miðvikudagur, maí 19, 2004
Góðan daginn.
Góðan og blessaðan daginn nú styttist í að maður detti í stutta heimsókn heim á frón. Tilefnið mun vera brúðkaup Gaua og Drafnar en hann Gaui náði þeim merka áfanga að verða hálffimmtugur í dag og vil ég óska honum til hamingju með þann áfanga.
Reyndar kem ég einn til landsins þar sem að hún Fríða getur ekki leyft sér að koma með vegna anna í skólanum. Reyndar hefur nú síðasta vika verið frekar geðveik þar sem ég hef hitt hópinn minn á hverjum degi í hverja viku núna við að koma okkur almennilega í gang í þessu business projecti. Svo fór geiri heim á sunnudaginn en Stebbi og Sóley komu á laugardeginum en því miður höfum við ekki getað verið jafn mikið með þeim og við hefðum kosið vegna anna. Reyndar segist Fríða nú þegar vera farinn að sakna litla heimalingsins okkar honum Geira og á ég að spyrja hvenær hann hefur hugsað sér að kíkja næst í heimsókn til okkar?
Annars vil ég bara óska honum Gaua enn og aftur til hamingju með afmælið og biðja hann um að ganga hægt um gleðinnar dyr í kvöld þar sem hann mun sækja lokahóf HSÍ. Læt svo heyra í mér á Íslandi.
Kveðja
Magnús.
Skilaboð
Reyndar kem ég einn til landsins þar sem að hún Fríða getur ekki leyft sér að koma með vegna anna í skólanum. Reyndar hefur nú síðasta vika verið frekar geðveik þar sem ég hef hitt hópinn minn á hverjum degi í hverja viku núna við að koma okkur almennilega í gang í þessu business projecti. Svo fór geiri heim á sunnudaginn en Stebbi og Sóley komu á laugardeginum en því miður höfum við ekki getað verið jafn mikið með þeim og við hefðum kosið vegna anna. Reyndar segist Fríða nú þegar vera farinn að sakna litla heimalingsins okkar honum Geira og á ég að spyrja hvenær hann hefur hugsað sér að kíkja næst í heimsókn til okkar?
Annars vil ég bara óska honum Gaua enn og aftur til hamingju með afmælið og biðja hann um að ganga hægt um gleðinnar dyr í kvöld þar sem hann mun sækja lokahóf HSÍ. Læt svo heyra í mér á Íslandi.
Kveðja
Magnús.
Skilaboð
föstudagur, maí 14, 2004
Stóra stundin runnin upp!!!
Jæja þá er komið að því dagurinn sem allir Danir hafa beðið eftir í nokkur ár. Glaumgosin Friðrik prins sem jafnframt er krónprins Dana mun í dag giftast heitkonu sinni Mary Elizabeth Donaldson. Hefur Friðrik löngum þótt áleitlegur piparsveinn og notið mikillar hylli bæði meðal danskra og erlendra kvenna. En það kom að því að einn kvennmaður náði að vinna hjarta hans, hvað ætli að hún hafi sem allar hinar höfðu ekki, við skulum aðeins skoða bakgrunn þessarar tilvonandi krónprinsessu Dana.
Hún Mary er fædd þann 5 febrúar árið 1972 sem þýðir að hún er vatnsberi en jákvæðni og lífsgleði er einkennandi fyrir fólk í því stjörnumerki. Foreldrar hennar eru þau John Dalgeish Donaldson prófessor stærðfræði og Henrietta Clark Donaldson. Hún er yngst fjögurra systkina og gæti því hafa verið dekruð sem barn. Móðir hennar lést árið 1997 sem hefur vafalaust verið áfall fyrir hana Mary þar sem hún var aðeins 55 ára að aldri. Faðir hennar kynntist svo konu að nafni Susan Elizabeth Moody og giftist henni árið 2001. Hún Mary er vel menntuð og metnaðarfull stelpa. Hún útskrifaðist með Bachelor gráðu í viðskiptalögfræði árið 1993 og lærði svo auglýsingafræði í kjölfarið og er með skírteini í auglýsingagerð og markaðssetningu. Hún hefur alltaf ferðast mikið og unnið eða lært út um allan heim meðal landa sem hún hefur unnið eða lært í eru Ástralía, Skotland, Frakkland og Danmörk. Hún Mary hefur ætíð verið mikil íþróttakona og í gagnfræðiskóla (High-School) var hún fyrirliði hokkíliðsins auk þess að vera einnig í sundliðinu og stunda reiðmennsku. Í menntaskóla (College) hélt hún uppteknum hætti en ákvað að vera líka í körfuboltaliði skólans.
