þriðjudagur, september 28, 2004
Tyrkland og steinakast
Sælir bossar, gamlir og ungir!
Eftir ansi rólega helgi hófst vikan á þvotta- og lærdómsdegi! Síðan ákvað ég að vera rosadugleg og búa til 'lasagne al Fríða'. Að því tilefni komu Steffí, Sverrir, Beggi og Bragi yfir í mat í gærkvöldi. Þetta var nú ekki mjög formlegt boð en það lág bara ansi vel á mannskapnum. Umræðurnar fóru frá inngöngu Tyrklands inn í EU, að atferli handboltafólks í búningsklefum, að kynatferlum stráka á táningsaldrinum!!
Í morgun svaf ég þó yfir mig í tíma þar sem nóttin var ansi svefnlítil því ég drakk nokkra kaffibolla um kvöldið áður! Maður ætti nú að vita betur.....
Eftir tíma (sem ég mætti ekki í) hitti ég stelpurnar sem eru með mér í hóp! Við erum að skrifa um hvort Tyrkland ætti að fá að hefja samningaviðræður við Evrópubandalagið um inngöngu! Við vorum einmitt að hlægja að eftir að við ákvaðum umræðuefnið, höfum við lennt í því að rökræða um það við flestar samkomur sem við höfum farið í á seinustu 2. vikum. Maggi ranghvoldi augunum í gær þegar það bar upp... En allir sem við ræðum við virðast hafa ansi sterka, undantekningarlaust mjög neikvæða skoðum á inngöngu Tyrklands ólíkt því sem hópurinn minn er að komast að.... En við erum sammála að það sé ágætur undirbúningur fyrir munnlega prófið.. það að þræta við vini og ættingja.
Eftir fundinn fór ég svo niður í málaskólann, LOKSINS, og skráði mig á dönskunámskeið en ég fer í viðtalið 25 okt. Síðan hitti ég hana Fanney Rós eftir það og við skelltum okkur á kaffihús. Voða næs að hitta hana en við erum búnar að hittast skammarlega lítið síðan hún flutti út. En þegar ég að að hjóla heim í dag lennti ég í því að tveir strákar, líklegast um 8 ára aldurinn, fóru að leika sér að reyna að hitta mig með steinum þegar ég hjólaði fram hjá þeim. Sem betur fer náðu þeir ekki að hitta mig, heldur bara í stýrið og framdekkið og veltust svo um að hlátri því þeim fannst þetta svo fyndið!!!! DAAAAAA, ef ég hefði ekki vera svona mikið brugið og sjokkeruð og kunnað eitthvað í dönsku að ráði hefði ég nú stoppað og tekið í hnakkabarðið á pjökkunum en í staðinn náði ég að festa hælinn af hægra stígvélinu mínu í einum pedalanum og var nærri dottin af hjólinu (sem hefði ekki verið skemmtilegt þar sem ég var í stuttu pilsi). Sem betur fer sáu árasarmennirnir illræmdu það ekki þar sem ég náði að beygja fyrir hornið áður. Nógu var stolt mitt sært fyrir að geta ekki svarað fyrir sig. En það góða sem kom út úr þessu er að nú er komin extra hvati til að læra dönsku..
Svo konur eru ekki bara grýttar í Tyrklandi......
Annars er stíf lærdómsvika framundan svo best að koma sér í bælið.
Kona nótt snúllurnar mínar
Fríða
Skilaboð
Eftir ansi rólega helgi hófst vikan á þvotta- og lærdómsdegi! Síðan ákvað ég að vera rosadugleg og búa til 'lasagne al Fríða'. Að því tilefni komu Steffí, Sverrir, Beggi og Bragi yfir í mat í gærkvöldi. Þetta var nú ekki mjög formlegt boð en það lág bara ansi vel á mannskapnum. Umræðurnar fóru frá inngöngu Tyrklands inn í EU, að atferli handboltafólks í búningsklefum, að kynatferlum stráka á táningsaldrinum!!
Í morgun svaf ég þó yfir mig í tíma þar sem nóttin var ansi svefnlítil því ég drakk nokkra kaffibolla um kvöldið áður! Maður ætti nú að vita betur.....
