<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 28, 2003

Prófin nálgast og lítið að frétta 

Hæhæ

Jæja skápurinn kom vel út svo það mál er út úr sögunni. Ég er búin að vera að vinna að verkefni alla þessa vikuna en er að fara að byrja á próflestinum núna. Ég byrja vísu ekki fyrr en á mánudaginn í þar næstu viku en þarf að frumlesa nærri allt efnið. Þetta er að vísu fjármál og mikið sem ég hef lært áður en maður þarf að víst að fara yfir það allt saman.

Annars er lítið að frétta héðan. Ég er búin að ákveða að hafa aðventukaffi fyrir okkur Magga á sunnudaginn og við ætlum meira að segja að kaupa okkur aðventuljós!!!!! Annars þá er Maggi að fara í jólafrokost með liðuni sínu á laugardaginn, aðeins menn leyfðir. Ég ætla í staðinn að reyna að hitta hann Didda en hann er í helgarferð með vinnu sinni hér Köben. Annars er ég orðin ansi þreytt á þessu Team Amager liði. Heima þá gerði Fram stundum eitthvað saman þar sem konurnar mættu koma með, sem mér fannst mjög gaman því þá kynnist maður liðinu og mökunum meira og því skemmtilegra að fara á leiki. Einnig þá varð maður bara harðari stuðningsmaður. En hér halda bara leikmenn sig bara útaf fyrir sig, engir makar leyfir. Ég fer bráðum að hætta að mæta á leiki því þessir menn kunna bara ekki að meta konurnar sínar. Og hana nú..... kom þessu loksins út úr mér!!!!! :-)

Jæja þrátt fyrir þetta litla kast mitt mæti ég á leiki þó það taki mig stundum klst. að fara á þá. Jæja þarf að fara að drífa mig heim og lesa.

Sjáumst
Fríða
Skilaboð

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Skápurinn kominn. 

Já loksins fengum við skápinn okkar frá þessu bölvaða fyrirtæki IDE-möbler en þetta var ekki nema 4 vikum eftir að við pöntuðum hann fyrst. Þeir voru samt ekki það óforskammaðir að rukka okkur fyrir að keyra þetta heim til okkar en ég hefði nú alveg getað trúað þeim til þess. 4 daga heimaprófið núna um helgina gekk alveg ágætlega en því miður þá töpuðum við útileiknum okkar gegn Maribo með einu marki og verður að skrifa þetta tap á þjálfarann þar sem við vorum með öruggt jafntefli en einhverra hluta vegna þótti honum vænlegra að leggja allt í sölurnar og skipta markmanni útaf fyrir mann í vesti og við klúðrum síðustu sókninni okkar og markmaðurinn hjá Maribo skorar yfir allann völlinn í tómt markið. Þannig fór þaðnú. Svo spiluðum við bikarleik í fyrradag við Hilleröd sem eru í 1 deild og töpuðum við honum 24-20 eftir að hafa verið yfir í 45 mínútur af leiknum, mér gekk reyndar vel í báðum þessum leikjum en það er ekki alltaf nóg við þurfum víst líka að skora mörk. Svo er leikur á laugardaginn og Julefrokost á eftir sem er víst allsvakaleg skemmtun en því miður getur maður ekki leyft sér annað en að rétt detta inn því jú það er próf á mánudaginn :(

Annars var Gaui að benda mér á það að ég kem heim eftir 27 daga þannig að styttist í djamm á Íslandi og hlakkar okkur mikið til. Annars er fólk alltaf velkomið að detta í heimsókn til okkar og var ég að enda við að bæta á byrgðirnar af Julebrygginu inn í ísskáp. Svo vil ég bara minna fólk á sem vill hringja í okkur að við erum komin með heimasíma og er mun ódýrara að hringja í hann. Kostar mínútan þá tæpar 20 kr sem er bara eins og að hringja úr Símanum GSM í Vodafone. Síma númerið er +45 3258 9295 og erum við yfirleitt bæði heima eftir kl 9 á kvöldin. Jæja ætli maður þurfi ekki að halda áfram að læra núna. Læt heyra í mér seinna.

Med venlig julehilsen fra Danmark.


Skilaboð

laugardagur, nóvember 22, 2003

Matarboð og heimasími.  

Hæhæ

Við fórum í mat til frænku Magga í gær en amma hans og afi voru þar í heimsókn. Þau búa upp í Holte í því allra flottasta húsi sem ég hef komið í. Þetta var eins og danskur herragarður. Þar var líka höfðinglega tekið á móti okkur og við fengum steinasteik í matinn. Rosa góð enda tók Magga vel í matinn enda er nautakjöt það besta sem hann fær.

