonandi mun það rætast að við getum flutt inn í byrjun nóv. en það veltur á því hvenær maðurinn sem leigir okkur íbúðina fær nýju íbúðina sína afhenta en það á að gerast í næstu viku. Það er búið að vera mikið að gera í skólanum undanfarið þar sem að í næstu viku er vetrarfrí sem verður nú ekki mikið frí fyrir mig og Fríðu því að ég verð að læra undir próf sem gildir 25% af lokaeinkun og hún að skrifa ritgerð sem verður lokaritgerð í einu faginu hennar. Svo eftir vetrarfrí fara verkefnin að hellast yfir mann þannig að ætli það verði ekki bara nóg að gera þangað til við komum heim í jólafrí.
Hún Harpa systir mín átti afmæli á þriðjudaginn og Hann Gunnar Kára á afmæli á morgun og óska ég þeim til hamingju með það. Svo skilst mér að Gulli ætli að halda uppá afmælið sitt á morgun og óska ég honum til hamingju með það og verð ég og Fríða því miður að afþakka boð frá honum vegna aðstæðna.
Handboltinn er alveg á fullu og er frí núna um helgina frá boltanum því spiluðum við æfingaleik í gær á móti 1 deildar liði og töpuðum með 4. Það er svo sem ágætur árangur miðað við það að okkur vantaði nokkra leikmenn. Annars er stórleikur í boltanum heima í kvöld þar sem Valur tekur á móti Fram í valsheimilinu en Fram hefur ekki tapað leik hingað til í deildinni og Valur aðeins einum, vonadi að mínir menn hafi þetta.
Svo er það fótboltinn á morgun, okkur er boðið í Íslendingapartý að glápa á þennan leik og verður það örugglega fínt en djöfull hefur maður nagað sig í handabökin undanfarið svona þegar fólk sem ég þekki hefur verið að tala um hvað það verður geðveikt á leiknum sjálfum en ég þekki slatta af fólki sem ætlar að fara og hefur það reynt að plata mann með sér.
Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili.
Kv. Maggi
Skilaboð
Á miðvikudaginn fórum ég og Fríða að skoða íbúðina sem við eigum að fá í byrjun nóvembers þó að þetta sé ekki íbúðin sem okkur var lofað fyrst þá var þetta mjög fín tæplega 60 fm íbúð og vel með farin. Þar að auki er leigan á þessari mun lægri og staðsetningin fín og vonandi mun það rætast að við getum flutt inn í byrjun nóv. en það veltur á því hvenær maðurinn sem leigir okkur íbúðina fær nýju íbúðina sína afhenta en það á að gerast í næstu viku. Það er búið að vera mikið að gera í skólanum undanfarið þar sem að í næstu viku er vetrarfrí sem verður nú ekki mikið frí fyrir mig og Fríðu því að ég verð að læra undir próf sem gildir 25% af lokaeinkun og hún að skrifa ritgerð sem verður lokaritgerð í einu faginu hennar. Svo eftir vetrarfrí fara verkefnin að hellast yfir mann þannig að ætli það verði ekki bara nóg að gera þangað til við komum heim í jólafrí.
Hún Harpa systir mín átti afmæli á þriðjudaginn og Hann Gunnar Kára á afmæli á morgun og óska ég þeim til hamingju með það. Svo skilst mér að Gulli ætli að halda uppá afmælið sitt á morgun og óska ég honum til hamingju með það og verð ég og Fríða því miður að afþakka boð frá honum vegna aðstæðna.
Handboltinn er alveg á fullu og er frí núna um helgina frá boltanum því spiluðum við æfingaleik í gær á móti 1 deildar liði og töpuðum með 4. Það er svo sem ágætur árangur miðað við það að okkur vantaði nokkra leikmenn. Annars er stórleikur í boltanum heima í kvöld þar sem Valur tekur á móti Fram í valsheimilinu en Fram hefur ekki tapað leik hingað til í deildinni og Valur aðeins einum, vonadi að mínir menn hafi þetta.
Svo er það fótboltinn á morgun, okkur er boðið í Íslendingapartý að glápa á þennan leik og verður það örugglega fínt en djöfull hefur maður nagað sig í handabökin undanfarið svona þegar fólk sem ég þekki hefur verið að tala um hvað það verður geðveikt á leiknum sjálfum en ég þekki slatta af fólki sem ætlar að fara og hefur það reynt að plata mann með sér.
Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili.
Kv. Maggi
Skilaboð
mánudagur, október 06, 2003
Jæja ég var búinn að skrifa heilan helling áðan þegar netsambandið slitnaði þannig að ég náði ekki að posta því.
Helgin var nokkuð róleg enda leikur í gær þannig að það var slappað af á föstudaginn fyrir framan sjónvarpið og svo var laugardeginum eitt í að horfa á handbolta þar sem að hérna eru alltaf tvær beinar útsendingar á laugardögum. Fyrri leikurinn var Århus - FCK þar sem Robbi fór fyrir sínum mönnum í góðum sigri þó svo að þeir eigi það til að missa örugga leiki niður og einnig á Robbi bara að skjóta á markið. Seinni leikurinn var Skjern - Kolding þar sem Kolding vann með einu marki eins og venjulega þetta er bara grín þeir eru alltaf í ströggli allan leikinn helst undir og vinna þetta svo á loka mínútunum enda er þvílík reynsla í þessu liði en þessi leikur var mjög skemmtilegur og er Skjern með mjög skemmtilegt lið.
Svo í gær spiluðum við okkar leik við Ydun og endaði leikurinn 27-27 sem var mjög svekkjandi. Við leiddum þennan leik í 45 mín með 2-4 marka mun og áttum að vera búnir að stinga þá af en gekk frekar illa sóknarlega og í hraðaupphlaupum. Svo þegar 15 mín voru eftir misstum við 2 leikmenn af velli og vorum því tveimur færri í næstum 2 mín á þeim kafla náðu þeir að jafna og komast einu marki yfir. Leikurinn var svo í járnum alveg til enda og náðum við semsagt að jafna leikinn þegar 3 sekúndur voru til leiksloka eftir að Ydun hafði misst boltann klaufalega.
Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili.
Kv. Maggi
Skilaboð
Helgin var nokkuð róleg enda leikur í gær þannig að það var slappað af á föstudaginn fyrir framan sjónvarpið og svo var laugardeginum eitt í að horfa á handbolta þar sem að hérna eru alltaf tvær beinar útsendingar á laugardögum. Fyrri leikurinn var Århus - FCK þar sem Robbi fór fyrir sínum mönnum í góðum sigri þó svo að þeir eigi það til að missa örugga leiki niður og einnig á Robbi bara að skjóta á markið. Seinni leikurinn var Skjern - Kolding þar sem Kolding vann með einu marki eins og venjulega þetta er bara grín þeir eru alltaf í ströggli allan leikinn helst undir og vinna þetta svo á loka mínútunum enda er þvílík reynsla í þessu liði en þessi leikur var mjög skemmtilegur og er Skjern með mjög skemmtilegt lið.
Svo í gær spiluðum við okkar leik við Ydun og endaði leikurinn 27-27 sem var mjög svekkjandi. Við leiddum þennan leik í 45 mín með 2-4 marka mun og áttum að vera búnir að stinga þá af en gekk frekar illa sóknarlega og í hraðaupphlaupum. Svo þegar 15 mín voru eftir misstum við 2 leikmenn af velli og vorum því tveimur færri í næstum 2 mín á þeim kafla náðu þeir að jafna og komast einu marki yfir. Leikurinn var svo í járnum alveg til enda og náðum við semsagt að jafna leikinn þegar 3 sekúndur voru til leiksloka eftir að Ydun hafði misst boltann klaufalega.
Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili.
Kv. Maggi
Skilaboð
föstudagur, október 03, 2003
Já það má segja að Október mánuður sé mikill afmælismánuður enda eiga 3 af systkinum mínum afmæli. Á morgun 4 okt. á hún Ástrós afmæli og verður hún 13 ára þannig að það styttist í fermingu hjá henni. Á þriðjudaginn á svo Harpa afmæli og verður hún 10 ára og svo loks á laugardaginn næsta verður litli bróðir minn hann Gunnar Kári 1 árs, merkilegt nokk að það skuli vera sami dagur og Íslendingar ná að tryggja sér fyrsta skipti sæti á stórmóti í knattspyrnu þegar þeir vinna Þjóðverjana ;)
Vil ég óska þeim öllum til hamingju með afmælið og minna á að þar sem ég er fátækur námsmaður í útlöndum eru símtöl frá systkinum mínum vel þegin á afmælisdögunum þeirra.
