<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 12, 2004

Góð helgi. 

Jæja ég vildi aðeins óska systkinum mínum til hamingju með afmælið en hún Harpa systir varð 12 ára á fimmtud. sl. og hann Gunnar Kári er 2 ára í dag til hamingju með það.

Annars er soldið síðan ég bloggaði síðast þannig að ætli það sé ekki ágætt að ég þylji svona aðeins upp hvað hefur gerst undanfarið ekki að það sé neinir stór atburðir.

Þar sem að það var fríhelgi í boltanum þessa helgi var ákveðið að lyfta sér aðeins upp og má segja að helgin hafi byrjað á miðvikud. sl þegar við kíktum á djammið með Fanney vinkonu hennar Fríðu, Árna kærastanum hennar og Gunnu Finnu vinkonu hennar. Á fimmtudeginum var svo Fríða að klára hópvinnu þannig að ég skellti mér yfir til Svedda og var þar tekin smá smökkun. Á föstudeginum var svo menningarnótt en þá fórum við í bæinn (þegar Fríða var loksins vöknuð eftir erfiða törn í skólanum) og var það mjög gaman. Við byrjuðum á að kíkja í Þinghúsið og á vopnasafn þar sem búið var að breyta hluta af garðinum þar í þorp frá miðöldum, því næst kíktum við í svarta demantin, svo í ráðhúsið og enduðum svo á að horfa á flugeldasýningu. Mjög gott kvöld.

Á laugardagsmorgninum ákvað Fríða að stinga mig af og skella sér til Århus með Fanney til djamma með liðinu þar. En ég ákvað að taka smá piparsveinadjamm í borginni í staðinn. Ég fór í partý til Árna (markmanns) og var drukkið þar í einhverja stund áður en haldið var niðrí bæ. En til að gera langa sögu stutta þá var djammað fram að lokun og svo haldið heim.

Svo var gærdagurinn tekinn í afslöppun þar sem ég skellti mér í Svedda og Steffí að hjálpa þeim að tengja nokkur ljós. Náði reyndar að sprengja hjá þeim öryggi um leið og ég reynda að gefa sjálfum mér gott raflost (gleymdist óvart að slökkva á tenglinum). Svo var bara farið heim, hangið yfir sjónvarpinu þar sem ég festist yfir einhverju stórmóti í póker ( hörku spenna) og svo var farið að sofa.

Jæja þetta er nú þegar orðið alltof langt bið að heilsa í bili.

Kv. Maggi.

P.s. ég nenni ekki að lesa þetta yfir þannig að ég bið alla að afsaka ef ég hef gert stórar stafsetningarvillur.

Skilaboð

þriðjudagur, október 05, 2004

Along came a spider! 

Sæl og blessuð
Áðan fór ég inn í stofu til að taka mér stutta pásu frá verkefnavinnunni minni. Nema hvað að ég sé þessa risa stóru kónguló skríða þvert yfir. Ég tek fram að ég er nú ekki pempía í þessu málum og sá aðili í sambandinu sem sér um að drepa þær en þessi var rosaleg. Svört, með feitan stóran búk, reyndar sem ég get þolað, en með feitar stórar fætur. Sem er óvanalegt því vanalega eru þær með langar mjóar fætur sem ég er ekkert hrædd við..... En til að snúa okkur aftur að sögunni þá hófst smá panik hjá mér. Fyrst gríp ég lítinn auglýsinga snepil til að drepa hana með, nema hvað að mér finnst hann ekki nógu stór svo ég fer inn eldhús til að sækja fjall að eldhúspappír. Nema hvað þegar ég kem til baka, segir skræfan í mér að ég þarf eitthvað betra vopn. Svo ég hleyp fram og næ í næsta sprey sem ég finn. Nema hvað að það vill svo til að það er klósett ilmsprey sem sú svarta virðist líka bara ágætilega, því hún kom bara í áttina til mín. Svo ég hleyp fram og næ í kústinn til að dreypa hana. En þegar ég stekk inn í stofuna með bareflið ógurlega er kóngsa horfinn og þrátt fyrir hugrakka leit finn ég hana ekki. Svo ég sit, skíthrædd og sigruð inn í litla hergbergi og bíð því að Maggi kemur heim af æfingu, því ég ei þori ég að fara fram ein fram..... og nóttinn er framundan :)

Annars er allt ágætt að frétta héðan. Helgin var frekar tíðindalaus. Fór reyndar til Svíþjóðar á laugardeginu til að vinna að hópverkefninu með Stine og Helene. Á sunnudeginu var Maggi svo að keppa en liðið tapaði með einu marki. Ekki ánægður og það er líklegast ástæðan fyrir því að hann hefur ekkert bloggað síðan. Næstu helgi, ætlum við Fanney að kíkja líklegast til hennar Svandísar í Århus og kannski í leiðinni að líta til stutt innlit til Fríðu & Binna og Magga & Evu í Odense (ekki að ég hef ekkert haft samband við þau enn svo ég veit ekki hvort þau geta tekið við mér í einn kaffibolla).

Kveðja frá hinum fallna stríðsmanni
Fríða

Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?