En greyið hann Maggi hefur svo mikið að gera þessa dagana. Er yfir helgina í heimaprófi en þarf í dag að fara til Maribó að keppa en það tekur 2 tíma að keyra þanngað og verður þetta því 6 tíma ferð. Ekki að það er ansi mikið að gera hjá mér því hópurinn sem ég er að gera eitt verkefni með setti deadline á mánudag en það eru ekki nema um 5 síður á mann svo ég er ekki svo stressuð yfir því. En það er samt ástæðan fyrir hvað ég skrifa stutt og snubbótt blogg í dag......

En þeir sem vilja heyra eitthvað meira í okkur geta bara hringt í heimasímann okkar sem við virkjuðum í gær : +45 3258 9295 .

Hej, hej
Fríða
Skilaboð

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Rigningardagar og góðar fréttir 

Heil og sæl

Það er búið að vera leiðinda veður hérna seinustu daga, rigning og rok, samt ekki eins mikið rok og rigning og getur verið heima. Það er svo leiðinlegt í þessu veðri, það verður svo mikill raki í lofinu, kaldur raki og síðan er hjólið hans Magga ekki með neinum brettum svo hann verður allur útataður í drullu. Hann finnst hann vera svo mikill töffari með engin bretti ?????? ;)

En í gengum grámyglulega raunveruleikann skín ljós í myrkri. Við fengum niðurstöðurnar okkar úr TOEFL prófinu í gær. Ég hélt að hjarta myndi hoppa upp úr mér ég var svo stessuð að opna umslagið en bæði ég og Maggi stóðum okkur bara með prýði og náum mjög góðum einkunum. Við héldum upp á það með því að kaupa lengdu útgáfuna af Lord of the Rings, Two Tower og elduðum góðan mat og horfum á myndina í allt gærkveldi. Síðan í morgun skiluðum við niðurstöðunum á skrifstofuna og þá eru loksins allir papírar í lagi til að við getum haldið áfram með námið.

Annars fáum við líklegast síman okkar annað kvöld en heimasíminn verður +45 3258 9295 . Síðan er bara að krossa fingurnar og vonandi heyrum við frá IDE-möber í dag.

Við heyrumst
Fríða
Skilaboð

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Styttist í prófin!!! 

Prófin nálgast núna óðfluga og maður reynir að berja sig í lærdómsgírinn eins og mögulegt er. Fer í 4 sólahringapróf um helgina þar sem ég fæ case afhent á föstudaginn og þarf að skila því af mér fullkláruðu á þriðjudaginn og þetta er unnið í hópum. Það versta er að þetta gerist sömu helgi og Amma og Afi koma til köben og við eigum útileik við Maribo sem er einhver heljarinnar keyrsla, 2 tímar í rútu þannig að það fer næstum allur laugardagurinn í þá ferð. Getur vel verið að ég sleppi leiknum þar sem þetta er eitt af botnliðunum og við eigum líka bikarleik á þriðjudaginn.

Annars er Fríða búinn að segja frá öllu sem er fréttnæmt þessa stundina í okkar fábrotna lífi sem gengur út að sofa, borða og læra. Eina sem ég get sagt frá er að ég ætla að fara á eftir og kaupa mér Extended version af Lord of the Rings og glápa á hana í kvöld þar sem ég þarf ekki að fara á æfingu. Svo sigruðum við síðustu helga á móti Hvidövre lentum reyndar í helv. basli með þá og vorum undir í hálfleik en tókum okkur svo á og kláruðum leikinn með nokkuð sannfærandi sigri 35-27 minnir mig. Svo fáum við heimasímann í dag en það þýðir ekkert að hringja í okkur fyrr en á föstudaginn þar sem við eigum ekki síma til að tengja við dósina en fáum hann á föstudaginn. nýja númerið okkar er 3258 9295 minnir mig annars læt ég ykkur vita ef ég er að segja tóma tjöru.

