<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðileg Jól!!!!! 

Ég vil bara minna fólk á að ég og Fríða erum komin á skerið og erum með gömlu farsímanúmerin okkar þ.e. 821-8826 (Maggi) og 821-8825 (Fríða). Svo vil ég bara óska öllum gleðilegra jóla, ljóss og friðar.



Skilaboð

mánudagur, desember 15, 2003

Saddam Handsamður!!! 

Jæja hvað haldið þið þeir fundu bara kallinn á lífi og gaf hann sig fram án ofbeldis eða mótspyrnui sem ég held að sé þvert á þá ímynd sem hann hefur gert af sjálfum sér sem frelsara þjóðarinnar og mundi fórna lífi sínu frekar en að verða fangaður af óvininum. Ég held að það hefði nú verið betra fyrir gaurinn að skjóta sig fyrir löngu síðan og láta Bandaríkjamenn halda að hann væri ennþá á lífi. En þarna var hann fúlskeggjaður illa útlítandi liggjandi í einhverri holu sem rétt rúmaði einn mann. Manni finnst nú soldið ótrúlegt að þrátt fyrir að þeir hafi getað fundið einn mann grafinn 2 metra ofan í jörðu í miðri eyðimörkinni að þeir geti ekki fundið heilt vopnabúr af gereyðingarvopnum kannski er staðreyndin sú að þau eru ekki til en það mun tíminn einn leiða í ljós, eða þá Saddam.

Það er samt eitt sem ég hef oft verið að velta fyrir mér það er þegar menn standa í fólksmergð með vélbyssur og skjóta uppí loftið eins og í gær þegar þeir voru að fagna handtöku vesalingsins. Einhversstaðar hljóta þessar kúlur að lenda er það ekki? Er það ekki lífshættulegt að fá byssukúlu sem hrapar úr segjum 500 m hæð beint í hausinn á sér það hlýtur að vera brjálaður endahraði á þessum kúlum. Ætli það sé einhver x fjöldi fólks sem deyr á ári við það að byssukúla hrapi af himnum ofan og lendir í hausnum á þeim. Ef einhver finnur svarið þá má hann láta mig vita.... ég ætti kannski að senda fyrirspurn til vísindavefjarins, þeir ættu að vita svarið.

Miðasala á Bröndby - Barcelona hófst klukkan 10 í morgun og þegar ég kom úr prófinu og niðrí skóla klukkan 2 þá var uppselt á leikinn hvað er að þessum Dönum leikurinn er ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári.... ég er samt mest fúll því að ég var að pæla í að kaupa miða á þennan leik enda ekki á hverjum degi sem maður fær að fara á leik með Barcelona. Kannski get ég bara keypt mér miða á Nou Camp ég trúi því ekki að það verði uppselt á hann. Svo eru Metallica með tónleika 26. maí í parken og hvet ég alla sem hafa áhuga á að fara á þá með mér að fara inná www.billetmaskinen.dk og fjárfesta í miðum ég get bara lofað ykkur því að ég verð þar í góðu stuði er þetta ekki annars góð hugmynd að brúðkaupsgjöf handa Gaua og Dröfn, miðar á Metallica með flugi til Köpen og gistingu á Österdalsgade 14 í svefnsófanum sem við verðum vonandi búin að kaupa þá. Annars óska ég eftir viðbrögðum fólks sem fyrst.

Annars er voða lítið að frétta af okkur Danmerkuförum bara próftörn á fullu. Fríða keypti nokkrar jólagjafir í dag og ég er að reyna að láta mér detta í hug hvað ég eigi að kaupa handa henni en hugmyndir eru þegnar á e-mailið mitt en ekki á Bloggið. Annars hugsa ég að ég reddi þessu eins og vanalega fæ innblásturinn á Þorlák og sprett í kringuna bara svona rétt til að fá smá snefill af íslenska jólastressinu. Það eru nú ekki nema 8 dagar í heimkomu Danmerkurfaranna þannig að það er eins gott að þú sért byrjaður að kæla bjórinn Gaui minn

Jæja farinn heim að fá mér Julebrygg bið að heilsa ykkur í bili.

P.s. Til hamingju með afmælið pabbi og Þórey en þau áttu einmitt afmæli 13. des síðastliðinn.
Skilaboð

föstudagur, desember 12, 2003

Jolin nalgast 

Sæll og blessud oll somul.
Eg get nu varla afsakad mig hvad eg er buin ad vera leleg ad blogga en hef varla haft tima til ad fara a netid ut af proflestri. En hvad okkur Magga er nu byrjud ad hlakka til jolanna og heimkomunnar. Maggi var einmitt af tala um hvad hann vildi fa hangikjot, flatkoku og jolaol. Eg er aftur a moti farin ad hlakka til matsins hennar mommu..... og tad ad turfa ekki af elda sjalf ;). Tad er nu ekkert mikid ad fretta. Vid erum heima flest oll kvoldin og lifum mjog fabrotnu lifi. Maggi akvad samt a midvikudagskvoldid ad bjoda mer a stefna mot og baud mer i MacDonnald og bio. Mer fannst tad sætt. Vid forum a myndina Underworld, sem er svona sæmileg vampirumynd.