Eftir tíma (sem ég mætti ekki í) hitti ég stelpurnar sem eru með mér í hóp! Við erum að skrifa um hvort Tyrkland ætti að fá að hefja samningaviðræður við Evrópubandalagið um inngöngu! Við vorum einmitt að hlægja að eftir að við ákvaðum umræðuefnið, höfum við lennt í því að rökræða um það við flestar samkomur sem við höfum farið í á seinustu 2. vikum. Maggi ranghvoldi augunum í gær þegar það bar upp... En allir sem við ræðum við virðast hafa ansi sterka, undantekningarlaust mjög neikvæða skoðum á inngöngu Tyrklands ólíkt því sem hópurinn minn er að komast að.... En við erum sammála að það sé ágætur undirbúningur fyrir munnlega prófið.. það að þræta við vini og ættingja.
Eftir fundinn fór ég svo niður í málaskólann, LOKSINS, og skráði mig á dönskunámskeið en ég fer í viðtalið 25 okt. Síðan hitti ég hana Fanney Rós eftir það og við skelltum okkur á kaffihús. Voða næs að hitta hana en við erum búnar að hittast skammarlega lítið síðan hún flutti út. En þegar ég að að hjóla heim í dag lennti ég í því að tveir strákar, líklegast um 8 ára aldurinn, fóru að leika sér að reyna að hitta mig með steinum þegar ég hjólaði fram hjá þeim. Sem betur fer náðu þeir ekki að hitta mig, heldur bara í stýrið og framdekkið og veltust svo um að hlátri því þeim fannst þetta svo fyndið!!!! DAAAAAA, ef ég hefði ekki vera svona mikið brugið og sjokkeruð og kunnað eitthvað í dönsku að ráði hefði ég nú stoppað og tekið í hnakkabarðið á pjökkunum en í staðinn náði ég að festa hælinn af hægra stígvélinu mínu í einum pedalanum og var nærri dottin af hjólinu (sem hefði ekki verið skemmtilegt þar sem ég var í stuttu pilsi). Sem betur fer sáu árasarmennirnir illræmdu það ekki þar sem ég náði að beygja fyrir hornið áður. Nógu var stolt mitt sært fyrir að geta ekki svarað fyrir sig. En það góða sem kom út úr þessu er að nú er komin extra hvati til að læra dönsku..
Svo konur eru ekki bara grýttar í Tyrklandi......
Annars er stíf lærdómsvika framundan svo best að koma sér í bælið.
Kona nótt snúllurnar mínar
Fríða
Skilaboð
Fyrsti leikur tímabilsins.
Jæja þá er vika 40 gengin í garð og því ekki nema 12 vikur eftir af árinu. Það sem einkennir seinni hluta ársins er það að ég og öll systkinin mín 6 eigum afmæli þá. Dagný varð einmitt 18 ára föstud. síðastl. og svo eiga Ástrós og Harpa systur mínar og Gunnar brósi afmæli innan næstu 2 vikna. Verð að reyna að muna eftir að hringja.
En við spiluðum okkar fyrsta leik um helgina gegn Team Helsinge og þar sem við höfum ekki ennþá spilað æfingaleiki við lið í okkar deild eða úr deild fyrir ofan okkur vissum við í raun ekkert hvar við stóðum miðað við hin liðin. Leikurinn byrjaði ágætlega við skoruðum fyrsta markið og svo fóru menn í ruglið og áður en ég vissi af vorum við komnir 8-3 undir. En Þá loksins hrukku menn aftur í gang og við unnum nokkra bolta í röð og fórum að salla mörkum úr hraðaupphlaupum en sóknarleikurinn var samt frekar slakur í fyrri hálfleik en við náðum að minka muninn niðrí eitt mark fyrir hálfleik 14-13. Fengum reyndar 2var færi á að jafna en klikkuðum í bæði skiptin. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og nýtt lið kæmi á völlinn við byrjuðum seinni hálfleik af miklum krafti og skoruðum fyrstu 3 mörkin í hálfleiknum og jukum svo forskotið jafnt og þétt og leiddum mest með 12 eða 13 mörkum í hálfleiknum. En lokatölur voru 36-25 fyrir okkur og hefði sigurinn getað orðið stærri. Ég spilaði ágætlega, byrjaði reyndar illa en náði svo að verja 2 víti með stuttu millibili og komst aðeins í gang við það. Binni og Sverrir voru báðir mjög sterkir eins og allt liðið í seinni hálfleik.
En við erum semsagt efstir í deildinni eins og er og getur fólk fylgst með okkur með því að smella á úrslit og staða hérna í hliðardálknum.
