miðvikudagur, apríl 28, 2004
Hamingjuóskir
Ég var að frétta það í dag að Margrét vinkona eignaðist lítinn prins fyrir tveimur vikum síðan og við ég óska báðum foreldrunum kærlega til hamingju. Þeir sem vilja skoða engilinn geta farið inn á þess síðu http://www.heima.is/johannth/.
Síðan frétti ég í vikunni að systa komst inn í Kennó á Akureyri og vil ég óska henni til hamingju með verðskuldaða inngöngu.
Síðan hitti ég Svenna áðan en hann sagði mér nú féttir um Fanney vinkonu mína. Í kjölfarið vildi ég óska Fanney og Árna til hamingju með að komast inn í Erasmus í Kaupmannahafnarháskóla næsta haust og fyrir að vera búin að redda íbúðarmálunum hérna úti.. .þó skamm Fanney að vera ekki búin að láta mig vita að þetta væri pottþétt ;-)
Held að ég sé ekki búin að gleyma neinu
Skilaboð
Síðan frétti ég í vikunni að systa komst inn í Kennó á Akureyri og vil ég óska henni til hamingju með verðskuldaða inngöngu.
Síðan hitti ég Svenna áðan en hann sagði mér nú féttir um Fanney vinkonu mína. Í kjölfarið vildi ég óska Fanney og Árna til hamingju með að komast inn í Erasmus í Kaupmannahafnarháskóla næsta haust og fyrir að vera búin að redda íbúðarmálunum hérna úti.. .þó skamm Fanney að vera ekki búin að láta mig vita að þetta væri pottþétt ;-)
Held að ég sé ekki búin að gleyma neinu
Skilaboð
Enn á lífi....
Góðir íslendingar fjarri sem nærri!
Jú við erum á lífi og jú við búum enn í Dannmörku. Seinustu vikur hafa verið frekar annasamar, Maggi er enn í prófum og klárar á þriðjudaginn í næstu viku. Ég er að vinna að tveimur hópverkefnum samtímis og reikna með að vinnuálagið minnki ekki fyrr en í byrjun júní. En hvað er annars að frétta af okkur.....
Nú stuttu eftir að við fluttum inn í nýju íbúðina skruppum við í óvænta leyniheimsókn til Íslands. Ástæðan var að Ástrós, systir Magga var að fermast og Guðbrandur og Valdís (mamma Magga, fyrir þá sem ekki vita) buðu okkur svo við gætum komið í fermingunna. En við þökkum kærlega fyrir þá rausnarlegu gjöf. Við ákváðum þó að láta engan heima vita að við værum að koma. Í stuttu máli sagt þá vorum við nærri búin að valda nokkrum hjartaáföllum en ferðin einstaklega skemmtileg og afslappandi. Þar sem Maggi var að koma til landsins var ákveðið að steggja Gauja vin hans á laugardaginim. Það lág nú við að þau plön væru út úr myndinni þegar við rákumst óvart á hjúinn á bensínstöð á leið út úr bænum. Gaui var nú ekki ánægður að besti vinur hans væri ekki enn búin að hafa samband en með góðri samvinnu vinana náði að fela tilganginn fyrir leyndinni. En ég ætla að leyfa Magga að skrifa sjálfur um þann dag.
Ég fór aftur á móti upp í búðstað til mömmu og pabba. Karín og Tómas Geir voru líka þar svo það var bara litla fjölskyldan án maka. Það var rosalega fínt en ég held að þetta hafi ekki gerst síðan fyrir gelgjuskeið okkar systranna. Við sváfum meira að segja í sama herbergi upp á lofti á meðan litli prinsinn fékk herbergi alveg út af fyrir sig. Reyndar fannst mér einna hvað mest gaman að hitta litla frænda en mikið er hann orðinn skemmtilegur, blaðrandi út í eitt. Held samt að ég hafi aðeins náð að festa betur í minni hans "Fríðu frænku", sérstaklega með mútugjöfinni minni til hans, súkkulaði kanínu. Víst fékk hann smekkinn fyrir sætindum frá móður sinni. ;)
Þrátt fyrir stutta dvöl náði maður að hitta eiginlega alla en við komum aftur heim í lok maí svo það tók sig varla að segja bless...