Maggi spilar sidan seinsta leikinn fyrir jol a laugardaginn. Teir verda nu ad fara ad vinna ef teir ætla ser ad vinna deildina. Annars fer eg i seinasta profid mitt eftir viku en ta verdur tekin marathon jolainnkaup. Byst vid ad eg verdi nu ein i tvi tar sem Maggi fer i prof a manudaginn eftir tad. Annars er eg buin ad fa einkunn i einu faginu og mer gekk ljomandi vel en eg vona bara ad tad se visir hvernig tetta mun vera i framhaldinu. En tar sem vid hofum ekki islenska Maltid og Egils appelsin ta ætlum vid i Fotex nuna ad kaup danska jolabjorinn a tilbodi. Vid keyptum lika ribbins steik um daginn svo kannski um helgina munum vid hafa svona typiskan danskan jolamat.

Annars hef eg eitt sem eg verd ad letta af hjarta minu. Eg er ordin algjor ROBBY WILLIAMS fan eftir ad hafa buid her. Hann er a ollum utvarpsstodvunum svo eg se minnst a alla tonleikana sem eru syndir i sjonvarpinu. Annars er eg samt buin ad komast ad teirri nidurstodu ad Maggi se sætari en hann svo eg er ad reyna ad vinna ad tvi ad hann verdi Kalladur MAGGY ERLENAMS tratt fyrir lelegar undirtektir. Hvad finnst ykkur?????

Jæja nog med bullid. Vid erum farin ad sakna ykkar allra og hlokkum til ad sja ykkur um jolin.

Kvedja og kvol fra Drottningarveldi
Frida
Skilaboð

miðvikudagur, desember 10, 2003

Stutt og laggott. 

Nú er kominn rúm vika síðan ég bloggaði síðast þannig að ætli það sé ekki best að reyna að hripa eitthvað smá niður. Ég er búinn með tvö próf og ég á tvö eftir og það eru aðeins 13 dagar þangað til ég kem heim. Spiluðum leik um síðustu helgi og töpuðum á algjörum dómaraskandal þar sem við fengum 8 eða 9 brottvísanir í seinni hálfleik á móti einni hjá hinum. Ég var ekkert sérstakur og var orðinn frekar þreyttur eftir próflestur vikunnar. Fríða var líka í prófi síðasta mánudag og er núna á fullu að vinna í stóru skilaverkefni og fer svo aftur í próf 19. des. Um helgina er svo annar Julefrokost með liðinu en ég ætla að sleppa honum enda er ekkert gaman að borga 250 kr fyrir hlaðborð og frítt áfengi og geta svo ekki fengið sér neitt.

Jæja ætli það sé ekki best að sökkva sér aftur í International Parities Conditions svo maður geti einhverntímann orðið ríkur á gjaldeyrisbraski.

Kærar kveðjur úr Danaveldi.
Maggi
Skilaboð

mánudagur, desember 01, 2003

Fyrsta prófið!!!! 

Góðan og blessaðan daginn.

Þá er maður búinn með fyrsta prófið og bara 3 eftir. Þetta gekk svona lala og var brjáluð tímapressa allan tímann heyrði ég í fólki eftir á að margir hefðu ekki náð að klára það og var ég nú svona á mörkunum get ekki sagt að ég hafi svarað síðustu 2 spurningunum vel. En það er alltaf gaman þegar maður er búinn og ætli maður taki því ekki rólega í dag og dembi mér svo í lesturinn á morgun enda vika í næsta próf.

Um helgina spiluðum við á móti Team Vestlolland og unnum 23-20, ég átti fínan leik, spilaði fyrri-hálfleik vel en gat síðan ekkert í upphafi seinni hálfleiks. Það var ekki fyrr en að bombað var svo fast í hausinn á mér að ég hálf vankaðist í smá stund að ég fór að geta eitthvað en ég fékk á mig 1 mark síðustu 10 mínúturnar í leiknum. Reyndar er ennþá aumur í nefinu og með smá mar eftir þetta skot, ég man bara ekki eftir því að hafa fengið svona rokna slummu í hausinn áður. Um kvöldið var svo haldið uppá sigurinn og var Julefrokost hjá okkur strákunum. Maður var bara rólegur og hélt sig í ölinu en margir voru orðnir ansi skrautlegir eftir tugi snapsa sama kvöld, djöfulli sem þessir Danir geta drukkið. Reyndar fór þetta misjafnt í menn og endaði einn á klósettinu þar sem hann hafði losað sig við slatta af matnum yfir sjálfan sig en var ekki dauður sat bara þarna.... frekar huggulegt "minnti mig óþægilega mikið á atvik í Þýskalandi hérna forðum daga". En ég semsagt var bara frekar rólegur enda lærdómur framundan á sunnudeginum og fór heim kl 1 þannig að ég á eftir að heyra frekari sögur af mönnum og skal ég byrta þær ef eitthvað krassandi gerðist.

Annars vil ég bara minna menn á að það eru 22 dagar þangað til ég kem heim þannig að það styttist í að menn geti fengið að skála með Danska stráknum.

Bless í bili.
Maggi
Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?