<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Pökkun búin...  

Hæ Hæ

Jæja ostborgaranir byrjaðir að sjattna og pökkun nærri búin. Ég var reyndar að lesa seinustu blogg hjá honum Magga mínum og tel ég hann draga fram aðeins dökka mynd af ástandinu. En staðreyndin er sú að á morgun flytjum við aftur á Amagerbrogade þar sem við bjuggum áður en vondandi bara í nokkra daga eða þar til við erum búin að finna aðra íbúð. Reyndar fer allt dótið okkar í geymslu á meðan sem er fyrir bestu enda fáir sem nenna að bera það enn einu sinni upp þrjár hæðir. Annars eigum við von á svari á mánudaginn um íbúð sem liðið hefur verið að skoða svo vonandi fer bráðlega að leysast úr málunum. Á meðan verðum við bara undir miskunn Hörpu og Árna og vil ég þakka þeim kærlega að taka móti okkur :)

Síðan byrjar skólinn hjá mér á mánudaginn en ég reikna með að önninn verður frekar strembinn eftir að hafa skoðað allt lesefnið fyrir hana. Ég hlakka þó til þar sem ég hef ekki gert mikið í þessum mánuði annað en að pakka, sofa og horfa á sjónvarpið svo námið hjómar frekar freistandi. Reyndar á ég eftir að sakna netsins en ég veit ekki hvenær við fáum það aftur heim en ég reyna að vera dugleg að skrifa niðri í skóla í staðinn. Þó að jafnaði er nú ekki mikið að gerast hjá okkur ;). Reyndar á ég líka eftir að sakan TV ZULU en kannski verður það í nýju íbúðinni!!!!!

Jæja orðin voða bibbinn og ætla að skríða upp í rúmið mitt enda gætu verið smá tími áður en ég sef aftur í því

Bless dúllurnar mínar
Fríða

Skilaboð

Allt á fullu!!! 

Jæja nú erum við á fullu að pakka dótinu okkar ofan í kassa og erum núna að klára að tæma fataskápinn áður en ég fer í það að taka hann í sundur en vegna þrengsla í íbúðinni okkar er ekki séns að koma honum út í heilu lagi.... sama má segja um skrifborðið, sjónvarpsskápinn og sófann en ég þarf að rífa þetta allt í sundur í dag og í fyrramálið áður en við flytjum.

Einnig vil ég minna ættingja og vini sem vilja votta okkur samúð sína og hughreysta okkur í þessum erfiðu flutningum eða bara heyra í okkur hljóðið að við verðum ekki með heimasíma fyrr en við flytjum í endanlega íbúðina okkar (sem við vitum ekki ennþá hver eða hvar hún verður) getið þið hringt í okkur í dag og í kvöld í númerið okkar en þeir sem muna það ekki er það 0045 3258 9295 og kostar ekki nema 21 kr mín á kvöldin að hringja hingað úr heimasíma á Íslandi þannig að endilega látið í ykkur heyra.

Svo skrifum við kannski inn fréttir af því hvernig pökkunin gengur.

Skilaboð

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Enn ekkert að frétta!!! 

Ekki hefur ennþá farið mikið fyrir fréttum af íbúðarmálum hjá mér og Fríðu en það er einfaldlega út af það er nákvæmlega ekkert að frétta. Eina sem er sagt við okkur þessa dagana er að þessi mál eru í vinnslu en á meðan styttist í það að við þurfum að flytja héðan. Ég veit ekki hvernig þetta fer allt saman en vonandi leysist bara úr þessu sem allra fyrst svo við getum farið aftur í það að koma okkar fyrir í nýrri og vonandi góðri íbúð.

Ég nenni ekki að skrifa um landsliðið okkar vesalings strákana sem voru búnir að gera sér svo miklar væntingar á mótinu en svona er þetta stundum í íþróttaheiminum, á síðasta HM komust t.d. Danir ekki uppúr riðlinum sínum en eru að blómstra núna búnir að rúlla upp Rússum og Svíum (sem mega muna sinn fífil fegurri) og er mjög gaman að horfa á þá spila þessa stundina.... samt ætla ég nú ekki að halda með þeim heldur ætla ég að halda með Frökkum eða Króötum eftir því hverjir komast í undanúrslit. Svo er leikur hjá okkur um helgina sem verður hreinlega að vinnast og er eins gott að við leikmennirnir í liðinu hisjum uppá okkur brækurnar og förum að spila handbolta.

