<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 24, 2004

Svona í tilefni jólanna. 

Góðan dag öll sömul.

Er ekki dagurinn í dag alveg tilvalinn í það að láta heyra aðeins í sér aftur eftir langa (mjög langa) þögn. En hér í Danaveldi er jólaundirbúningurinn bara búinn að ganga ljómandi vel og aðeins minna um jólastress hér heldur en heima. Þar sem að við vissum að við færum ekki heim fyrir jól þá vorum við löngu búin að kaupa allar jólagjafir og skrifa jólakortin til allra. Þannig að síðasta vika hefur bara farið í að þrífa, skreyta og svo auðvitað að finna mikilvægustu gjöfina.

Í gærkvöldi þegar við höfðum klárað að þrífa skelltum við okkur út að borða og fórum svo að keyra út í jólakort (í stóra gula bílnum okkar með einkabílstjóra og öllu) og kíktum í heimhsókn til Braga og Erlu og svo til Sverris og Steffí en við komum ekki heim fyrr en klukkan tvö í nótt þannig að það var bara mjög næs.

Fríða er núna að sjóða hamborgarahryggin fyrir kvöldið og er ilmurinn um alla íbúð og svo er líka snjókoma úti þannig að þetta er eins fullkomið og hugsast getur. Hlakka mikið til kvöldsins en við ákváðum að borða ekki fyrr en klukkan 7 í kvöld svo við getum hlustað á messuna heima klukkan 6 á íslenskum tíma þannig að við höldum okkar jól á sama tíma og familien.

Ég óska öllum vinum, kunningjum og fjölskyldum okkar beggja gleðilegra jóla.



Skilaboð

This page is powered by Blogger. Isn't yours?