Mary og Friðrik kynntust í fyrsta skipti fyrir tæpum 4 árum síðan á Ólympíuleikunum í Sidney þegar Friðrik var þar ásamt danska liðinu í siglingum. Þau hittust í fyrsta skipti á Slip Inn barnum þann 15 september árið 2000 þar sem þau voru bæði stödd eftir opnunarhátíð leikanna. Sex mánuðum seinna komu þær fréttir frá Danmörku að ástralskur lögfræðingur hefði fangað hjarta krónprinsins stuttu seinna var Mary nafngreind sem þessi dularfulli lögfræðingur. Mary heimsótti Danmörku í fyrsta skipti í desember 2001. Janúar 2002 staðfesti svo Friðrik að hann ætti í sambandi við þessa stelpu og hóf hún samstundis nám í dönsku, danskri sögu og menningu. Í apríl 2003 var hún svo kynnt formlega fyrir Margréti drottningu sem lagði blessun sína á samband þeirra í ágúst sama ár ( langur umhugsunartími það ). Þann 8 október lagði svo drottningin opinberlega blessun sína á sambandið þegar þau trúlofuðust og brúðardagurinn var ákveðinn 14 maí 2004.
Hvað er það sem prinsinn heillaðist af í sambandi við hana Mary? Vissulega er hún glæsileg en það voru hinar fjölmörgu fyrirsætur sem hann hefur verið kenndur við líka. Kannski hefur hún umfram hinar að vera vel menntuð, veraldarvön kona með mikinn áhuga á íþróttum (eiginleiki sem allir karlmenn heillast af). Þetta eru spurningar sem að prinsinn einn veit en við getum pælt í en eitt er alveg öruggt.
"Það er eitthvað við hana Mary".
Skilaboð
Hún Mary er fædd þann 5 febrúar árið 1972 sem þýðir að hún er vatnsberi en jákvæðni og lífsgleði er einkennandi fyrir fólk í því stjörnumerki. Foreldrar hennar eru þau John Dalgeish Donaldson prófessor stærðfræði og Henrietta Clark Donaldson. Hún er yngst fjögurra systkina og gæti því hafa verið dekruð sem barn. Móðir hennar lést árið 1997 sem hefur vafalaust verið áfall fyrir hana Mary þar sem hún var aðeins 55 ára að aldri. Faðir hennar kynntist svo konu að nafni Susan Elizabeth Moody og giftist henni árið 2001. Hún Mary er vel menntuð og metnaðarfull stelpa. Hún útskrifaðist með Bachelor gráðu í viðskiptalögfræði árið 1993 og lærði svo auglýsingafræði í kjölfarið og er með skírteini í auglýsingagerð og markaðssetningu. Hún hefur alltaf ferðast mikið og unnið eða lært út um allan heim meðal landa sem hún hefur unnið eða lært í eru Ástralía, Skotland, Frakkland og Danmörk. Hún Mary hefur ætíð verið mikil íþróttakona og í gagnfræðiskóla (High-School) var hún fyrirliði hokkíliðsins auk þess að vera einnig í sundliðinu og stunda reiðmennsku. Í menntaskóla (College) hélt hún uppteknum hætti en ákvað að vera líka í körfuboltaliði skólans.