Hilsen.
Skilaboð

sunnudagur, janúar 25, 2004

Róleg helgi 

Hæhæhæ

Allt ágætt að frétta fyrir héðan að utan fyrir utan hin alræmda flutning en við og liðið (vonandi) fer á fullt að reyna að redda íbúð fyrir föstudag en þá verðum við að vera flutt út. Ég tók mig á í kvöld og fór í gegnum allar leigumiðlanirnar á netinu og færði inn í excel skjal þær íbúðir sem okkur leist ágætilega á, flokkaði þær eftir ýmsum skilyrði og færði inn niðurstöður og litaði þær miðað við hin niðurstöður (þeir sem hafa unnið eitthvað með mér vita hvað ég er að tala um, híhí).

Helgin hjá okkur var mjög róleg. Á föstudagsmorgun minnti Maggi mig á að fyrsti í Þorra væri þá og þar sem ég vonast eftir að dekrað verði við mig á konudaginn varð ég að gera eitthvað í tilefni dagsins. Því voru bakaðar vöflur að ósk karlsins og ég eldaði fína máltíð um kvöldið. Reyndar eyddi ég það sem eftir var að matarpeningi mánaðarins í þessa máltíð þannig að við lifum á afgöngum þar til við flytjum enda best að tæma ískápinn áður. Síðan spiluðum við PlayStation fram eftir nóttu svo ég held að ég hafi gert skyldu mína ;).

Á laugardaginn var svo leikur hjá Magga á móti Ajax, liði sem er neðst í deildinni. Maggi spilaði ágætilega en því miður spiluðu danirnir í liðinu frekar illa og því endaði leikurinn með tapi. Þetta var mjög slæmt því möguleikarnir að liðið komist upp um deild minnkuðu verulega við stigamissinn. Þar sem kallinn var ekki ánægður eftir leikinn stakk ég upp á PlayStation til að hressa hann upp en við komumst á lokaborðið kl. 5 um morgunni. Reyndar er þetta uppáhaldisleikurinn minn svo ég var ekki að mótmæla.

Því hefur dagurinn í dag verið nokkuð rólegur. Reyndar vöknuðum við um hádegisbilið við að Hack, leigusalinn alræmdi, kom að biðjast okkur afsökurnar á aðstæðunni sem upp er komin en í raun var hann ekkert að biðjast afsökurnar heldur að minna okkur á að við þurfum að vera farin út fyrir föstudagskvöldið og þetta væri ekki hans vandamál. Ég hefði getað sparkað hann í afturendan á leiðinni út en í staðinn brosti ég út fyrir eyru og sagði að þetta væri allt í lagi. Þetta var í rauninni bara heimsókn til að friða hans samvisku sem ég hafði litla löngun til að gera en lét það þó eftir honum. Vonandi ber morgundagurinn góðar fréttir en ég er staðráðin í því að finna íbúð á næstu dögum :).

Jæja best að fara að taka sig til fyrir svefninn.
Hafið þið það sem best dúllurnar mínar
Kv
Fríða

P.s. Hérna er linkur sem vísar á frétt á heimasíðu Amager þar sem meðal annars er talað um frammistöðu Magga í leiknum
Skilaboð

föstudagur, janúar 23, 2004

Til hamingju með daginn strákar!!! 

Já þá er hinn illræmdi þorri hafinn með tilheyrandi veðrabrigðum og súrmatsáti. Það styttist í þorrablót Íslendingafélagsins í Köben og ætlum ég og Fríða á það með fríðu föruneyti fólks sem við höfum verið að smala saman þangað. Reyndar ætlum við að sleppa matnum og mæta bara beint á ballið en það kostar 200kr extra að fara í matinn og getum ég og Fríða farið nokkuð fínt út að borða á Jensen's buffhouse fyrir þann pening sem við ætlum okkur jú að gera. Verður þetta vonandi hin besta skemmtun svo framarlega sem við verðum ekki búandi á götum borgarinnar á sama tíma.

