<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 31, 2004

Flutningar 

Sælir heilir hálsar

Þrátt fyrir góðar viðtökur þá hef ég ákveðið að taka hlé á þessari vitleysu sem var síðast hér á blogginu. Sérstaklega sökum hræðslu á hefndaraðgerðum. En nú loksins er eitthvað nýtt að frétta. Við fórum og kíktum á íbúðina í gær en hún reyndist vera mjög fín. Það er mjög fínt eldhús,gott svefnherbergi og hentugt lítið herbergi. Stofan er frekar stór en er reyndar frekar skrítin í laginu þar sem íbúðin er staðsett í vinkli sem er á blokkinni. En þetta er mjög sæt, smá gamaldags, hefðbundin dönsk íbúð. Reyndar er litavalið á herberjunum alveg hrikanlegt, skærir margskonar litir. T.d. er svefnherbergið dökk rautt, en það er samt besti liturinn af öllum herbergjunum. Við ætlum því að reyna að mála í næsta mánuði en það fylgir sjóður með íbúðinni þar sem við eigum að geta fengið nokkra aura fyrir málingu. Reyndar hefði verið betra að mála áður en við myndum flytja inn en sökum prófanna verður það að bíða. En áætlaðir flutningar eru á MORGUN og það verður frábært að geta loksins komið sér fyrir. Reyndar eins og áður hefur komið hér fram er engin eldavél í íbúðinni þannig að fyrst um sinn verður lifað á skyndibita og öðru snakki fyrst um sinn.

En minnast á próf þá er Maggi einmitt í prófi núna. Greyið strákurinn var svo þreyttur í morgun að ég var hrædd um að hann myndi sofna í Metro. Ég fer síðan í próf á morgun en er orðin frekar vel undirbúin fyrir það svo ég þarf ekki að taka neinn "all nighter".

En verð að fara að drífa mig í tíma og sökkva mér síðan aftur í þann forvitnilega heim alþjóða stjórnunar.
Fríða
P.s. Held að vorið sé loksins komið hingað.
Skilaboð

föstudagur, mars 26, 2004

Ný mynd 

Ég læt ekki bugðast og hér kemur nú mynd af Magga. Fannst ykkur hin nú ekki skárri ;)..... Maggi fer ekki á netið fyrr en á mánudag svo njótið þangað til ;)


.... p.s. ég veit að ég er vond... fyrirgefðu Maggi en ég stóðst bara ekki mátið þegar ég rakst á þessa mynd, koss, koss!!!

Annars er lítið af frétta af okkur. Erum bara í próflestri. Maggi fer í eitt próf á mánudag svo aftur á miðvikudag. Ég fer í eitt próf á fimmtudag en þá er það búið hjá mér í bili en Maggi verður í prófum fram í byrjun maí. Við höfum ekki enn fengið að sjá íbúðina en við erum vægast satt orðin mjög þreytt á því. Annars verð ég bara að afskaka fyrir fram að við verðum ekki mjög dugleg að blogga næstu viku þar sem við verðum mjög lítið niðri í skóla.

Góða helgi dúllurnar mínar
Fríða
Skilaboð

miðvikudagur, mars 24, 2004

Ritskoðun!!! 

Jæja er það nú ekki slæmt þegar maður þarf að fara ritskoða bloggið eftir hana Fríðu haldiði ekki að hún hafi bara troðið þessari skelfilegu mynd af mér inná það en sem betur fer hef ég eitt henni út og vona þar með að bloggið sé aftur orðið notendavænt.

Kveðja
Ritstjórinn.
Skilaboð

þriðjudagur, mars 23, 2004

Lægðin frá Íslandi kom...... 

Hæ hæ Evu og Adams niðjar!!
Já við hefðum betur sleppt því að monta okkur af góða veðrinu en ef ég vitna í veðurfréttakonuna á DR2 þá "kom hæðin frá Evrópu með sólina og hitann en lægðin frá Íslandi mun koma með rok og rigningu". Og það stóðst hjá henni en það er nú dálítið kaldhæðninslegt að flytja til Danmerkur en samt fylgir veðrið frá Íslandi okkur ;). Reyndar er ég ekki að kvarta mikið undan veðrinu þar sem við Maggi erum bæði í próflestri og þurfum hvort sem er bara að húka yfir bóknum.