Mary og Friðrik kynntust í fyrsta skipti fyrir tæpum 4 árum síðan á Ólympíuleikunum í Sidney þegar Friðrik var þar ásamt danska liðinu í siglingum. Þau hittust í fyrsta skipti á Slip Inn barnum þann 15 september árið 2000 þar sem þau voru bæði stödd eftir opnunarhátíð leikanna. Sex mánuðum seinna komu þær fréttir frá Danmörku að ástralskur lögfræðingur hefði fangað hjarta krónprinsins stuttu seinna var Mary nafngreind sem þessi dularfulli lögfræðingur. Mary heimsótti Danmörku í fyrsta skipti í desember 2001. Janúar 2002 staðfesti svo Friðrik að hann ætti í sambandi við þessa stelpu og hóf hún samstundis nám í dönsku, danskri sögu og menningu. Í apríl 2003 var hún svo kynnt formlega fyrir Margréti drottningu sem lagði blessun sína á samband þeirra í ágúst sama ár ( langur umhugsunartími það ). Þann 8 október lagði svo drottningin opinberlega blessun sína á sambandið þegar þau trúlofuðust og brúðardagurinn var ákveðinn 14 maí 2004.
Hvað er það sem prinsinn heillaðist af í sambandi við hana Mary? Vissulega er hún glæsileg en það voru hinar fjölmörgu fyrirsætur sem hann hefur verið kenndur við líka. Kannski hefur hún umfram hinar að vera vel menntuð, veraldarvön kona með mikinn áhuga á íþróttum (eiginleiki sem allir karlmenn heillast af). Þetta eru spurningar sem að prinsinn einn veit en við getum pælt í en eitt er alveg öruggt.
"Það er eitthvað við hana Mary".
Skilaboð
fimmtudagur, maí 13, 2004
Jæja jæja!!!
Nú er maður búinn að vera að fá skammir frá hinum þessum fyrir bloggleti og ætli ég eigi það nú ekki alveg skilið enda verið hálf latur við þetta uppá síðkastið þrátt fyrir að margt hafi gerst.
Ég vil byrja á að óska ömmu til hamingju með afmælið í dag en hún er 64 í dag ef mig minnir rétt og yngist með hverjum degi.
Það er búið að vera meira en nóg að gera síðustu daga prófin voru ekki fyrr búin en maður var byrjaður að starta Business Project en við ætlum að rannsaka hvort að afleiðuvarnarsamningar (Hedging) séu arðbærir fyrir NKT Cables sem er stórt alþjóðlegt fyrirtæki og verður þetta þvílík tölfræði og stærðfræði. Þar að auki erum við búin að kaupa eldavél og erum að ditta að íbúðinni alltaf öðru hvoru þótt við séum nú ekki enn byrjuð að mála hana en það verður gert í sumar þegar róast aðeins í kringum okkur. Geiri kom svo í heimsókn á mánudaginn og er enn hér og má segja að ég hafi nýtt hann vel til að hjálpa mér við að setja upp loftljós og svoleiðis dót en hann verður fram á sunnudag. Svo koma Stebbi og Sóley á laugardaginn og verða fram á fimmtudag og verð ég samferða þeim heim til Íslands.
Svo verður Evrósjón partý hjá Svedda Lú og Steffí á sunnudaginn og skilst mér að mikill fjöldi fólks verður samankomið þar sem að strákarnir verða að klæða sig eins og pönkarar og stelpurnar verða í 80´s fílingnum.
Ætli ég láti þetta ekki duga í bili og lofa svo að reyna að vera duglegri í blogginu í framtíðinni.
Kv. Maggi
Skilaboð
Ég vil byrja á að óska ömmu til hamingju með afmælið í dag en hún er 64 í dag ef mig minnir rétt og yngist með hverjum degi.
Það er búið að vera meira en nóg að gera síðustu daga prófin voru ekki fyrr búin en maður var byrjaður að starta Business Project en við ætlum að rannsaka hvort að afleiðuvarnarsamningar (Hedging) séu arðbærir fyrir NKT Cables sem er stórt alþjóðlegt fyrirtæki og verður þetta þvílík tölfræði og stærðfræði. Þar að auki erum við búin að kaupa eldavél og erum að ditta að íbúðinni alltaf öðru hvoru þótt við séum nú ekki enn byrjuð að mála hana en það verður gert í sumar þegar róast aðeins í kringum okkur. Geiri kom svo í heimsókn á mánudaginn og er enn hér og má segja að ég hafi nýtt hann vel til að hjálpa mér við að setja upp loftljós og svoleiðis dót en hann verður fram á sunnudag. Svo koma Stebbi og Sóley á laugardaginn og verða fram á fimmtudag og verð ég samferða þeim heim til Íslands.