Það er ekkert nýtt að frétta af húsnæðismálum og erum ég og Fríða að hugsa um að fara að taka þátt í leitinni alræmdu að nýrri íbúð þar sem í dag er vika þangað til við eigum að flytja út en það er ekkert svo erfitt að redda sér húsnæði ef maður er tilbúinn að borga yfir 5000 DKK á mánuði fyrir 50-60 fm íbúð. En þegar maður er farinn að borga þessa upphæð í leigu má segja að það borgi sig nánast bara að kaupa sér íbúð þar sem að meðalafborgun af íbúðum í þessum stærðarflokki er 6-7000 kr svo fær maður náttúrulega vaxtabætur og svoleiðis ofan á það. Erfiðasti parturinn er reyndar að dekka útborgunina sem getur verið á bilinu 60-100.000 DKK sem er frá 750.000-1.200.000 en það er samt mun auðveldara að kaupa sér íbúð hér heldur en heima á Íslandi. Og svo þegar maður flytur heim selur maður bara íbúðina sem á örugglega eftir að hækka í verði ennþá meira á þessum tíma sem við búum hérna sérstaklega út á Amager með tilkomu Metro kerfisins en nú þegar hefur fasteignaverð á Amager hækkað um einhver ósköp á 2 árum.

Í gær glápti ég svo á handbolta þar sem annarsvegar voru Danmörk og Portúgal að keppa og svo Svíþjóð og Úkraína þar sem Danir voru með sinn leik í öruggum höndum allan leikinn en Svíar í vandræðum framan af og kláruðu þetta bara á reynslunni þegar svona 10 mín voru eftir af leiknum. Reyndar var ég líka að hlusta á beina lýsingu á rás 2 á sama tíma í gegnum netið og heyrðist mér að þetta hefði verið óttalegt klúður hjá okkar mönnum hvert dauðafærið farið í súgin á fætur öðru og það kom líka í ljós að það vantar smá breidd í liðið, kannski ekki varnarlega en sóknarlega þegar lykilmenn eru að klikka, þegar maður sér landslið eins og það Danska þar sem allir 16 leikmennirnir í því liði gætu verið byrjunarmenn í nánast hvaða landsliði sem er. Það er það sem maður kallar breidd bara 2 topp menn í hverri stöðu ekki einhverjir sem geta bara spilað vörn eða bara spilað sókn heldur báðar stöður.

Jæja nenni ekki að röfla meira í bili.
Skilaboð

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Áfram Ísland 

Góða kvöldið allir saman

Við Maggi sitjum hér í makindum og hlustum á Ísland-Slóvenía. Ansi spennandi leikur þó við séum ekki með mynd af leiknum. Það er mjög lítið af frétta, eyddum deginum að skoða húsnæði á netinu en ekkert að frétta af þeim. Annars heyrist mér núna íslenska liðið vera að skít tapa þessum leik. KOMA NÚ STRÁKAR!!!!!! JÆJA hef ekkert meira að segja nema myndasíða ætti að koma upp á morgun eða hinn.

Kv. Fríða
Skilaboð

miðvikudagur, janúar 21, 2004

O my god!!!!!!!!!!! 

Góða kvöldið gott fólk

Áðan fórum við Maggi urðum við vitni af hversu ótrúlega illa fólk getur búið. Í dag fórum við að skoða íbúðina sem Paw var að finna fyrir okkur. Sem kom í ljós að hann var aldrei búin að skoða.

Íbúð þessi var staðsett í húsi sem var eina húsið í götunni sem við gátum ekki ímyndað okkur að fólk byggi þar. Áður fyrr var þar skemmtistaður sem hætti stuttu efir að við komum út. Jæja þegar okkur er tjáð að íbúðin væri í þessu húsi reyndum við að vera bjartsýn. Kannski lítur húsið verr út en íbúðin er, kannski er hún allt í lagi. Þegar við komum að húsinu er okkur fylgt upp gang sem var vægast sagt sjúskaður. Við löbbum upp á aðra hæðina þar sem við komum að strippstað. Þá var maður nú búin að missa alla von. Á næstu hæð löbbuðum við síðan inn á gang sem minnti mann á krakkbæli sem maður sér í bíómyndunum og lyktaði samhliða því. Á þessum gangi var íbúðin okkar ásamt nokkrum fleiri íbúðum. Í fyrsta lagi var hún í mesta lagi svona 30 fermetrar, ekkert ljós í henni og ekkert eldhús heldur var sameiginleg eldhúsaðstað neðar í hinum alræmda gangi. Við vorum fljót að afþakka hana enda sagði Maggi að hann myndi heldur vilja búa á lestarstöðinni en hér. Þetta var svona íbúð sem maður myndi ímynda sér að daginn eftir að maður væri fluttur inn kæmi maður aftur að henni tómri.