Það er nú ekki mikið að frétta af okkur en ég tók nefnilega heimilisbókhaldið í gegn um helgina og í framhaldi af því var ákveðið að það sem er ekki nauðsynlegt að kaupa eða gera verður ekki gert/keypt. Þetta verður reglan fram í júní þó það hefur verið erfitt að halda Magga frá nammirekkanum (við segjum að það sé bara Maggi sem horfir löngunar augum á páskanammið ;-)). Reyndar þá hefur ég góða ástæðu sem heldur aftur af mér en ég hugsa einungis um "project" Sumarkroppur eins og ég kýs að kalla það. Hann Rafl starfsmaður hjá STATS bjó til æfingaráætlun fyrir mig sem á eftir að móta "Sumarkroppinn" minn sem ég þarf virkilega á að halda en í góða veðrinu seinustu viku tók ég eftir að öll stuttu pilsin mín höfum á einhvern ótrúlegan átt skroppið saman í vetur ;-).

Á laugardaginn var loka-undankeppnin í Svíþjóð fyrir Eurovison en það voru nokkrar undan-undan keppnir vikurnar áður. Það er ótrúlegt hvað Eurovison er stórt í Svíþjóð en keppnin um helgina var nærri því eins flott og sjálf Eurovision keppnin. En kynnirinn um kvöldið var söngkonan sem vann hana Selmu okkar þegar hún lenti í 2. sæti fyrir nokkrum árum. Við Maggi vorum alveg sammála um að það eina sem hún hafði umfram hana Selmu var hversu afskaplega brjóstagóð hún var.

Á sunnudaginn var Maggi að keppa í Vestur Láglandi en í allt var þetta um 6-7 tíma ferð. Við Ásta fórum með en Kára vantaði pössunum fyrir strákinn sinn en treysti honum ekki til að vera í pössun svona lengi, svo litum eftir honum á meðan leiknum stóð. Í stuttu máli þá stóðu strákanir sig hrikalega en ég fékk þó það fara til Láglands.

Við erum ekki enn búin að sjá íbúðina en við fáum lyklana á miðvikudaginn!!!!!! Skil ekki áfhverju við getum ekki fengið að skoða hana en það er hálf fáranlegt að fá lyklana án þess að við erum búin að samþykkja hana. Ekki að ég hugsa að hún sé fín en samt......... segir sí tuðandi krakkinn.

Jæja við heyrumst síðar.
Knus Fríða
Skilaboð

fimmtudagur, mars 18, 2004

Þvílíkt snilldar veður. 

Já það er ekki hægt að segja annað en að veðrið í dag sé algjör snilld. Í gær var reyndar 15 gráður í forsælu og glampandi sól og þegar ég fór út kl. 9 í morgun sýndi hitamælirinn 12 gráður og jú það var alveg heiðskýrt enda var ég nú að tala við hana Fríðu áðan og hút sat bara á hlýrabolnum úti á svölum að læra. Í tilefni góða veðursins tókum ég og Fríða smá túrista pakka í gær og skelltum okkur í Fredriksberg Have og skoðuðum hann bak og fyrir keyptum okkur ís og sátum bara í blíðunni og létum okkur líða vel. Því næst gengum við niðrí bæ og skelltum okkur á kaffihús þar sem við gerðumst algjörir kúristar og drukkum bjór og spiluðum Yatsy sem við keyptum í Tiger á leiðinni og var það nokkuð skemmtilegt. Svo þegar tók að dimma fórum við bara heim og borðuðum afganginn af innbökuðu kjúklingabringunum sem Fríða eldaði handa mér á þriðjudaginn og slöppuðum svo bara af fyrir framan sjónvarpið.... semsagt góður dagur í gær hjá skötuhjúunum.

Jæja best að halda áfram að lesa.
Kv. Maggi

Skilaboð

mánudagur, mars 15, 2004

Vorið er komið..... 

Sælir allir veraldavefsvafrarar!!!!!

Eftir leiðinda veður um helgina hlýnaði loksins í gær og ekki frá því að mér hlýnaði einnig um hjartarætur. Vona nú að vorið sé að taka sína fyrstu andadrætti og að komið sé að kveldi fyrir vetur gamla. Ætli þetta sé nú ekki rétti tíminn til að grafa stríðsöxina og halda áfram með hreinan skjöld og að ég fyrirgefa blogginu og hefja skriftir að ný :).

