<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Lítið er betra en ennþá minna 

Sælir Kútar

Þó svo að ég sé byrjuð að kvarta undan kuldanum hérna úti þá verð ég að viðurkenna að ég er ansi sátt við mín 4+ stig en þau 12- stig á Íslandi. Greyið þið frjónar búar!!!!

Annars sit ég bara í skólanum og er reyna að læra en ég er föst hérna þar til Maggi er búin í skólanum. En það vill svo til að í dag er hann í tíma til klukkan 20:00 í kvöld. Kennari hans getur ekki kennt í næstu viku svo hann ákvað í staðinn að kenna í 8 tíma samflett í staðin í dag. Og til að bæta fyrir óánægju nemendana þá bauðst hann til að kaupa pítsur og kók. Ekki að mér veitir hvort sem er að lærdómstímanum en nóvember álagið er að fara að byrja.

Smá yfirlit hvað hefur verið að gerast hérna úti hjá okkur í Danmörku seinsta mánuðu til að bæta fyrir lélega blogg frammistöðu.

Próf voru í miðjan október og gekk og Magga bara ágætilega að við teljum en ekki allar einkunnir eru komnar. Helgina eftir það komu Mamma og pabbi í heimsókn. Það var alveg frábært að sjá þau en þau voru hérna yfir helgi. Það var voða stuð en ég og Maggi þurftum varla að borða neitt vikuna eftir það sökum ofeldis að mömmu og pabba hálfu. Síðan koma Diddi í heimsókn helgina eftir það og að því tilefni komu Maggi og Eva María yfir frá Odense. Úr var þetta stórmatarboð en að auki komu Óli og Sunna kærasta hans og Fanney Rós sem endaði á karokey bar kl. 6 morguninn eftir. Eftir það hefur það verið frekar rólegt í kotinu en við erum búin að vera einbeita okkur að kaupa jólagjafir og sinna öðrum jólaundirbúning en allt þarf helst að vera búið fyrir 1 des. Reyndar er ég byrjuð að vinna með skólanum en ég fékk vinnu á Hóteli á Íslandsbrygge sem heitir því virðulega nafni 'Hótel Copenhagen' hvorki meira né minna og er á Egilsgötu. Ég er að vinna í móttökunni sem gengur bara ágætilega fyrir utan að danskan mín er ekki enn upp á marga fiska. En þetta er bara hvati fyrir læra hana enda er ég búin að skrá mig í dönskunám eftir áramót. Síðan var auðvita afmælið hans Magga á mánudaginn en matur var allt í lagi en mæli ekki neitt endilega með staðnum. En til að bæta fyrir slakan afmælisdag þá ákvað ég að halda bara aftur upp á hann á þriðjudaginn með því að gefa kallinum blóm, þrífa húsið og elda góðan mat sem beið hans þegar hann kom að æfingu.

Annars erum við bæði ný búin í klippingu en við fórum til hennar Sólu en ég mæli eindregið með henni fyrir ykkur Kaupmannahafnarbúana. Maggi er voða stuttklipptur en hann var orðin svo vanur að hafa lubba hylja eyrunum hans að hann fékk snertingu að eyrnabólgu þann sama dag. Mér finnst hann persónulega rosa sætur svona en það er mikil viðbrigði en strákarnir í liðinu spurðu hann hvort hann væri nýbúin að fermast....:). Mitt hár styttist líka töluvert og er ég komin með topp. Er rosa sátt við klippinguna nema hvað að ég hef löngu talist líkjast henni múttu (sem ég lít á sem hól) og þegar ég leit í spegilinn í morgun þá gat ég svarið að ég væri hún. En það var reynar mikið rökkur og ég nývöknuð.

Það er nú ekki mikið síðan framundan. Læra og síðan er ég að vinna um helgina. Það er reyndar fríhelgi í boltanum hjá honum Magga og kannski skreppir hann eitthvað út á lífið en þeir sem hafa verið að fylgjast með handboltanum hans að loksins seinustu helgi þá unnu þeir leik í langan tíma.

Síðan styttist ófluga að hún Fríða Frænka fer að eiga svo maður bíður spenntur eftir nýjasta ættingjanum.

KV
Fríða

Skilaboð

mánudagur, nóvember 15, 2004

Hann a afmæli i dag, hann a afmæli i dag 

Ja ástin mín hann Maggi á stórafmæli í dag en haldid tid ekki af hann sé ordin 25 ára. Óska ég honum hér med innilega til hamingju med afmælid.

Tví midur tá verdur afmælisdagurinn hjá honum ekki upp á marga fiska. Ég er ad vinna frá 8-18 og greyid verdur tví einn heima. En í kvöld ætlum vid hjúin á ´Hereford´ad borda.

En annars tá erum vid komid med 'Skypid' svo teir sem vilja heyra í honum geta nýtt sér tæknina (eda bara gamaldags síma)

Knus
Frída

Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?