Við erum ekki enn búin að jafna okkur en okkur leið alveg skelfilega þegar maður loksins komst þaðan út. Manni líður illa til þess að vita til þess að fólk býr í svona íbúðum. Það var virkilega vond sál í þessu húsi. Enda fórum við í Playstation eftir að við komum heim til að dreifa huganum. Þetta skilur þó eftir stórt vandamál. Engin íbúð og 14 dagar þanngað til að við flytjum út.

Jæja ætla að leggjast í nammið
Kv. Fríða
Skilaboð

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Enn einn sigur!!! 

Jæja við gerðum fínt mót um helgina og sóttum heim Hvidövre og unnum við hann nokkuð örugglega 31-27 reyndar var staðan orðin 30-21 held ég enn þá misstum við tvo útaf og þeir tóku maður á mann vörn og náðu að saxa talsvert á okkur en þetta var nú samt aldrei í neinni hættu enda lítið eftir af leiknum annars er hægt að lesa allt um leikinn hérna. Svo er staðan í deildinni hérna en það er mjótt á munum þarna á toppnum og hefur ekkert lið efni á því að tapa stigi í þessari baráttu.

Svo fáum við að skoða væntanlega íbúð okkar á morgun (eða það vonum við allavega) og þá kemur sannleikurinn í ljós hvort að þetta sé vistleg íbúð eða hreysi við höfum reyndar búið okkur undir það að fá nett áfall en það er svo sem ágætt að gera sér ekki of miklar væntingar. En meira um það á morgun. Svo fáum við svefnsófann okkar á morgun og spurning bara hvar við geymum hann þangað til við flytjum ætli ég verði ekki að finna eitthvað pláss í litlu íbúðinni okkar þangað til við flytjum enda styttist í það maður á ekki einu sinni eftir að geta notið þess að hafa 4 -5 handbolta leiki í sjónvarpinu á hverjum degi næstu 10 dagana. Annars held ég að Danir séu í smá fýlu út í okkur Íslendinga eftir tapið um daginn því að sjónvarpsstöðvarnar sýna ekki einn leik með Íslenska landsliðinu þeir sýna 3-4 leiki á dag og aldrei Ísland ekki alveg nógu sáttur við það en svona er þetta víst.

Bið að heilsa.

Skilaboð

laugardagur, janúar 17, 2004

IDOL partí og annað spjall 

HÆHÆHÆ

Dagurinn í dag er bara búin að vera alveg ágætur þrátt fyrir að uppselt var á leikinn. Ég verð að viðurkenna að ég var dálítið þung í hausnum eftir rauðvínsdrykkju kvöldið áður. Sævar og Ragga kíktu í heimsókn um níu leitið í gær með bjór og rauðvín sem við áttum reynar slatti mikið af í eldhúsinu heima. Þetta var barasta mjög skemmtileg heimsókn. Héldum okkar eigið IDOL partí þar sem fréttist af IDOL partíum víðsvegar heima á klakanum í gær. Við tengdum tölvuna við græjurnar og horfðum á lögin af netinu og biðum eftir að úrslitin yrðu tilkynnt á MBL.is. Ég verð að segja að ég var nokkuð sátt við úrslitin í gær þrátt fyrir að mitt atkvæði var hjá Jóni. Fór yfir lögin hans Kalla á netinu í morgun og sá að hann átti fyllilega sigurinn skilið. Sævar og Ragga fóru um tvö leitið tveimur rauðvínsflöskum (sem ég átti stóran hlut í) og mörgum bjórum seinna. Ragga sendi mér einnig tölvupóst um Þorrablót Íslendingarfélagsins en við vorum að hugsa um að fara. Endilega hafið samband íslendingarnir hérna úti ef þið hafið áhuga að koma því fleiri sem fara saman því skemmtilegra. Það verður haldið laugardaginn 7. feb.

Áðan fórum við svo í heimsókn til Árna og Hörpu að skila loksins diskunum sem við fengum lánaða fyrir viku síðan. Skamm, skamm á okkur....... :). En Binni og Ásta mættu einnig með bakkelsi og endaði með að við horfðum öll á Danmörk-Svíðþjóð saman. Síðan er Óli komin til okkar núna í heimsókn en hann og Maggi eru að horfa á spólu saman. Annars fengum við ekki að skoða íbúðina nýju í dag svo við bíðum enn "spennt" eftir því.