Veðrið hérna úti hefur æðislegt eftir páska. Allt upp í 20 stiga hiti og sól. Reyndar hefur kólnað örlítið aftur seinustu daga en reyndar er ég nokkuð sátt við það því það er ekki létt að hanga inni að lesa þegar svona gott veður er úti. Einnig hef ég verið að dýrka vorið hérna úti. Maggi er búin að gera endalaust grín að mér, því ég er búin að vera að dást að öllu hérna. Tréin eru mörg hver búin að vera í blóma, sem hefur skapað vissa blæ yfir Kaupmannahöfn en þetta er bara eitthvað sem maður er ekki vanur heima frá. Reyndar er það tímbil búið hjá flest öllum þeirra og grænu laufin komin fram svo ég get byrjað að hegða mér aftur eins og venjuleg manneskja. En við höfum samt verið að njóta góðu daganna með heimsókn í Tívolíið og lautarferð í "Konunglega garðinn".
Okkur líður alveg stórvel í nýju íbúðinni okkar. Við erum ekki enn byrjuð að mála eða gera neitt annað við hana þar sem peningarnir eru að skornum skammti þar til Maggi fær námslánin. Við erum heldur ekki búin að kaupa eldavél sem við ætluðum að gera sem fyrst þar sem við fengum svo háa reikninga samfara flutninginum um mánaðarmótin, s.s. færslu á símalínu o.s.fr. Svo enn er það bara örbylgjueldaður matur og skyndibiti. Eini kosturinn við þetta að við erum komin svo yfir okkur nóg að þess konar mat (örbylgjueldaður matur venst ekki vel) að ég borða minna og því léttara að ná betri árangri í "project sumarkroppur".
Síðan er ég búin að sjá ljósið við sameiginlegu sturtuna. Þetta er besta leiðin til að kynnast nágrönnunum og skapar sérstakan sameiginlegan anda. Maður er að sjá fólk koma út sturtunni með pínu handklæði um sig, baðslopp (afslappaðra andrúmsloft getur það ekki orðið) eða par, með rautt andlit, koma saman úr sturtunni. Og auðvita heilsast allir því sturtan er staðsett í þröngum gangi og ekki leið að forðast það.
Enn nóg að sinni... Við erum komin með heimasímann aftur en smá bið í viðbót í netið en við verðum duglegri að skrifa bæði tvö þegar það kemur
Kossar og knús
Fríða
Skilaboð
Jú við erum á lífi og jú við búum enn í Dannmörku. Seinustu vikur hafa verið frekar annasamar, Maggi er enn í prófum og klárar á þriðjudaginn í næstu viku. Ég er að vinna að tveimur hópverkefnum samtímis og reikna með að vinnuálagið minnki ekki fyrr en í byrjun júní. En hvað er annars að frétta af okkur.....
Nú stuttu eftir að við fluttum inn í nýju íbúðina skruppum við í óvænta leyniheimsókn til Íslands. Ástæðan var að Ástrós, systir Magga var að fermast og Guðbrandur og Valdís (mamma Magga, fyrir þá sem ekki vita) buðu okkur svo við gætum komið í fermingunna. En við þökkum kærlega fyrir þá rausnarlegu gjöf. Við ákváðum þó að láta engan heima vita að við værum að koma. Í stuttu máli sagt þá vorum við nærri búin að valda nokkrum hjartaáföllum en ferðin einstaklega skemmtileg og afslappandi. Þar sem Maggi var að koma til landsins var ákveðið að steggja Gauja vin hans á laugardaginim. Það lág nú við að þau plön væru út úr myndinni þegar við rákumst óvart á hjúinn á bensínstöð á leið út úr bænum. Gaui var nú ekki ánægður að besti vinur hans væri ekki enn búin að hafa samband en með góðri samvinnu vinana náði að fela tilganginn fyrir leyndinni. En ég ætla að leyfa Magga að skrifa sjálfur um þann dag.
Ég fór aftur á móti upp í búðstað til mömmu og pabba. Karín og Tómas Geir voru líka þar svo það var bara litla fjölskyldan án maka. Það var rosalega fínt en ég held að þetta hafi ekki gerst síðan fyrir gelgjuskeið okkar systranna. Við sváfum meira að segja í sama herbergi upp á lofti á meðan litli prinsinn fékk herbergi alveg út af fyrir sig. Reyndar fannst mér einna hvað mest gaman að hitta litla frænda en mikið er hann orðinn skemmtilegur, blaðrandi út í eitt. Held samt að ég hafi aðeins náð að festa betur í minni hans "Fríðu frænku", sérstaklega með mútugjöfinni minni til hans, súkkulaði kanínu. Víst fékk hann smekkinn fyrir sætindum frá móður sinni. ;)
Þrátt fyrir stutta dvöl náði maður að hitta eiginlega alla en við komum aftur heim í lok maí svo það tók sig varla að segja bless...