Kv. Maggi
Skilaboð
En við spiluðum okkar fyrsta leik um helgina gegn Team Helsinge og þar sem við höfum ekki ennþá spilað æfingaleiki við lið í okkar deild eða úr deild fyrir ofan okkur vissum við í raun ekkert hvar við stóðum miðað við hin liðin. Leikurinn byrjaði ágætlega við skoruðum fyrsta markið og svo fóru menn í ruglið og áður en ég vissi af vorum við komnir 8-3 undir. En Þá loksins hrukku menn aftur í gang og við unnum nokkra bolta í röð og fórum að salla mörkum úr hraðaupphlaupum en sóknarleikurinn var samt frekar slakur í fyrri hálfleik en við náðum að minka muninn niðrí eitt mark fyrir hálfleik 14-13. Fengum reyndar 2var færi á að jafna en klikkuðum í bæði skiptin. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og nýtt lið kæmi á völlinn við byrjuðum seinni hálfleik af miklum krafti og skoruðum fyrstu 3 mörkin í hálfleiknum og jukum svo forskotið jafnt og þétt og leiddum mest með 12 eða 13 mörkum í hálfleiknum. En lokatölur voru 36-25 fyrir okkur og hefði sigurinn getað orðið stærri. Ég spilaði ágætlega, byrjaði reyndar illa en náði svo að verja 2 víti með stuttu millibili og komst aðeins í gang við það. Binni og Sverrir voru báðir mjög sterkir eins og allt liðið í seinni hálfleik.
En við erum semsagt efstir í deildinni eins og er og getur fólk fylgst með okkur með því að smella á úrslit og staða hérna í hliðardálknum.
Kv. Maggi
Skilaboð
fimmtudagur, september 23, 2004
Sveitt og glansandi í sófanum dansandi....
Sælir og blessaðir allir
Allt gott að frétta héðan að skaganum! Skólinn kominn í fullt gang og haust VINDURINN og RIGNINGIN komin aftur eftir stutta fjarveru. Þessi önn lítur þó út að verða sú skemmtilegasta til þessa enda erum við Maggi bæði tvö hæst ánægð með valfögin okkar enda að taka kúrsa á áhugasviði okkar. Ég er að taka tvennskonar fög um European Union og einn um Asíu og að lokum einn kúrs um samningaviðræður og sáttasemjaviðræður (Maggi er hræddur að eftir þennan kúrs eigi ég eftir að vinna allar okkar þrætur ;-))
Síðan er Fanney og Árni flutt hingað út og auðvita líka Stebbi og Sóley og Bryndís býr eining í 5 mín. fjarlægð frá Lillegrund þannig að það er bara fjör framundan.
Heimalingurinn okkar hún Svandís kom ásamt Agli Orra í heimsókn um helgina. Hann Egill var voða spenntur fyrir að fara í dýragarðinn svo við eyddum háflum laugardeginum þar. Síðan um kvöldið kom Fanney Rós í yfir og sátum við skvísurnar fram eftir nóttu yfir hvítvínsglasi (glösum) og slúðri! Maggi kíkti á meðan til hans Sverris sem var að halda útskriftarveisluna síðan en hann var að klára masterinn úr markaðslínunni í CBS. En heilsan hjá okkur hjúunum var ekki góð daginn eftir svo lítið varð úr sunnudeginum en ég og Svandís kíktum í lokakvöld Tívólíins um kvöldið. Það var reyndar alveg rosa stuð og haldiðið þið ekki að henni Svandísi var bara boði að fá tvo ókeypis miða í nýja Rússíbanann rétt fyrir lokum meðan við vorum að hlusta á tónleikana! Þannig að við sprettum yfir og tókum með seinustu ferðum sumarins stuttu áður en flugeldasýningin byrjaði! Skemmtilegur endir á sumrinu :-).
Knus Fríða
Skilaboð
Allt gott að frétta héðan að skaganum! Skólinn kominn í fullt gang og haust VINDURINN og RIGNINGIN komin aftur eftir stutta fjarveru. Þessi önn lítur þó út að verða sú skemmtilegasta til þessa enda erum við Maggi bæði tvö hæst ánægð með valfögin okkar enda að taka kúrsa á áhugasviði okkar. Ég er að taka tvennskonar fög um European Union og einn um Asíu og að lokum einn kúrs um samningaviðræður og sáttasemjaviðræður (Maggi er hræddur að eftir þennan kúrs eigi ég eftir að vinna allar okkar þrætur ;-))
Síðan er Fanney og Árni flutt hingað út og auðvita líka Stebbi og Sóley og Bryndís býr eining í 5 mín. fjarlægð frá Lillegrund þannig að það er bara fjör framundan.
