föstudagur, febrúar 18, 2005
Bloggleysi; ritstífla eða leti?
Já já kæru vinir ég veit að jólin eru löngu búin og áramótin líka og að páskarnir nálgast hratt o.s.frv o.s.frv. Og ég veit líka að það er langt síðan nokkuð hefur heyrst af okkur Danmerkurbúum undanfarinn misseri og er þetta orðið svo slæmt að fólk er farið að hringja í okkur til að athuga hvort að við séum á lífi. Viljið þið gjöra svo vel að hætta því ;)
En málið er að þegar maður bloggar svona sjaldan eða hefur ekki bloggað um þónokkurt skeið finnst manni alltaf að maður þurfi að skrifa svo mikið, allt um það hvað á daga okkar hefur drifið, hvernig skólin gengur og lífið sjálft. Vissulega gerist alltaf eitthvað á hverjum degi, þó mismikið en þegar maður dregur að skrifa það þá einhvern vegin virkar það þannig að manni finnst maður þurfa að segja frá því seinna og svo er maður allt í einu komin með nóg af sögum til að skrifa doktrsritgerð en auðvitað myndi enginn heilvitamaður nenna að lesa slík ósköp.
Á þessu ári hefur nú margt gerst ég og Fríða höfum farið til Berlínar, fengið þó nokkuð af vinum og kunningjum í heimsókn, beðið í röð í 4 tíma í 5 stiga frosti til að fá miða á U2 tónleika, án árangurs þó, farið á söfn, út að borða, í bíó, verslað föt og þannig mætti lengi telja. Spurningin er samt hvað á maður að skrifa um og hvað ekki. Ætti maður að blogga á hverjum degi og segja t.d.
“Í dag vaknaði ég kl 9 og fékk mér að borða fyrir framan sjónvarpið eins og ég er orðinn vanur að gera. Því næst fór ég að hugsa um ritgerðarsmíði og las mbl.is og visi.is í nokkra tíma. Svo fórum ég og Fríða að versla þar sem við keyptum mjólk, brauð, frosið lasagne og hvítlauksbrauð. Svo fórum við heim að elda og kúrðum svo fyrir framan sjónvarpið.”
Þegar maður er námsmaður að skrifa ritgerð og hefur í raun eginlegar engar aðrar skyldur en að vinna að ritgerðinni verða mjög margir dagar svona og maður nennir hreinlega ekki að skrifa um þá. Svo gerist það nú stundum að maður lyftir sér upp og þá er maður of slappur daginn eftir til að blogga. Og daginn þar á eftir er maður einfaldlega búinn að gleyma því sem gerðist um helgina þannig að þá þíðir heldur ekkert að blogga.
Einn góður vinur minn glímir líka við þetta vandamál hversdagsleikans og nennti eiginlega ekki að blogga um sjálfan sig þannig að tók uppá því að blogga um vini sína bara segja svona slúður og svoleiðis og er það mjög skemmtileg lesning. Kannski ætti maður að taka uppá svipuðu enda hafa jú allir mjög gaman að því að lesa slúður t.d.
“Heyrst hefur að Þorgeir og Rúnar hafi málið kaupmannahöfn rauðu, fengið danskt kvennfólk til að kikna í hnjáliðunum og drukkið alla karlmenn undir borðið. Var þetta svo slæmt að Magnús gestgjafi þeirra hringdi í neyðarþjónustu AA samtakana eina miðvikudagsnóttina þegar þeir höfðu slátrað heilli bacardi, heilli fishermann, 2 long island Ice tea, white russian, kassa af bjór, og heilum helling af skotum til viðbótar. “
Þetta gæti nú reyndar verið skemmtileg leið bara skrifa um einhverja allt aðra heldur en mann sjálfan. Kannski ég ætti bara að taka uppá þessu hvað finnst fólki annars hvað gerir blogg áhugavert er það slúður, leiðinlegur hversdagsleikinn eða kannski bara hreinn uppspuni.
Þangað til næst:
Maggi
Skilaboð
En málið er að þegar maður bloggar svona sjaldan eða hefur ekki bloggað um þónokkurt skeið finnst manni alltaf að maður þurfi að skrifa svo mikið, allt um það hvað á daga okkar hefur drifið, hvernig skólin gengur og lífið sjálft. Vissulega gerist alltaf eitthvað á hverjum degi, þó mismikið en þegar maður dregur að skrifa það þá einhvern vegin virkar það þannig að manni finnst maður þurfa að segja frá því seinna og svo er maður allt í einu komin með nóg af sögum til að skrifa doktrsritgerð en auðvitað myndi enginn heilvitamaður nenna að lesa slík ósköp.
Á þessu ári hefur nú margt gerst ég og Fríða höfum farið til Berlínar, fengið þó nokkuð af vinum og kunningjum í heimsókn, beðið í röð í 4 tíma í 5 stiga frosti til að fá miða á U2 tónleika, án árangurs þó, farið á söfn, út að borða, í bíó, verslað föt og þannig mætti lengi telja. Spurningin er samt hvað á maður að skrifa um og hvað ekki. Ætti maður að blogga á hverjum degi og segja t.d.
“Í dag vaknaði ég kl 9 og fékk mér að borða fyrir framan sjónvarpið eins og ég er orðinn vanur að gera. Því næst fór ég að hugsa um ritgerðarsmíði og las mbl.is og visi.is í nokkra tíma. Svo fórum ég og Fríða að versla þar sem við keyptum mjólk, brauð, frosið lasagne og hvítlauksbrauð. Svo fórum við heim að elda og kúrðum svo fyrir framan sjónvarpið.”
Þegar maður er námsmaður að skrifa ritgerð og hefur í raun eginlegar engar aðrar skyldur en að vinna að ritgerðinni verða mjög margir dagar svona og maður nennir hreinlega ekki að skrifa um þá. Svo gerist það nú stundum að maður lyftir sér upp og þá er maður of slappur daginn eftir til að blogga. Og daginn þar á eftir er maður einfaldlega búinn að gleyma því sem gerðist um helgina þannig að þá þíðir heldur ekkert að blogga.
Einn góður vinur minn glímir líka við þetta vandamál hversdagsleikans og nennti eiginlega ekki að blogga um sjálfan sig þannig að tók uppá því að blogga um vini sína bara segja svona slúður og svoleiðis og er það mjög skemmtileg lesning. Kannski ætti maður að taka uppá svipuðu enda hafa jú allir mjög gaman að því að lesa slúður t.d.
“Heyrst hefur að Þorgeir og Rúnar hafi málið kaupmannahöfn rauðu, fengið danskt kvennfólk til að kikna í hnjáliðunum og drukkið alla karlmenn undir borðið. Var þetta svo slæmt að Magnús gestgjafi þeirra hringdi í neyðarþjónustu AA samtakana eina miðvikudagsnóttina þegar þeir höfðu slátrað heilli bacardi, heilli fishermann, 2 long island Ice tea, white russian, kassa af bjór, og heilum helling af skotum til viðbótar. “
Þetta gæti nú reyndar verið skemmtileg leið bara skrifa um einhverja allt aðra heldur en mann sjálfan. Kannski ég ætti bara að taka uppá þessu hvað finnst fólki annars hvað gerir blogg áhugavert er það slúður, leiðinlegur hversdagsleikinn eða kannski bara hreinn uppspuni.
Þangað til næst:
Maggi
Skilaboð