Veðrið hérna úti hefur æðislegt eftir páska. Allt upp í 20 stiga hiti og sól. Reyndar hefur kólnað örlítið aftur seinustu daga en reyndar er ég nokkuð sátt við það því það er ekki létt að hanga inni að lesa þegar svona gott veður er úti. Einnig hef ég verið að dýrka vorið hérna úti. Maggi er búin að gera endalaust grín að mér, því ég er búin að vera að dást að öllu hérna. Tréin eru mörg hver búin að vera í blóma, sem hefur skapað vissa blæ yfir Kaupmannahöfn en þetta er bara eitthvað sem maður er ekki vanur heima frá. Reyndar er það tímbil búið hjá flest öllum þeirra og grænu laufin komin fram svo ég get byrjað að hegða mér aftur eins og venjuleg manneskja. En við höfum samt verið að njóta góðu daganna með heimsókn í Tívolíið og lautarferð í "Konunglega garðinn".
Okkur líður alveg stórvel í nýju íbúðinni okkar. Við erum ekki enn byrjuð að mála eða gera neitt annað við hana þar sem peningarnir eru að skornum skammti þar til Maggi fær námslánin. Við erum heldur ekki búin að kaupa eldavél sem við ætluðum að gera sem fyrst þar sem við fengum svo háa reikninga samfara flutninginum um mánaðarmótin, s.s. færslu á símalínu o.s.fr. Svo enn er það bara örbylgjueldaður matur og skyndibiti. Eini kosturinn við þetta að við erum komin svo yfir okkur nóg að þess konar mat (örbylgjueldaður matur venst ekki vel) að ég borða minna og því léttara að ná betri árangri í "project sumarkroppur".
Síðan er ég búin að sjá ljósið við sameiginlegu sturtuna. Þetta er besta leiðin til að kynnast nágrönnunum og skapar sérstakan sameiginlegan anda. Maður er að sjá fólk koma út sturtunni með pínu handklæði um sig, baðslopp (afslappaðra andrúmsloft getur það ekki orðið) eða par, með rautt andlit, koma saman úr sturtunni. Og auðvita heilsast allir því sturtan er staðsett í þröngum gangi og ekki leið að forðast það.
Enn nóg að sinni... Við erum komin með heimasímann aftur en smá bið í viðbót í netið en við verðum duglegri að skrifa bæði tvö þegar það kemur
Kossar og knús
Fríða
Skilaboð
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Þreyta!!!
Já það er nú óhætt að segja að undanfarnar 2 vikur hafi verið nokkuð þreytandi. Fyrst var ég í prófi 31.mars svo var flutt inn 1 apríl og reynt að koma hlutunum í skikkanlegt horf og svo var aftur próf núna í morgun.... reyndar gekk prófið í morgun ekkert alltof vel enda notaði ég ekki nema rétt rúma 2 daga til að lesa undir það sökum flutninga en ég held að ég hafi nú alveg náð því. En nóg um það ég og Fríða erum loksins að verða búin að koma okkur fyrir á Lillegrund en eigum nú samt eftir að mála allt saman sem verður ekki gert fyrr en eftir próf eða í maí. Við erum reyndar ekki enn búin að fá eldavél en vonandi leysist það fljótlega annars þurfum við að kaupa okkur sem er nú reyndar ekki morðfjár. Það er ennþá frí frá æfingum og verður til 20 apríl en þá byrjar geðveikin aftur. Veðrið er frekar leiðinlegt og minnir mig of mikið á Ísland t.d. snjóaði í gær hjá okkur.
Í gær fékk ég svo símhringingu frá honum Stebba þar sem hann spurði hvort hann og Sóley mættu kíkja í heimsókn 15 maí og er það velkomið og verður vafalaust tekið á því í bjórnum þá vikuna því að ég verð samferða honum heim til Íslands í lok vikunnar þar sem verður áfram tekið á því.
Svo er verið að fara að ferma hana Ástrósu systir mína á morgun og vona ég nú að allt muni ganga vel og að pakkinn minn nái til þín í tæka tíð.
Nenni ekki að bulla meira í bili enda frekar andlaus eftir 4 tíma prófsetu og lestur í nótt.
Kv. Maggi
Skilaboð
Í gær fékk ég svo símhringingu frá honum Stebba þar sem hann spurði hvort hann og Sóley mættu kíkja í heimsókn 15 maí og er það velkomið og verður vafalaust tekið á því í bjórnum þá vikuna því að ég verð samferða honum heim til Íslands í lok vikunnar þar sem verður áfram tekið á því.
Svo er verið að fara að ferma hana Ástrósu systir mína á morgun og vona ég nú að allt muni ganga vel og að pakkinn minn nái til þín í tæka tíð.
Nenni ekki að bulla meira í bili enda frekar andlaus eftir 4 tíma prófsetu og lestur í nótt.
Kv. Maggi
Skilaboð