Svo verður Evrósjón partý hjá Svedda Lú og Steffí á sunnudaginn og skilst mér að mikill fjöldi fólks verður samankomið þar sem að strákarnir verða að klæða sig eins og pönkarar og stelpurnar verða í 80´s fílingnum.
Ætli ég láti þetta ekki duga í bili og lofa svo að reyna að vera duglegri í blogginu í framtíðinni.
Kv. Maggi
Skilaboð
mánudagur, maí 10, 2004
Af súru.......
Í gær morgun var Spánarveður hérna. Því ákváðum við um morguninn að fara út á strönd eða í einhvern garð og sitja úti og lesa. En þegar við förum úti í bakgarðinn til að ná í hjólin okkar var mitt hvergi að finna... Jú haldið þið það ekki að þvi hafið verið stolið, læst inn í læstum garði. Puh, puh... Reyndar er ég enn að átta mig á því en líkurnar að ég sjái elsku, silfurlitaða, Trek, fjallahjólið mitt nokkurn tíman aftur eru hverfandi. En ég reyni bara að hafa það í huga sem Siggi sagði í seinustu viku; að þetta eru bara dauðir hlutir svo þeir skipta ekki máli....
.... en það sagði hann þegar við fengum sendibílinn hans lánaðan í vikunni. Ég nenni ekki að fara ýtarlega í ofan í saumana á þessu máli enda er það hitt allra vandræðalegasta. Á fimmtudaginn fengum við fyrirtækis bílinn þeirra Sjafnar og Sigga lánaðan til að sækja eldavélina okkar og skutla ísskáp til Binna. Eftir að hafa komið eldavélinni heim (þrátt fyrir að hafa villst nokkuð) þá stoppuðum við til að taka benzín á leiðinni til Binna með ískápinn. Nema hvað að þetta var ekki benzín bíll sem við komust að þegar við reyndum að starta honum í Tårnby hjá Binna. Ég held að hvorugt okkar hafi liðið jafn illa það kvöld en ýmsir sérfræðingar töldu að bílinn væri alvarlega skemmdur. En hann var sóttur um morguninn eftir og þurfti sem betur fer bara að dæla benzíni út og disel inn og skipta um eina síu. Því vil ég þakka Sigga og Sjöfn fyrir ótrúlegan skilning, Binna fyrir að standa í þessu öllu saman með okkur, Árna fyrir að hafa hjólað yfir í grenjandi rigningu með viðgerðarsettið, pabba Ástu fyrir viðgerðarráðgjöf og Ella pabba Magga fyrir að veita Magga áfallahjálp.
Men sådan er livet, Fríða
Skilaboð
.... en það sagði hann þegar við fengum sendibílinn hans lánaðan í vikunni. Ég nenni ekki að fara ýtarlega í ofan í saumana á þessu máli enda er það hitt allra vandræðalegasta. Á fimmtudaginn fengum við fyrirtækis bílinn þeirra Sjafnar og Sigga lánaðan til að sækja eldavélina okkar og skutla ísskáp til Binna. Eftir að hafa komið eldavélinni heim (þrátt fyrir að hafa villst nokkuð) þá stoppuðum við til að taka benzín á leiðinni til Binna með ískápinn. Nema hvað að þetta var ekki benzín bíll sem við komust að þegar við reyndum að starta honum í Tårnby hjá Binna. Ég held að hvorugt okkar hafi liðið jafn illa það kvöld en ýmsir sérfræðingar töldu að bílinn væri alvarlega skemmdur. En hann var sóttur um morguninn eftir og þurfti sem betur fer bara að dæla benzíni út og disel inn og skipta um eina síu. Því vil ég þakka Sigga og Sjöfn fyrir ótrúlegan skilning, Binna fyrir að standa í þessu öllu saman með okkur, Árna fyrir að hafa hjólað yfir í grenjandi rigningu með viðgerðarsettið, pabba Ástu fyrir viðgerðarráðgjöf og Ella pabba Magga fyrir að veita Magga áfallahjálp.