Reyndar hefur mars mánuður verið mjög skemmtilegur mánuður. Það er búið að vera mikið af heimsóknum og sprelli. Seinasti Danmerkurfarinn var hann Geiri, en hann var yfir helgina hjá okkur. Við kíktum því út á djammið á föstudaginn sem endaði að ég dró fólkið á Australian bar en þar er staður sem ég stundaði þegar ég kom hingað út með MS 17 ára gömul. Þar var dansað fram eftir morgni og vorum við þau seinustu út. Eftir það var hópnum smalað heim á Amagerbrogade en það bættust 3 næturgestir í viðbót á barnum. Síðan eitthvað um 7 leitið var farið að sofa en ég ef það vandamál að ég vakna alltaf svo snemma eftir langt næturbrölt. Svo þremur tímum síðar vaknaði ég en hafði lítið að gera svo eina málið var að vekja Magga.....honum til lítillar gleði reyndar. Því að skilja vorum við Maggi gjörsamlega dauð um kvöldið og gerðum því lítið þá. En í gær kíktum við yfir í Kristjaníu í sólinni. Ég verð að segja að staðurinn kom mér skemmtilega á óvart, ekki að mér fannst nú lítið varið í "Pusher street", en húsin í kring eru alveg kostuleg. Eftir það fórum við fyrir í "Fields" en það er verslunarmiðstöð sem var að opna rétt hjá okkur og á víst að vera sú stærsta í Skandinavíu. Ágætilega flott verslunarmiðstöð þó svo að mér finnst Kringlan og Smáralindin standast alveg samaburðinn. Síðan var leikur um kvöldið hjá Team Amager og tóku þeir sig til og rúlluðu fyrir hitt liðið. Skemmtilegur leikur og það stóðu sig allir mjög vel.

Eftir leikinn töluðum við síðan við Flemming, sport scheffinn, en hann var að fræða okkur aðeins betur um íbúðina sem við eigum að fá 1. apríl. Við erum ekki enn búin að fá að skoða hana en Flemming var búin að því og leist vel á hana. Hún er rétt hjá þar sem við búum núna en aðeins nær bænum. Reyndar er húsið staðsett við hliðna á kirkjugarði en í það minnsta eigum við þá mjög hljóðláta nágranna, hahahaha. Íbúðin sjálf er 75 fermetrar. Tvö stór herbergi, eitt lítið, sæmilega stórt eldhús en pínu klósett. En það er reyndar einn stór galli á henni. Það er engin sturta í henni. En það er sturta í kjallaranum fyrir íbúana í húsinu sem er þrifinn á hverjum degi af starfsmanna fyrirtækisins sem á blokkina. Þrátt fyrir að þetta sé frekar stór galli þá ætlum við Maggi samt ekki að láta það á okkur fá. Maggi er æfir nú 3 í viku og ég er með árskort í líkamsræktarstöð rétt hjá. Flemming hafði áður búið í þessari sömu blokk og sagði að það væri mjög gott að búa þarna. Það er lokaður garður sem er nýbúðið að gera upp með altan þar sem hægt er að sitja á í góðu veðrið. Reyndar sagði hann að við myndum líklegast vilja mála íbúðina þar sem við myndum líklegast ekki líka litirnir. En í allt erum við Maggi nokkuð bjartsýn á þetta en allt kemur í ljós þegar við fáum loksins að sjá íbúðina.

Jæja ætla að snú mér að lestri núna.
Kv. Fríða
Skilaboð

mánudagur, mars 08, 2004

Góðan daginn! 

Jæja þá er að skrifa eitthvað á þetta blessaða blogg.... reyndar held ég að Fríða sé í smá fílu út í það þar sem að hún hafði skrifað alveg heilan helling um daginn sem datt síðan út þegar hún var að posta því. En vonandi nær hún sáttum við það fyrr en síðar svo hún geti nú miðlað til okkar öllum sínum skemmtilegu atburðum í kaupmannahöfn.