Kv.
Maggi
Skilaboð

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Danmörk - Land biðtímans 

Sæl og blessuð

Helgin er nú framundan og alvaran tekur við. Á laugardaginn héldum við upp á afmælið hans Magga með því meðal annars að baka marens snickers köku. Nema hvað að uppskriftin sem Maggi fékk á uppskriftir.is var nú ekkert svo góð. Við bökuðum marensins á föstudagskvöldið en á laugardagsmorguninn var ákveðið ða baka kremið og upp úr 3 tókst það loks eftir 4 tilraun. 12 egg og líter af rjóma og slatti mikið af snickers fór í það. ég var löngu búin að gefast upp en Maggi var nú ekki á því. Þannig að megnið að afmælisdeginum fór í kremið en kakan varð bara ágæt fyrir vikið. Annars þá gaf ég Magga úlpu í afmælisgjöf því það er byrjað að vara frekar kalt úti en ég verð bara að segja það að hún fór honum bara ágætilega svona fúllskeggjuðum. Dressman reborn!!!! Um kvöldið var svo góður matur og kani spilaður fram eftir nóttu. Þetta var nú kannski ekki drauma afmælisdagurinn hans Magga en hann var að spila daginn eftir og ekki mikið sem hægt var að gera. Team Amager unnu leikinn þrátt fyrir að leikurinn hafi verið afar slakur.

En svo er það málið með blessaðan skápinn okkar. Við fengum hann nú á föstudaginn en þá komí ljós að eitt stykkið var skemmt og þetta var ákúrat hluti af rammanum sem snéri fram og því þurftum við að fá því skipt. En eins og gengur og gerist í Danmörku þá var okkur lofað því að við fengum það í dag. En þegar ég hringdi í hádeginu að spyrjast fyrir um það þá var okkur sagt að þeir höfuð aldrei sagt þriðjudag (sem er bull) heldur í lok vikunnar, þ.e.a.s. á fimmtudag, föstudag sem yrði þá 3 vikum eftir að við höfðum pantað það. Ég er orðin svo þreytt á þessu. Svefnherbergið er í rústi á meðan, fatastaflar um öll gólf og þeir hjá ID-möbler hafa ekki staðið við eitt loforð. Eitt er víst, loksins þegar við fáum skápinn þá munum við ekki eiga aftur viðskipti við þetta fyrirtæki en ég sé bara svo eftir því að hafa átt viðskipti við það upprunalega. Þau hafa ekki gert annað en að gefa okkur upp rangar dagsetningar og ekki beðið afsökunar á seinkunn einu sinni. En svona er þetta bara víst í Danmörku. það tekur allt sinn tíma. Nema með TDC þeir hafa staðið við sitt og við fáum virkan heimasíma á morgun. Vísu fáum við ekki síman fyrr en Kata og Maggi, amma og afi Magga, koma út en þá munum við gefa upp nýja númerið okkar. (Mann það ekki sem stendur)

Jæja nóg með tuðið. Ég er núna að vinna í umsókn um námsstyrk frá Soroptimist félaginu en það er heil mikinn vinna eins og með alla styrki. Best því að halda áfram

Kv
Fríða
Skilaboð

föstudagur, nóvember 14, 2003

Skápur og Sími 

Jæja ætli maður verði ekki að skrifa eitthvað búinn að vera frekar latur við þetta undanfarið.

Í dag fáum við loksins skápinn okkar sem við keyptum fyrir 1 og 1/2 viku síðan mikið svakalega tekur allt langan tíma hér í Danmörku. Þeir ætla að senda hann heim til okkar milli klukkan 10 - 13 þannig að Fríða bíður spennt heima eftir honum á meðan ég sit hér í skólanum að klára smá verkefni. Einnig sóttum um símalínu í gær og það er óhætt að segja að hún sé ekki gefins. Stofnkostnaðurinn er 900 danskar þ.e. númer og tengigjald úff ég svitnaði bara 11.000 ISK fyrir síma. Þetta er samt líka frekar fyndið því að við ætlum að sækja um að gerast notendur hjá Tele2 þar sem að þeir eru langódýrastir þessa stundina í Danmörku og ef maður pantar hjá þeim fyrir 15.des fær maður ADSL tenginguna heim frítt og 512 kb tengingu á sama verði og 256 kb tenging kostar. En brandarinn er sá að þeir taka ekki inn símalínur heldur þurfti ég fyrst að sækja um línu og gerast því áskrifandi hjá Tele Danmark og fá númer áður en ég get skipt yfir til Tele2 vá hvað margt er nú skrítið í henni Danmörku. Ég man ekki alveg nýja númerið en það verður tengt 19.nóv heim til okkar.