Men sådan er livet, Fríða
Skilaboð
Af sætu....
Jæja lífið gengur hér í Kaupmannahöfn gengur sinn vanagang þrátt fyrir komandi konunglegt brúðkaup og Eurovision. Reyndar eru þetta tvö aðalmálin hérna þessa dagana, sérstaklega brúðkaupið enda hefur Tómasi íslenska hommanum ekki verið spáð góðu gengi með suðrænu sveifluna sína og bossadill. Aftur á móti er hún Mary að bræða hjörtu alla dana og virðist varla frétt vera frétt nema hana snertir.
Reyndar hef ég tekið þá ákvörðun að fara ekki niður í bæ að sjá nýbökuðu hjónin heldur halda mér inni við og læra þar sem Sverrir handboltakappi og frú hans halda sitt árlega Eurovision partí kvöldið eftir. Þema kvöldsins verður að konurnar verða að vera í 80's tískunni og strákarnir í pönk tískunni. Þetta verður svaka fjör en eini gallinn er sá að ég er að skila inn hópverkefni á mánudaginn og hef ekki fengið hópmeðlimina til að samþykkja að reyna að klára það fyrir sunnudaginn. En þetta er týpískt danskt, Danirnir verða alltaf að gera allt á seinustu stundu. Ég er reyndar komið með grænar bólur á því að vinna með Dönum í hóp en ég hef komist að því að þrátt fyrir að vera skipulagðir þá eru þeir alveg einstaklega óskipulagir.......???? En ég ætla bara að reyna að klára mína vinnu sem mest fyrir laugardagskvöldið að því leiti sem ég get.
Á föstudaginn fórum við í fermingu til Jenný dóttur Sjafnar og Sigga. Þau búa upp í Holte. Veislan var frábær, maturinn var frábær, íslenskt lamb, humar hörpudiskur, nammi, namm. Þau höfðu leigt þennan risa stóra hoppukastala og stóðst ég nú ekki mátið að prófa hann fyrir framan alla ættingjana hans Magga. En ég var nú samt ekki sú eina.... Sem sagt frábær dagur og við komum ekki heim fyrr en seint um kvöldið.
Síðan verðum við með næturgesti frá deginum í dag þar til við förum heim. Fyrsti kemur hann Geiri í dag en hann virðist ekki geta skilið við sig við Danmörku og verður fram á laugardag/sunnudag og á laugardagskvöldið koma Stebbi og Sóley en fara sama dag og við heim. Þrátt fyrir miklar annir hjá okkur parinu þessa dagana verður gaman að hitti þau öll. Við verðum bara dugleg að nýta daginn undir það að læra svo við getum haldið sem flestum kvöldum fríum.
Síðan erum við búin að fá eldavél. Keyptum hana notaða en hún er mjög fín. Við erum ekki búin að tengja gasið við hana en ofninn virkar mjög vel. Til að fagna lok örbylgjuofns tímabilsins koma Bragi þjálfari Magga og Erla í létt snarl á morgun eftir æfingu. Smá þakkarvottur en þau hafa verið algjör stoð og stytta fyrir okkur hérna úti og hjálpað okkur heilmikið.
Kveðja Fríða
Skilaboð
Reyndar hef ég tekið þá ákvörðun að fara ekki niður í bæ að sjá nýbökuðu hjónin heldur halda mér inni við og læra þar sem Sverrir handboltakappi og frú hans halda sitt árlega Eurovision partí kvöldið eftir. Þema kvöldsins verður að konurnar verða að vera í 80's tískunni og strákarnir í pönk tískunni. Þetta verður svaka fjör en eini gallinn er sá að ég er að skila inn hópverkefni á mánudaginn og hef ekki fengið hópmeðlimina til að samþykkja að reyna að klára það fyrir sunnudaginn. En þetta er týpískt danskt, Danirnir verða alltaf að gera allt á seinustu stundu. Ég er reyndar komið með grænar bólur á því að vinna með Dönum í hóp en ég hef komist að því að þrátt fyrir að vera skipulagðir þá eru þeir alveg einstaklega óskipulagir.......???? En ég ætla bara að reyna að klára mína vinnu sem mest fyrir laugardagskvöldið að því leiti sem ég get.