Heimalingurinn okkar hún Svandís kom ásamt Agli Orra í heimsókn um helgina. Hann Egill var voða spenntur fyrir að fara í dýragarðinn svo við eyddum háflum laugardeginum þar. Síðan um kvöldið kom Fanney Rós í yfir og sátum við skvísurnar fram eftir nóttu yfir hvítvínsglasi (glösum) og slúðri! Maggi kíkti á meðan til hans Sverris sem var að halda útskriftarveisluna síðan en hann var að klára masterinn úr markaðslínunni í CBS. En heilsan hjá okkur hjúunum var ekki góð daginn eftir svo lítið varð úr sunnudeginum en ég og Svandís kíktum í lokakvöld Tívólíins um kvöldið. Það var reyndar alveg rosa stuð og haldiðið þið ekki að henni Svandísi var bara boði að fá tvo ókeypis miða í nýja Rússíbanann rétt fyrir lokum meðan við vorum að hlusta á tónleikana! Þannig að við sprettum yfir og tókum með seinustu ferðum sumarins stuttu áður en flugeldasýningin byrjaði! Skemmtilegur endir á sumrinu :-).
Knus Fríða
Skilaboð
þriðjudagur, september 07, 2004
Góðan dag.
Eftir miklar vangaveltur um hvað ég ætti að skrifa á bloggið hef ég ákveðið að rjúfa þögnina. Málið er að það hefur svo mikið gerst hjá okkur í sumar að eftir því sem tíminn leið þá þurfti alltaf að skrifa meira. Sem gerði það að verkum að ég nennti ekki að skrifa neitt yfir höfuð. En ég nenni ekki að rekja allt sem gerðist í sumar og verðið þið bara að hringja í okkur og spjalla ef þið hafið einhverjar sérstakar spurningar um hvað dreif á daga okkar í sumar.
En nóg um það, við erum semsagt bæði byrjuð í skólanum núna og er alveg nóg að lesa og læra eins og venjulega. Ætlast sumir kúrsar meira segja til þess að maður eyði upp undir 40 tímum á viku í tiltekin kúrs. En það er náttúrulega bara vitleysa. Einnig styttist í að handboltinn fari að rúlla og var meðal annars æfingabúðir núna síðustu helgi en mótið hefst eftir 3 vikur. Þetta á eftir að verða vel strembið mót sérstaklega þar sem að helmingurinn af liðunum í deildinni eru úr gömlu 1 deildinni og við erum eitt af fáum liðum sem höfum ekki bætt við okkur neinum mannskap. Erum reyndar með nokkra efnilega leikmenn sem voru að ganga upp í mfl en þar við situr.
Einnig erum ég og Fríða loksins komin aftur á skrið við að mála íbúðina okkar eftir mánaðarpásu vegna gestagangs og stefnum við á að klára hana næstu helgi.
En ég nenni ekki að skrifa meira núna þar sem ég þarf að fara.
Kv. Maggi
Skilaboð
En nóg um það, við erum semsagt bæði byrjuð í skólanum núna og er alveg nóg að lesa og læra eins og venjulega. Ætlast sumir kúrsar meira segja til þess að maður eyði upp undir 40 tímum á viku í tiltekin kúrs. En það er náttúrulega bara vitleysa. Einnig styttist í að handboltinn fari að rúlla og var meðal annars æfingabúðir núna síðustu helgi en mótið hefst eftir 3 vikur. Þetta á eftir að verða vel strembið mót sérstaklega þar sem að helmingurinn af liðunum í deildinni eru úr gömlu 1 deildinni og við erum eitt af fáum liðum sem höfum ekki bætt við okkur neinum mannskap. Erum reyndar með nokkra efnilega leikmenn sem voru að ganga upp í mfl en þar við situr.
Einnig erum ég og Fríða loksins komin aftur á skrið við að mála íbúðina okkar eftir mánaðarpásu vegna gestagangs og stefnum við á að klára hana næstu helgi.
En ég nenni ekki að skrifa meira núna þar sem ég þarf að fara.
Kv. Maggi
Skilaboð
sunnudagur, september 05, 2004
It's alive!
Á mörkum vonar og ótta leinist glæta í myrkrinu. Eins og lítið blóm sem berst fyrir lífi sínu síðustu haustmánuðina reyni ég að glæða blogginu líf. Þetta verkefni sem ég hef tekið mér á hendur verður ekki auðvelt en what needs to be done, will be done.
Meira um þetta á morgun.
P.s. vonandi!
Skilaboð
Meira um þetta á morgun.
P.s. vonandi!
Skilaboð