Jæja góðir hálsar.
Góða skemmtum í kvöld og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Fríða

Skilaboð

Comment kerfið komið í lag. 

Jæja loksins virðist Comment kerfið vera komið í lag eftir nokkurra daga fjarveru, þetta er nú svona full hverfult kerfi fyrir minn smekk. Ætli maður fari ekki bara í það að leita að einhverju nýju kerfi og skipta þessu út þar sem að þetta er alltaf niðri.
Svo tapaði Ísland í gær fyrir Svíum með einu marki ég sá ekki leikinn en er búinn að lesa á netinu að Íslendingar hafi ekki verið neinir eftirbátar Svíana í leiknum og jafntefli hefðu verið sangjörnustu úrslitin. Svo er uppselt á Danmörk - Svíþjóð í dag en þar sem að það er bara seldir dagsmiðar þá þýðir það að það er líka uppselt á Ísland - Egyptaland og er ég nú ekki mjög sáttur með það var farið að hlakka soldið til að horfa á Íslenska landsliðið en svona er hinn harði heimur í Danmörku landi skipulagsins og forsölu.

Kveðja
Skilaboð

föstudagur, janúar 16, 2004

Áfram Ísland!!! 

Já haldiði ekki bara að Íslendingar hafi tekið Dani í létta kennslustund í handbolta í gærkvöldi og unnu mjög sannfærandi sigur 33 - 28 þar sem að munurinn var orðinn 8 eða 9 mörk þegar 10 mín voru eftir af leiknum. Reyndar voru Danir marki yfir í hálfleik og Fúsi kominn með rautt en það gerði ekkert til í þeim seinni þar sem að vörnin spilaði vel án hans og Reynir var sterkur þar fyrir aftan, gaman að sjá þegar markmenn íslenska landsliðsins ná að verja nokkur langskot eitthvað sem vantaði alveg í fyrri hálfleik. Óli var að vanda besti leikmaður Íslendinga með 9 mörk og veit ekki hvað margar stoðsendingar. Fúsi var mjög sterkur meðan hans naut við í fyrri hálfleik en var frekar klaufalegt af honum að fá 3 brottvísanir í fyrri hálfleik þar sem 2 brotanna voru algjörlega glórulaus hjá honum. Guðjón Valur nýtti sitt vel sem og Einar og er alltaf gaman að horfa Robba á línunni vann vel og kom mikið út úr honum þar sem hann náði að opna vel fyrir leikmennina fyrir utan auk þess að skora 2 mörk og fiska 2 eða 3 víti. Sá sem kom mér samt mest á óvart í gær var Snorri en hann spilaði leikinn mjög skynsamlega og átti nokkrar stórskemmtilegar stoðsendingar, skaut ekki mikið en boltinn flaut vel í gegnum hann. Garcia olli mér vonbrigðum var bara slakur og fann sig aldrei en hins vegar kom Patti sterkur inn fyrir hann í seinni hálfleik og virtist hann bara nokkuð ferskur kallinn. Annars fannst mér þetta hinn ágætasti leikur í alla staði og vona ég að þeir eigi eftir að finna sig jafnvel í komandi leikjum.

Á laugardaginn ætlum við svo að skella okkur á Ísland - Egyptaland og Danmörk - Svíþjóð held að það verði báðir dúndurleikir.

Bið að heilsa í bili.
Skilaboð

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Fyrsta skilaverkefni ársins búið!!! 

Jæja þá er maður búinn að skila af sér fyrsta verkefni ársins og er eins gott að það sé ágætlega gert hjá mínum hóp því að eingöngu er hægt að Ná eða Falla í þessum verkefnum og ef maður fellur á einu er maður í djúpum skít. Við fengum ekki lyklana að íbúiðinni í dag þannig að það bíður víst til morgundagsins að við fáum að skoða hana þetta er víst að breytast í einhvern farsa þar sem ekkert gengur upp þessa dagana en vonandi mun nú rætast úr þessu öllu fyrir rest áður en þetta fer alveg með mig.
Reyndar virðist ég svona vera á ágætri leið með að ná mér af þessum meiðslum mínum þannig að ég ætti að geta farið bráðum að æfa á fullu. Svo ætla ég bara að taka það rólega í kvöld og horfa á Danmörk - Ísland með kaldann í hendi.