Svo var nú leikur síðustu helgi á móti Værlöse sem við unnum 23-20, við vorum reyndar með þennan leik í nokkuð öruggum höndum eitthvað 7 mörkum yfir þegar dómararnir brugðu á það ráð að reka 2 menn útaf hjá okkur á 10 sek millibili þegar um 3 mín voru eftir af leiknum. Reynsluleisi fór þá að segja til sín hjá okkar mönnum og klúðruðum við boltanum hvað eftir annað á móti maður á mann vörn og náðu þeir að minnka muninn niðrí 22-20. En 3 varinn skot hjá kallinum síðustu mínútu leiksins og eitt mark að auki frá Kára tryggði okkar sanngjarnan sigur á þeim. Svo er nú leikur gegn einu af slakari liðunum um helgina Hvidövre en það er nú reyndar þannig í þessari deild að ekkert lið má vanmeta annað því að oft eru slakari liðin að stela stigum af þeim betri.

Svo kom hún Dagný systir mín í heimsókn í gær með vinkonu sinni og verða þær hjá mér og Fríðu fram á mánudag. Mér skillst að þessi ferð þeirra eigi aðallega að snúast um búðarráp og verslunarferðir en kannski að ég og Fríða plötum þær til að vera smá menningalegri á morgun en þá á ég einmitt Afmæli já trúið þið því kallinn verður 24 ára á morgun en það er nú bara 7 árum eldri heldur en mamma var þegar hún eignaðist mig. Úff hvað maður er orðinn gamall og ennþá bara að dúllast í einhverju námi og njóta lífsins áhyggjulaus. En allavega þá ætlar Fríða að elda einhverja stórkostlega máltíð handa mér og baka handa mér köku á morgun af tilefni dagsins.

Svo koma amma og afi út á fimmtudaginn í næstu viku sem eru alveg frábærar fréttir, reyndar er ég svo heppinn að vera í 4 daga hópverkefni sem gildir 50 % af lokaeinkun í einu faginu akkurat þessa helgi en vonandi náum við eitthvað að samræma þetta svo ég geti eitt einhverjum smá tíma með þeim.

Jæja þetta er meira en nóg í bili bið að heilsa öllum.

Maggi
Skilaboð

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

I am back 

Hæ, hæ

Jæja ég skilaði inn ritgerð inni sem ég var að hamast við að skrifa í seinustu viku á mánudaginn og ég hélt fyrirlestur um annað verkefni í gær svo nú get ég loksins farið að einbeita mér að einhverju öðru eins og að skrifa á bloggið.

Ég og Magga líður mjög vel í nýju íbúðinni okkar þrátt fyrir að Maggi sé að farast yfir öllum 30 sjónvarpsstöðvunum. Ég hélt að þetta myndi hafa mikill áhrif á mig, miklum sjónvarpssjúklingi, en ég get bara ekki einbeitt mér að horfa á allar þessar stöðvar...... sérstaklega þegar einhver við hliðina á mér er að reyna að horfa á fimm stöðvar í einu ;). Við erum annars enn að koma okkur fyrir en við Maggi ætlum einmitt á eftir í ID-möbler og athuga hvort skápurinn sem við pöntuðum fyrir viku síðan sé ekki að koma. Það er nefnilega svo erfitt að koma sér almennilega fyrir þegar fötinn eru út um allt. Það gæti jafnvel verið að við myndum kaupa okkur sófaborð í leiðinni þrátt fyrir að pappakassinn gegnir því hlutverki núna vel. Annars keyptum við í seinustu viku mjög fína kommúðu. Við Maggi fengum áfall þegar við ætluðum að kaupa okkur rimlagardíur í gær og bökkuðum fljótt aftur út úr Rúmfatalagerinum..... Ekki neitt smá dýrar þessar gardínur. Við erum nú með frekar stóra glugga en ætlum að leita annarra leiða í þessum málum... Annars erum við Maggi orðinn algjörir iðnaðarmenn. Ég skipti á minni fyrstu rafmagnskló um daginn, bannaði að vísu Magga að hjálpa mér en hann stóðst samt ekki mátið... ekki að ég þurfti á hjálp að halda ;). Við náðum að laga óhljóðið í mótorinum í ískápnum okkar en hann hallaði víst eins niður á við. Náðum að tengja þvottavélina okkar og Maggi er jafnvel búinn að vera að fikta í rafmagninu en það er ansi skrítið rafmagnskerfi í íbúinni okkar.