Reyndar er nú ekki mikið búið að vera að gerast hérna undanfarið... boltinn er nánast búinn og ekki lengur neitt til að berjast um að ráði getum allavega ekki farið upp og föllum ekki heldur. Reyndar töpuðum við um helgina gegn HIK sem eru ennþá í smá baráttu um að vinna deildina en það er samt lítill séns á því. Þetta var nú 3 leikurinn í röð sem við töpum og virðist sem allur vindur sé farinn úr mannskapnum og sýndu menn í gær dæmi um algjört hausleysi að ná ekki að klára þennan leik sem við leiddum með 4 mörkum allan tímann nema undir lokinn en þá lentum við alltí einu 3 undir svo jöfnuðum við klúðruðum 2 tækifærum á að komast aftur yfir og svo skoruðu þeir þegar 20 sek voru eftir af leiknum og við náum ekki einu sinni skoti á markið á þessum 20 sek sem eftir voru. Vörnin var fín í þessum leik eins og oft áður en sóknarleikurinn var algjör hörmung og verða menn nú aðeins að fara að spila betur ef við ætlum að vinna fleiri leiki á þessu tímabili.

Annars var helgin nokkuð róleg kíktum á framadaga eða Karrieredagene sem var ágætt komst að því allavega að það er fullt af fyrirtækjum hérna úti að leita að fólki með þá mentun sem ég er að nema. Annars kom mér á óvart hvað umgjörðin um þetta hérna er lítil þarna voru mörg stórfyrirtæki eins og IBM, Microsoft, L'oreal, Pfeizer, Carlsberg og svo mætti lengi telja með samanlagðan starfsmannafjölda uppá nokkurhurndruð þúsund manns. Og umgjörðin var nú ekkert meiri heldur en heima á okkar litla Íslandi allavega er meira úrval af pennum og nammi heima og básarnir alveg jafn stórir og fínir.
Eftir framadaga fengum við okkur svo einn kaldann með Svandísi svona til að kveðja hana enn og aftur og fórum svo bara heim. Höfðum bara hyggeligt bæði kvöldin og elduðum okkur Lasagne á föstudagskvöldið úr heimagerðum pastamottum algjör snilld og svo á laugardagskvöldið elduðum við okkur Ora fiskibollur úr dós sem við fundum í Netto í síðustu viku bragðaðist bara ljómandi vel. Svo enduðum við helgina í gær á að skella okkur í bíó og Gothika bara svona allt í lagi mynd engin snilld nokkuð fyrirsjáanleg og manni líður svona eins og maður hafi séð svona mynd nokkrum sinnum áður.

Það er ekkert nýtt að frétta af íbúðarmálum heldur bíðum bara eftir því að Frans komi heim frá Þýskalandi og fái meiri upplýsingar fyrir okkur sem ætti að gerast í þessari viku. Látum ykkur vita um leið og eitthvað gerist.

Kv. Maggi
Skilaboð

miðvikudagur, mars 03, 2004

Góðar fréttir!!! 

Jæja helgin fór nú ekki eins og ég hafði óskað mér....Fram tapaði í bikarnum og við töpuðum fyrir Holte eftir mjög jafnan leik. En hins vegar höfum við fengið þær fréttir að búið sé að finna íbúð handa okkur já og meira að segja á Amager. Þetta er 60-70 fm íbúð nálægt þar sem við búum og verður hún á okkar nafni sem þýðir að við getum búið þar þangað til okkur dettur í hug að flytja aftur heim til Íslands. Við fáum hana um næstu mánaðarmót en þá verðum við einmitt byrjuð í prófum þannig að við þurfum víst að verða þeim mun duglegri við að læra fram að þeim svo við getum gefið okkur smá tíma í að flytja. Reyndar vitum við ekki mikið um hana að svo stöddu en fáum líklegast að skoða hana í næstu eða þarnæstu viku. Og það er búið að lofa okkur því að þetta sé ekkert í líkingu við það sem við lentum síðast í.

Við skrifum allavega meira um það þegar við vitum meira. Annars erum við á smá hraðferð núna þar sem við ætlum að hafa smá matarboð í kvöld fyrir Svandísi vinkonu Fríðu og mömmu hennar og eigum eftir að versla í matinn. Þannig að ég skrifa meira seinna.

Kveðjur
Maggi.
Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?