Kv. Maggi

Skilaboð

Slæmur morgun fyrir okkur bæði 

Jæja góðir hálsar

það er nú ekki hægt segja annað en að morguninn hafi byrjað illa fyrir okkur bæði. Í fyrsta lagi þá vaknar Maggi í morgun um 8 og ætlaði að lesa yfir verkefni sem hann var að vinna í í gær áður en hann ætlaði að senda það á hópfélagana. Þá kemur í ljós að skjalið hafði vistað eitthvað illa og marga klukkutíma vinna í gær fór í súginn. Því er hann núna sveittur að reyna að klára verkefnið áður en það þarf að skilast fyrir klukkan 14:00 í dag.

En ég fer aftur á móti bara aftur upp í rúmm en vakna við að síminn minn er að hringja. Þetta er konan úr ungbarnastofu þar sem Birta er að vinna. Hún hafði verið að reyna að redda mér íhlaupavinnu þar. Ég spyr konuna hvort það sé í lagi að ég tali ensku í símann þar sem danskan mín sé ekki svo góð.... sérstaklega þegar kemur að síma. En hún segir að við verðum að tala dönsku þar sem notast er það í vinnunni. Ég skil þetta vel og upphefst virðingarverð tilraun mín að halda uppi samræðum við hana á dönsku. Í stuttu máli sagt tekur þetta símtal í mesta lagi 1 1/2 mín og að lokum segir konan á ensku, we will see how it goes!!! og endar símtalið. Málið er að ég skildi ekki nema brot af því sem hún sagði þar sem hún talaði einnig frekar hratt og veit í raun og veru ekki hvort það er eitthvað framhald, hvort ég hefði átt að hitta hana eða hvort hún hafi bara gefist upp (þó svo ég gruna sterklega seinasta kostinn). Ég talaði allavegna in á talhólfið hjá Birtu og bað hana um að hafa eyrun opinn ef ég ætti að vera mætt þanngað einhvern tíman en ég gruna að ég hafi klúðrað tækifæri þessu. En eins og með íbúðina verður maður bara að krossa fingurnar og vona það besta því mig langar virkilega í þessa vinnu. Sérstaklega svo ég nái einhvern tíman dönskunni.

En góðan dag og vonandi verður hann betri :)
Skilaboð

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Eyrnabólga komin og þunglyndi tekið við, phu, phu, phu 

Hæhæhæ

Dagurinn í dag er búin að vera nokkur góður, við Maggi sváfum reynar fram að hádegi að því við lágum bæði andvaka að hugsa um að við þyrftum að fara að pakka og koma okkur fyrir annars staðar. Við erum alls ekki sátt en tökum þó flutningnum nokkuð vel ... þýðir ekkert annað allavegnana þar til við erum búin að skoða nýju íbúðina annað kvöld. Síðan fór Maggi niður í skóla að vinna í hópverkefni. Ég hringdi í Svandísi og spjallaði við hana í dálítinn tíma en hún er í prófum greyið svo ég sendi henni hér með alla mína lærdómsstrauma. Eyrnabólgan var mun betri svo ég hætti á það að fara með tómu flöskurnar út í búð. Ég verð nú að segja það að mér leið eins og útigangsmanneska með þvílíkt þykka húfu og trefill (vildi ekki slá niður aftur) með fulla innkaupakerru af flöskum. En fékk þó pening fyrir mat svo ég ákvað að fara út á pósthús og ná í pakkan fyrir netið og síðan út í búð. Já við erum komin með netið loksins, loksins, loksins en því miður er gleðin ekki mikill þar sem við missum það aftur í lok mánaðarins og þurfum líklegast að bíða í 1 1/2 mánuð til að fá það aftur. Það er þó þvílíkur munur að hafa það.

En eins og þið sjáið þá hefur þessi tilvondandi, skyndilegi flutningur mikil áhrif á okkur. Ég reyndi til dæmis að elda sem mest af matvælum úr frystinum í kvöld til að byrja að tæma hann, ég þreyf í dag en sá ekki tilganginn að gera það mjög vel (sem var á plani í janúar) þar sem leigandinn skilaði henni frekar illa þrifni. En kannski verður þetta bara fyrir bestu...... kannski, e.t.v. Verðum þá í það minnsta með leigusamning svo það verður ekki hægt að henta okkur út. :)

Jæja ætla að halda áfram að vafra um netið.