Kv. Maggi
Skilaboð
Vil ég óska þeim öllum til hamingju með afmælið og minna á að þar sem ég er fátækur námsmaður í útlöndum eru símtöl frá systkinum mínum vel þegin á afmælisdögunum þeirra.
Kv. Maggi
Skilaboð
HÆ var að bæta linkum inn á bloggið. Láttið mig vita ef ég er að gleyma einhverjum. Og líka ef þið eigið einhverjar heimasíður og svoleiðis. En hvað er þetta með mína fjölskyldu. Ég fann hvorki Hrafnhildi Tinnu né Tómas Geir á Barnalandi? Látið mig vita ef hvaða heimasíðu þau eru með ef þau eru með hana.
Kv
Fríða
Skilaboð
Kv
Fríða
Skilaboð
Sælir góðir hálsar og þeir líka sem eru sárir.
Hvað það var nú gaman hvað það var tekið vel í comment-kerfið. Hvetur mann heldur betur að halda áfram að skrifa. Annars er ég búin að vera að drepast úr háls- og eyrabólgu í gær en ég er búin að vera drekka te á fullu til að reyna að ná því úr manni. Róleg helgi framundan. Maggi spilar á sunnudaginn og ég fer kl. 9 í yoga báða dagana. Ég fékk að vísu smá móral eftir að hafa lesið bloggið hennar Svandísar yfir djammleysi en ég sé að vísu ekki fram á að geta bætt það mikið fyrr en ritgerðinar eru komnar vel áleiðis. Annars er ég núna alveg veik að fara til Hamburgar á landsleikinn. Við vorum að vísu búin að ákveða að við hefðum eiginlega ekki efni á því en...... það væri samt gaman. Stebbi Hilm og alles!!! Þá gæti ég líka æft mig í þýskunni......... En ég sé til með það. Það hentar bara svo ágætilega því þetta er helgina fyrir frívikuna okkar.
Ég talaði við mömmu og pabba í gærkveldi sem var gaman eins og vanalega fyrir utan það að vera að biðja vísareikninginn minn :( Þau voru að segja mér það að hún amma mín væri að flytja í DAS. Til hamningju með það amma mín!!!! Að vísu var ég búin að hlakka til að heimsækja hana í Furugerðið um jólin, því mér fannst það svo sniðugt að Margrét vinkona var búin að flytja í sama hús en ég heimsæki hana Margréti bara privat og persónulega. Það er líka gaman að fá Ömmu í nágrennið við Vesturbrúnina. En talandi um Vesturbrúnina þá heyri ég í Fanney Rós í gær sem var alveg ótrúlega gaman að heyra í. Hún verður víst ekki heima um jólin. Hæðin um áramótin verður eitthvað tómleg án þín.
En eins og þið heyrið þá hef ég ekki mikið að segja í dag. Endilega einhver sem á ferð heim í Vesturbrún að gera mér smá greiða. Farið á netið þar og látið þessa síðu sem upphafsíðu eða látið hana í favorites.... (Rifjið upp kannski með honum pabba hvernig það er gert). Minnir að til að tengjast netinu er bi.is notað. Pabbi þú þarft að vera virkari að fara á netið til að geta fylgst með þinni ástkærudóttir ;). Góða helgi allir saman.
Kærlige hilsen
Fríða
Skilaboð
Hvað það var nú gaman hvað það var tekið vel í comment-kerfið. Hvetur mann heldur betur að halda áfram að skrifa. Annars er ég búin að vera að drepast úr háls- og eyrabólgu í gær en ég er búin að vera drekka te á fullu til að reyna að ná því úr manni. Róleg helgi framundan. Maggi spilar á sunnudaginn og ég fer kl. 9 í yoga báða dagana. Ég fékk að vísu smá móral eftir að hafa lesið bloggið hennar Svandísar yfir djammleysi en ég sé að vísu ekki fram á að geta bætt það mikið fyrr en ritgerðinar eru komnar vel áleiðis. Annars er ég núna alveg veik að fara til Hamburgar á landsleikinn. Við vorum að vísu búin að ákveða að við hefðum eiginlega ekki efni á því en...... það væri samt gaman. Stebbi Hilm og alles!!! Þá gæti ég líka æft mig í þýskunni......... En ég sé til með það. Það hentar bara svo ágætilega því þetta er helgina fyrir frívikuna okkar.