Fyrsta jólasnjórinn féll á laugardaginn, þ.e.a.s. að Jóla-Tuborg bjórinn kom í verslanir. Að því tilefni var búið að segja okkur að hann yrði keyrður um bæinn með dálítilli viðhöfn og jólasveinninn yrði með í fylgd. Við sáum fyrir okkur eitthvað í líkindu við Coca-cola lestina sem myndi fara um bæinn. Þannig að við drifum okkur niður í bæ að kíkja á þetta en það var búið að auglýsa þetta nokkuð vel. Síðan biðum við á Strikinu en það kom í ljós að þetta var bara aumur vörubíll með nokkru fólki sem var blindfullt að fíflast eitthvað, frekar sorglegt. En fyndast við þetta er að það var nokkuð að fólki sem var mætt að fylgast með "bílalestinni" og voru þetta allt saman Íslendingar, eða satt að segja MS-ingar. Við Íslendingar erum svo miklir smáborgarar í okkur. En við Maggi fórum því bara eins og gamla fólkið niður að Nyhavn og fengum okkur einn Jóla-öllara. Mjög góður verð ég bara að segja. Síðan fór ég heim en Maggi í handbolta-jólapartí.

Systir hans Magga og vinkona hennar koma síðan í heimsókn til okkar í dag og gista fram á mánudag. Ætli við Maggi tökum ekki smá túristarpakka með þeim en ég hef ekki enn séð dýragarðinn. Maggi á svo afmæli á laugardaginn en ég ætla í því tilefni að elda góðan mat. Það verður að vísu ekki mikið annað gert þar sem afmælisbarnið er að keppa daginn eftir. En þetta er víst ekki eina heimsóknin sem við eigum von á því þar næstu helgi koma Kata og Maggi, amma og afi Magga míns, til Kaupmannahafnar. Þau fengu barasta senda flugmiða í pósti frá frænku hans Magga í þakkargjöf fyrir að hafa leyft þeim að gista í Ljárskógunum. Ekkert smávegis næs af þeim. En Maggi og Kata gista hjá þeim í Holte en það tekur okkur um klst. að fara þanngað. Að vísu hitti það svo illa á að Maggi minn er ákúrat í heimaprófi þá helgi en hann verður bara að vera búinn að læra vel á undan fyrir það. Það verður mjög gaman að fá þau í heimsókn.

Jæja ég ætla að fara að hætta núna. Ætla að reyna að panta nettenginguna og heimasímann í gegnum netið en vegna þess að við ætlum ekki að tengjast TeleDanmark þá tekur það okkur um 6 vikur að fá bæði.
Chao
Fríða

Skilaboð

föstudagur, nóvember 07, 2003

Tuborg dagurinn!!! 

Já í dag er stór dagur í Danmörku en þá kemur Tuborg Julebryg í verslanir og hefst sala á honum kl 21:00 í kvöld. Mér skilst að á þessum merka degi hittast vinir og kunningjar á öldurhúsum bæjarins um allt land og sötri nýja jólabjórinn. Strákarnir í boltanum ætla einmitt að hittast á barnum í keppnishöllinni okkar og spurning hvort maður hitti þá eða fari bara niðrí bæ. En ég ætla samt að hita upp með því að skella mér á Matrix Revolution búinn að panta miða á besta stað í salnum en hér er alltaf selt í númeruð sæti sem mér finnst snilld. Maður pantar bara á netinu og velur sér stað í salnum þá getur maður líka alltaf séð hvað er laust fyrir þá sýningu. Svo pantar maður og velur sér sæti mætir svo hálftíma fyrir mynd sækir miðann sinn og aldrei neinn troðningur inní salina...... algjör snilld.

Á miðvikudaginn sigraði svo Fram ÍRinga í hörkuleik í bikarnum og heldur fram því ennþá nafnbótinni að vera eitt besta bikarlið landsins. Ég veit reyndar ekki alveg hvaða samning Gaui gerði við RÚV en ég held að þeir hafi sýnt flest mörkin sem hann skoraði í Handboltakvöldinu en fallegt sirkusmarkið samt sem áður. Mér finnst það þó frekar merkilegt að maður gæti haldið að Fram hefði lagt Víking B að velli miðað við þá gríðarlegu umfjöllun á netinu um þennan sigur. Á Fram enga stuðningsmenn sem gæti mögulega nennt að skrifa um svona glæsilega sigra á netið.