Kv. Fríða

Skilaboð

Allt gott að frétta fyrir utan það að við missum íbúðina okkar eftir hálfan mánuð!!!! 

Skrifað í gær 13.janúar 2004

Jæja sæl og blessuð öllsömul.

Gleðilegt ár og vonandi höfðu allir það gott um jólin. Við Maggi höfðum það eiginlega of vel, vorum dekruð bak og fyrir svo mikið að ég hef varla nennt að elda síðan við komum aftur út. Reyndar eignaðist ég nýlega frænku sem var skírð í byrjun árs Sóldís Lakshmi og óska ég fjölskyldunni innilega til hamingju með það. Það er verið að setja upp heimasíðu fyrir engilinn svo endilega kíkið þeir sem hafa áhuga
Þrátt fyrir að hafa það gott heima var einnig mjög gott að koma út. Reyndar neyta ég því ekki að maður fylltist nokkurri tóma tilfinningu eftir að hafa komið út og við hjúin aftur bara tvö ein. En það er nú bara eðlilegt því um jólin þá er svo mikið um gestagang og boð. En hún hvarf smá saman sérstaklega eftir að við ákváðum að bjóða Íslendingunum í liðinu í mat á laugardaginn. Þetta voru í allt 12 manns og endaði í mjög skemmtilegu partíi enda lág vel á öllum. Þannig að árið hérna úti byrjaði nokkuð vel. Við ákváðum að kaupa í stofuna það sem vantaði enda gátum við varla boðið fólkinu að borða á pappakassa en það var hvort sem er á stefnuskránni að kaupa það í janúar. Við erum bæði mjög sátt við árangurinn enda ánægð með hlutina sem við keyptum. Við fengum þá þó á nokkuð góðu verði sem spillir ekki til en þrátt fyrir það verðum við að lifa sparlega næstu mánuði.
Síðan er ég að stefna að því að reyna að finna einhverja vinnu en það spillir fyrir að ég er búin að vera með flesuskít í mér síðan ég kom út sem þróaðist í gær í þessa svaka eyrnabólgu. Held að ég hafi ekki haft svona mikla síðan ég var krakki (kannski maður sé bara ennþá krakki) en gerði þá villu að herða mig og fara út í dag en hún versnaði bara til muna. Því eru öll ráð velkomin hvernig maður losnar við eyrnabólgu því ég veit ekki nein gömul húsráð. En í heildina litið erum við bæði nokkuð bjartsýn á árið. Maggi er reynar byrjaður á fullu í skólanum en ég er enn bara að dúlla mér en var komin með nokkur verkefni eins og redda gardínum á íbúðina en áðan kom Maggi með frekar slæmar fréttir af æfingunni......... við missum íbúðina okkar, elsku sætu íbúðina okkar í lok mánaðarins!!!!!!!!
Já málið er að maðurinn sem við leigum frá er liðstjórinn í liðinu hans Magga. Hann var svo góður að bíða með að selja íbuðina sína en leiga okkur hana í staðinn þar sem hann og kærastan hans voru að kaupa sér íbúð saman. En það var skammur tími hjá þeim í paradís og er hann komin á götuna og vill skiljanlega fá íbúðina sína aftur. En reyndar tóku Paw og Bragi þjálfararnir sér frí í vinnunni i ein dag til að finna íbúð handa okkur og sögðu Magga ekki frá því fyrr þeir voru búnir að finna aðra íbúð. Öðlingsmenn!!! Íbúðin er aðeins nær bænum, við hliðina á Metró stöðinnni en er 5 fermetrum minni en við erum nú í. Og það munar um minna en við fáum að skoða hana á fimmstudag. Hún er þó ódýrari í leigu. En það er bara málið að okkur líður mjög vel hérna og höfum verið að koma okkur svo vel fyrir. Hvað með ný uppgerðu fínu stofuna okkar?? Og síðan nennum við ekki að flytja aftur það er svo mikið mál en ég kýs bara að líta á málið þannig að hlutirnir gerast að einhverji ástæðu. Reyndar tek ég þessu aðeins betra en Maggi en ég held bara að ég hafi ekki alveg áttað mig á þessu en enda erfitt að hugsa fyrir eyrnabólgunni. En við höfum nokkra góða að hérna úti og sá sem á mesta vorkunn skilið er greyið liðstjórinn.
Jæja en ég læt ykkur vita hvernig fer og hvernig íbúðin lítur út. Reyndar er gæti einnig önnur íbúð verið laus sem liðið er að reyna að redda sem er aðeins stærri en ekkert víst með það.
Fall er fararheill og ég er viss um að árið í ár á eftir að vera mjög gott.
Kv. Fríða

Skilaboð

þriðjudagur, janúar 13, 2004

2 dagar í netið!!! 