Ég talaði við mömmu og pabba í gærkveldi sem var gaman eins og vanalega fyrir utan það að vera að biðja vísareikninginn minn :( Þau voru að segja mér það að hún amma mín væri að flytja í DAS. Til hamningju með það amma mín!!!! Að vísu var ég búin að hlakka til að heimsækja hana í Furugerðið um jólin, því mér fannst það svo sniðugt að Margrét vinkona var búin að flytja í sama hús en ég heimsæki hana Margréti bara privat og persónulega. Það er líka gaman að fá Ömmu í nágrennið við Vesturbrúnina. En talandi um Vesturbrúnina þá heyri ég í Fanney Rós í gær sem var alveg ótrúlega gaman að heyra í. Hún verður víst ekki heima um jólin. Hæðin um áramótin verður eitthvað tómleg án þín.
En eins og þið heyrið þá hef ég ekki mikið að segja í dag. Endilega einhver sem á ferð heim í Vesturbrún að gera mér smá greiða. Farið á netið þar og látið þessa síðu sem upphafsíðu eða látið hana í favorites.... (Rifjið upp kannski með honum pabba hvernig það er gert). Minnir að til að tengjast netinu er bi.is notað. Pabbi þú þarft að vera virkari að fara á netið til að geta fylgst með þinni ástkærudóttir ;). Góða helgi allir saman.
Kærlige hilsen
Fríða
Skilaboð
fimmtudagur, október 02, 2003
Það er eitt við það að búa hérna í danmörku sem að er plús að það er sýnt slatta mikið frá íþróttum hérna úti t.d. eru lágmark 3 beinar útsendingar frá handboltaleikjum í viku og svo er ég á fullu að fylgjast með HM í kvennaknattspyrnu þessa stundina en í gær unnu Svíar Brasílu í hörku leik. Annars líst mér ágætlega á það fyrirkomulag að ég sjái um að skrifa um handbolta og íþróttir og kannski einstaka djamm á meðan Fríða skrifar um daglegt líf. En ég vil endilega hvetja fólk til þess að kommenta sem mest það nennir og svo styttist vonandi í myndasíðu.
Venlig hilsen
Skilaboð
Venlig hilsen
Skilaboð
miðvikudagur, október 01, 2003
Hæhæ
Sit hérna og er að horfa á fréttirnar á Rúv frá því í gær. Er að fara að byrja að lesa en það er svo erfitt þegar maður er á annað borð komin á netið. Við fengum staðfestingi á íbúðarmálunum í gær. Við fáum ekki íbúðin sem var búið að lofa okkur því fólkið sem bjó þar áður hætti við að flytja út og hafði forkaupsrétt á leigusamningnum. En þeir hjá Team Amager náðu að redda þessu og fáum við aðra íbúð sem liðstjórinn í liðinu er búin að búa í síðustu 2 ár. Hann var að kaupa sér íbúð sem hann fær afhent 1 nóv þannig að við ættum að geta flutt vikuna eftir það. Við vitum að vísu ekki hvar hún er eða hvernig hún er en við vitum að hún er ekki langt frá okkur. Hún er um 60 fermetrar og kosturinn við hana er að hún er með mun lægri leigu en hin :) Við ætlum samt að hringja í liðstjórann og spyrja hvort við mættum ekki kíkja í heimsókn til hans og sjá íbúðina. Annars eru 60 fermetrar mun hagkvæmara fyrir okkur en 90 fermetrar. Ég vona bara að staðsetningin sé ágæt og það séu svalir á henni. Ég veit ekki hvað það er með svalir en þær eru bara svo kósí. En það er léttir að fá málin á hreint.
Annars var ég nærri því búin að gera mig að fífli í gær! Ok ekki nærri því, ég gerði mig að fífli í gær. Ég hjólaði í skólann í gær fór í 2 tíma og í seinni tímanum sem var seinni partinn í gær komst ég að því að ég hafði farið í buxurnar á röngunni!!!!! Guð hvað ég áttu erfitt að halda inní mér hlátrinu þegar ég fattaði þetta en málsvörnin er sú að það sást ekki voða vel! En ég er samt búin að ákveða að þegar við seljum bílinn að ég kaupi mér linsur!!!!!!!!!!! Ég er nefnilega alltaf að gera einhverja vitleysu hérna úti því ég sé ekki nógu vel. Málið er að heima þekkti ég alveg umhverfið og fann ekki eins fyrir þessu en það er annað upp á teninginn hérna úti.