Á föstudaginn fórum við í fermingu til Jenný dóttur Sjafnar og Sigga. Þau búa upp í Holte. Veislan var frábær, maturinn var frábær, íslenskt lamb, humar hörpudiskur, nammi, namm. Þau höfðu leigt þennan risa stóra hoppukastala og stóðst ég nú ekki mátið að prófa hann fyrir framan alla ættingjana hans Magga. En ég var nú samt ekki sú eina.... Sem sagt frábær dagur og við komum ekki heim fyrr en seint um kvöldið.
Síðan verðum við með næturgesti frá deginum í dag þar til við förum heim. Fyrsti kemur hann Geiri í dag en hann virðist ekki geta skilið við sig við Danmörku og verður fram á laugardag/sunnudag og á laugardagskvöldið koma Stebbi og Sóley en fara sama dag og við heim. Þrátt fyrir miklar annir hjá okkur parinu þessa dagana verður gaman að hitti þau öll. Við verðum bara dugleg að nýta daginn undir það að læra svo við getum haldið sem flestum kvöldum fríum.
Síðan erum við búin að fá eldavél. Keyptum hana notaða en hún er mjög fín. Við erum ekki búin að tengja gasið við hana en ofninn virkar mjög vel. Til að fagna lok örbylgjuofns tímabilsins koma Bragi þjálfari Magga og Erla í létt snarl á morgun eftir æfingu. Smá þakkarvottur en þau hafa verið algjör stoð og stytta fyrir okkur hérna úti og hjálpað okkur heilmikið.
Kveðja Fríða
Skilaboð
sunnudagur, maí 02, 2004
Komin með netið!!
Jæja þá erum ég og Fríða komin með netið heim og það ekki nema 2 vikum fyrir áætlaðan tíma reyndar gerðist þetta mjög hægt og hljótt og fengum við enga tilkynningu í pósti ég var bara að prófa að tengja módemið og þá virkaði heila klabbið. Annars vil ég byrja á að afsaka mig fyrir að vera latur í blogginu en málið er stíf próftörn og ekki margir klukkutímar á netinu þar sem að ég hef í rauninni ekki haft neitt erindi niðrí skóla. En ég skal lofa að reyna að vera aðeins duglegri í framtíðinni og blogga í lespásum. Annars fer ég í síðasta prófið á þriðjudaginn og eftir það er bara verkefni þannig að maður ætti að hafa aðeins meiri tíma þá í að gera upp íbúðina og klára að koma sér fyrir.
Annars er það að frétta að við erum núna að reyna að finna okkur fína eldavél á viðráðanlegu bréfi og skráðum við okkur á DBA til að leita okkur að notaðri eldavél.... eftir smá stund fundum við nokkrar eldavélar og þá kom að því að senda seljundunum línu um áhuga okkar á vélinni. Eftir að ég og Fríða höfðum setið í klukkutíma við að setja saman 3 setninga e-mail til þeirra og rökræður um málfræði sem við munum sama ekkert eftir úr skóla þá endaði ég á að hringja í Braga og biðja hann um að lesa þetta yfir fyrir okkur svo að við séum nú ekki að senda einhverja tóma þvælu.
Jæja nóg í bili.
Kv. Maggi
Skilaboð
Annars er það að frétta að við erum núna að reyna að finna okkur fína eldavél á viðráðanlegu bréfi og skráðum við okkur á DBA til að leita okkur að notaðri eldavél.... eftir smá stund fundum við nokkrar eldavélar og þá kom að því að senda seljundunum línu um áhuga okkar á vélinni. Eftir að ég og Fríða höfðum setið í klukkutíma við að setja saman 3 setninga e-mail til þeirra og rökræður um málfræði sem við munum sama ekkert eftir úr skóla þá endaði ég á að hringja í Braga og biðja hann um að lesa þetta yfir fyrir okkur svo að við séum nú ekki að senda einhverja tóma þvælu.
Jæja nóg í bili.
Kv. Maggi
Skilaboð