Ég og Fríða erum svo að verða búin að koma okkur nokkuð vel fyrir í nýju íbúðinni og erum við búin að kaupa okkur fataskáp og kommóðu.... fær reyndar ekki fataskápinn afhentan fyrr en í næstu viku þannig að við búum ennþá í ferðatöskunum okkar en það verður gott þegar við fáum hann. Svo erum við að fara á eftir og breyta heimilisfanginu okkar hjá þjóðskránni hérna úti og athuga hvaða möguleikar eru fyrir hendi í internetmálum. En stefnan okkar er að fá netið heim og ætti það vonandi að gerast í næstu viku þá hefur maður kannski aðeins meiri tíma í að blogga á kvöldin eða eitthvað í staðinn fyrir að vera alltaf að glápa á allar þessar stöðvar. Vá og talandi um stöðvar okkur vantar ekkert smá mikið 2 sjónvörp.... í gær t.d. þá var verið að sýna leiki úr U.E.F.A cup í fótboltanum og á sama tíma var verið að sýna DIE-Hard á annarri, Speed 2, The Avengers engar topp myndir en fínar, svo var verið að sýna Will & Grace, Dawson Creek og Sex and the City þannig að ég og Fríða þurfum eiginlega að slást um fjarstýringuna.... þetta er náttúrulega bara rugl.

Jæja læt heyra í mér aftur seinna það er nú naumast hvað hún Fríða er annars búin að vera löt í Blogga.

Kveðja

Maggi

Skilaboð

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Leti!!! 

Jú það er óhætt að segja að maður hafi verið latur við að blogga í síðustu viku og er sökin á því sú að mikið var að gera í skólanum auk þess sem að ég og Fríða þurftum að pakka niður búslóðinni okkar aftur og svo var auðvitað handboltinn. En jú það er búið loksins erum ég og Fríða flutt í okkar eigin íbúð og er þetta því í fyrsta skiptið sem við búum 2 saman. Íbúðin er staðsett á Österdalsgade 14 sem er rétt hjá hinni íbúðinni þannig að það tók ekki langan tíma að flytja með öllum þessum mannskap sem kom og aðstoðaði okkur við flutningin. Þettir er mjög huggulega íbúð og eigum við eftir að gera hana huggulegri þegar við verðum búin að kaupa okkur stofuborð, fataskáp og kannski svefnsófa en þessir hlutir eru óskalistanum þessa stundina auk þess sem við eigum enn eftir að fá okkur eldhússtóla. Svo eru hvorki meira né minna en 30 sjónvarpsstöðvar úfff.... það var erfitt að setja þær allar inn.
Við spiluðum svo leik um helgina á móti Holte sem voru taplausir fyrir þessa umferð og gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá með 11 mörkum 30-19 og er þetta vonandi að skríða saman hjá okkur eftir erfiða byrjun. Kári spilaði sinn fyrsta leik en hvíldi nánast allan leikinn þar sem hann er ekki alveg orðinn góður. Kallinn var svo valinn maður leiksins annan leikin í röð og fékk að launum pakka frá liðinu sem innihélt litla WV bjöllu. En eftir næsta sigurleik á ég að velja mann leiksins og gefa honum pakka og ef ég gleymi því verð ég að splæsa kassa á liðið þannig að pressan er gífurleg.
Í gær tók geðsjúki markmannsþjálfarinn okkar uppá því að láta markmennina taka eina erfiðustu æfingu sem ég hef tekið og auðvitað var það daginn eftir mikla flutningahelgi og svo heilan leik en þessi gaur er bara sjúkur og nýtur þess að pynta okkur. Við endum t.d. allar æfingar á því að taka stutta spretti í 4-5 mínútur án pásu og gerði mér það að leik að telja sprettina í gær og hljóp ég 50 spretti án pásu þetta er náttúrulega bara rugl.

Jæja skrifa meira seinna.

Kveðja.
Maggi
Skilaboð

mánudagur, nóvember 03, 2003

Flutning lokid 

HÆhæ. Vid erum buin ad vera hrikalega slopp i tvi ad blogga i tessari viku en tad hefur mikid gengid a. Vid erum buin ad flytja en tad tok nokkra daga ad pakka. Flutningurinn gekk vel med godra vina hjalp en okkur lidur mjog vel a nyja stadnum. Svandis, Eva Maria komu i heimsokn um helgina en tilefnid var heimsokn Gunnu til Koben. Sidan var handboltaleikur i gær og Maggi stod sig med mjog vel og var valin madur leiksins.

Eg skrifa nanar um allt a morgun en er nuna bara a internetkaffi. Nyja heimilisfangid er Østerdalsgade 14, st. h. 2300 København S.

Heil og sæl

Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?