Síðan kemur Gunna í heimsókn í lok október og Svandís ætlar líka að kíkja yfir þá helgi. Hlakka geðveikt til að hitta þær og síðan verður gaman að fara á íslenskt vina djamm. Við Svandís ætlum að kíkja á karoky-bar. Ég er allavegana búin að finna 2 staði í miðborginni. En það er ekki eina heimsóknin sem er á döfinni því systir Magga, hún Dagný og vinkona hennar ætlar að kíkja langa helgi um miðjan nóvember.
Jæja ég ætla að leita á netinu eftir yoga-námskeiðum. Hef nefnilega hugsað mér að fara að æfa það. Tími nefnilega ekki að borga kort í ræktina því það er geðveikt dýrt hérna úti.
Eftir það fer ég síðan að lesa.
Kv. Fríða
Skilaboð
Sit hérna og er að horfa á fréttirnar á Rúv frá því í gær. Er að fara að byrja að lesa en það er svo erfitt þegar maður er á annað borð komin á netið. Við fengum staðfestingi á íbúðarmálunum í gær. Við fáum ekki íbúðin sem var búið að lofa okkur því fólkið sem bjó þar áður hætti við að flytja út og hafði forkaupsrétt á leigusamningnum. En þeir hjá Team Amager náðu að redda þessu og fáum við aðra íbúð sem liðstjórinn í liðinu er búin að búa í síðustu 2 ár. Hann var að kaupa sér íbúð sem hann fær afhent 1 nóv þannig að við ættum að geta flutt vikuna eftir það. Við vitum að vísu ekki hvar hún er eða hvernig hún er en við vitum að hún er ekki langt frá okkur. Hún er um 60 fermetrar og kosturinn við hana er að hún er með mun lægri leigu en hin :) Við ætlum samt að hringja í liðstjórann og spyrja hvort við mættum ekki kíkja í heimsókn til hans og sjá íbúðina. Annars eru 60 fermetrar mun hagkvæmara fyrir okkur en 90 fermetrar. Ég vona bara að staðsetningin sé ágæt og það séu svalir á henni. Ég veit ekki hvað það er með svalir en þær eru bara svo kósí. En það er léttir að fá málin á hreint.
Annars var ég nærri því búin að gera mig að fífli í gær! Ok ekki nærri því, ég gerði mig að fífli í gær. Ég hjólaði í skólann í gær fór í 2 tíma og í seinni tímanum sem var seinni partinn í gær komst ég að því að ég hafði farið í buxurnar á röngunni!!!!! Guð hvað ég áttu erfitt að halda inní mér hlátrinu þegar ég fattaði þetta en málsvörnin er sú að það sást ekki voða vel! En ég er samt búin að ákveða að þegar við seljum bílinn að ég kaupi mér linsur!!!!!!!!!!! Ég er nefnilega alltaf að gera einhverja vitleysu hérna úti því ég sé ekki nógu vel. Málið er að heima þekkti ég alveg umhverfið og fann ekki eins fyrir þessu en það er annað upp á teninginn hérna úti.
Síðan kemur Gunna í heimsókn í lok október og Svandís ætlar líka að kíkja yfir þá helgi. Hlakka geðveikt til að hitta þær og síðan verður gaman að fara á íslenskt vina djamm. Við Svandís ætlum að kíkja á karoky-bar. Ég er allavegana búin að finna 2 staði í miðborginni. En það er ekki eina heimsóknin sem er á döfinni því systir Magga, hún Dagný og vinkona hennar ætlar að kíkja langa helgi um miðjan nóvember.
Jæja ég ætla að leita á netinu eftir yoga-námskeiðum. Hef nefnilega hugsað mér að fara að æfa það. Tími nefnilega ekki að borga kort í ræktina því það er geðveikt dýrt hérna úti.
Eftir það fer ég síðan að lesa.
Kv. Fríða
Skilaboð
Í dag eru 46 dagar frá því að við fluttum út og maður er rétt mellufær í dönsku pælið í því. Ég átti von á að vera orðinn altalandi eftir 2 mánuði en maður er rétt að byrja að skilja strákana á æfingu. Held að allt enskukjaftæðið í skólanum tefji soldið fyrir en vonandi verð ég orðinn betri áður en ég kem heim um jólin.
Skilaboð
Skilaboð