Já nú eru ekki nema 2 dagar í að ég og fríða fáum Internetið heim í stofu en þá er nú ekki liðin nema 1 og 1/2 mánuður síðan við lögðum upp í hina löngu og ströngu leið sem það er að fá ADSL tengingu heim til sín. Nú er ég hinsvegar byrjaður aftur í skólanum og tengdist því internetinu í fyrsta skipti í gær frá því að ég kom út til danmerkur jú og viti menn Íslendingar fundu efnavopn í Írak. Ég hló reyndar soldið þegar ég las þetta út af því að myndin sem ég sá á MBL.is af íslenskum sprengjuleitarmanni í írak skoðandi sprengjur með sinnepsgasi er sú sama og ég hafði séð í dönskum blöðum en þá var það Danskur hermaður að rannsaka sprengjur með sinnepsgasi í og hvergi var nú minnst á Íslendinga í þeirri grein. Svona er að vera stór þjóð í alþjóðasamfélaginu.

Annars er bara búið að vera fínt hérna úti eftir að við komum snjóar stundum en samt er hitinn það mikill að snjórinn bráðnar strax og bara milt veður í alla staði. Við buðum strákunum í liðinu ásamt mökum í mat og partý um helgina og lukkaðist það bara svona ljómandi vel allavega voru menn í miklu stuði til klukkan 7 um morguninn. Fríða eldaði dýrindis fylltar kalkúnabringur og gat ég lítið hjálpað henni þar sem ég var að spila sama dag. Við unnum leikinn en þar sem kallinn er búinn að vera meiddur og nánast ekkert æft í 3 vikur að verða þá byrjaði ég á bekknum en kom inná þegar 20 mín voru eftir af leiknum og náði að komast ágætlega frá honum við unnum með einu og náði ég að verja síðasta skotið úr dauðafæri þegar 3 sek voru eftir af leiknum frekar sáttur með það enda voru bara 4 varnarmenn eftir inná vellinum. Svo var Fríða veik í gær, held að hún hafi ofreynt sig á laugardeginum þar sem hún var orðin slöpp fyrir og þurfti að sjá um alla matseldina alein, öfunda hana ekki af því að elda ein ofaní 12 manns.

Svo erum við líka búinn að kaupa okkur nýjan sjónvarpsskáp, stofuborð og hillusamstæðu og svefnsófinn okkar kemur svo á morgun.... haldið að það sé bruðlið á manni enda erum ég og Fríða búinn að ákveða að skippa öllum bíóferðum og skyndibita út þennan og næsta mánuð.

Skrifa meira þegar netið ég verð kominn með netið heim.

Hilsen

Skilaboð

laugardagur, janúar 03, 2004

Nýtt ár gengið í garð. 

Jæja gleðilegt ár öll sömul. Nú er nýja árið 2004 gengið í garð og getur maður varla rifið sig úr rekkju þessa daganna sökum ofáts og afslöppunar sem hefur verið frekar mikið. Aldrei upplifað áður jól þar sem nákvæmlega ekkert annað er að gera en að slappa af, borða og djamma.
En nú styttist í að vistinni í paradís ljúki því að það styttist í flugið heim til Danmerkur og á ég ekki nema ca 38 tíma eftir á Íslandi ætli það sé ekki best að reyna að nýta þá sem best taka eitt gott djamm í kvöld og sofa svo til 4 ;) nei bara létt spaug.

Annars er ég núna heima hjá pabba að kenna systur minni á MSNið alltaf að sinna bróðurlegum skyldum sínum og svo er síðasta jólaboðið í kvöld. En eins og þið sjáið kannski þá er ég nú ekki í brjáluðu stuði til að skrifa núna en ætli ég bíði ekki eftir því að gera upp jólin þangað til ég kem heim til Danmerkur. Þannig að ég bið að heilsa öllum í bili og skrifa ykkur næst í Danaveldi.
Skilaboð

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Gleðilegt ár!!!!!!!! 

Ég vil óska öllum kunningjum og ættingjum nær og fjær gleðilegs árs og farsældar á komandi ári.


Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?